Einn þekktasti stjórnspekingur Frakka ásakaður um barnaníð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2021 14:35 Duhamel sagðist ekkert hafa að segja við blaðamenn Le Monde og L'Obs en tísti á mánudag að hann hefði sagt upp störfum vegna „persónulegra árása“. Í kjölfarið eyddi hann Twitter-aðgangi sínum. Wikimedia Commons/Cdeniaud Olivier Duhamel, einn þekktasti stjórnmálafræðingur og -skýrandi Frakklands, hefur látið af störfum og eytt Twitter aðgangi sínum eftir að stjúpdóttir hans steig fram og greindi frá því að hann hefði misnotað tvíburabróður hennar. Camille Kouchner hefur skrifað bók um misnotkunina, sem hún segir hafa átt sér stað þegar systkinin voru 14 ára. Hún segir kynferðisofbeldi Duhamel, sem er sérfræðingur í stjórnskipan, hafa verið opinbert leyndarmál meðal pólitíkusa og fjölmiðlamanna í París. Duhamel, 70 ára, hefur sagt upp störfum hjá Fondation Nationales des Sciences Politiques, sem hefur umsjón með og fjármagnar hinn virta Sciences Po. Hann er enn varaforseti elítuklúbbsins Le Siècle en meðal annarra félaga eru stjórnmálamennirnir Nicolas Sarkozy, François Fillion og Laurent Fabius, ritstjórarnir Jean-Marie Colombani og Laurent Joffrin, Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Louis Schweitzer, fyrrverandi forstjóri Renault og Michel Pébereau, forstjóri BNP Paribas. Fræðamaðurinn, sem eitt sinn sat á Evrópuþinginu, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Móðirin, ættingjar og vinir vissu af ofbeldinu Kouchner og tvíburabróðir hennar eru börn sagnfræðingsins og rithöfundarins Evelyne Pisier og Bernard Kouchner, fyrrum heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, sem var meðal stofnenda Lækna án landamæra. Pisier, sem lést árið 2017, átti þrjú börn með Kouchner en þau skildu árið 1980. Þá átti hún í fjögurra ára ástarsambandi við Fidel Castro áður en hún giftist Duhamel. Í bók sinni segir Camille að misnotkunin hafi staðið yfir í að minnsta kosti tvö ár og að móðir hennar hafi vitað af ofbeldinu en valið að vernda eiginmann sinn. Þá segir hún bróður sinn, sem hún kallar „Victor“ í bókinni hafa grátbeðið sig um að þegja. „Ég var 14 ára og ég leyfði þessu að gerast ... Ég var 14 ára og vissi og sagði ekki neitt,“ segir Kouchner, sem er 45 ára. Hún segist ekki getað þagað lengur. Mamma tvíburana óttaðist hneyksli, segir Kouchner en margir vissu að ofbeldið var að eiga sér stað, meðal annars ættingjar og vinir. Svo virðist sem bókin sé gefin út með samþykki bróðursins sem varð fyrir ofbeldinu en Bernard Kouchner gaf út yfirlýsingu í gegnum lögmann sinn: „Erfitt leyndarmál sem hefur legið þungt á okkur í langan tíma er nú opinbert. Ég dáist að hugrekki dóttur minnar, Camille.“ Guardian greindi frá. Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Camille Kouchner hefur skrifað bók um misnotkunina, sem hún segir hafa átt sér stað þegar systkinin voru 14 ára. Hún segir kynferðisofbeldi Duhamel, sem er sérfræðingur í stjórnskipan, hafa verið opinbert leyndarmál meðal pólitíkusa og fjölmiðlamanna í París. Duhamel, 70 ára, hefur sagt upp störfum hjá Fondation Nationales des Sciences Politiques, sem hefur umsjón með og fjármagnar hinn virta Sciences Po. Hann er enn varaforseti elítuklúbbsins Le Siècle en meðal annarra félaga eru stjórnmálamennirnir Nicolas Sarkozy, François Fillion og Laurent Fabius, ritstjórarnir Jean-Marie Colombani og Laurent Joffrin, Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Louis Schweitzer, fyrrverandi forstjóri Renault og Michel Pébereau, forstjóri BNP Paribas. Fræðamaðurinn, sem eitt sinn sat á Evrópuþinginu, hefur ekki tjáð sig um ásakanirnar. Móðirin, ættingjar og vinir vissu af ofbeldinu Kouchner og tvíburabróðir hennar eru börn sagnfræðingsins og rithöfundarins Evelyne Pisier og Bernard Kouchner, fyrrum heilbrigðisráðherra og utanríkisráðherra, sem var meðal stofnenda Lækna án landamæra. Pisier, sem lést árið 2017, átti þrjú börn með Kouchner en þau skildu árið 1980. Þá átti hún í fjögurra ára ástarsambandi við Fidel Castro áður en hún giftist Duhamel. Í bók sinni segir Camille að misnotkunin hafi staðið yfir í að minnsta kosti tvö ár og að móðir hennar hafi vitað af ofbeldinu en valið að vernda eiginmann sinn. Þá segir hún bróður sinn, sem hún kallar „Victor“ í bókinni hafa grátbeðið sig um að þegja. „Ég var 14 ára og ég leyfði þessu að gerast ... Ég var 14 ára og vissi og sagði ekki neitt,“ segir Kouchner, sem er 45 ára. Hún segist ekki getað þagað lengur. Mamma tvíburana óttaðist hneyksli, segir Kouchner en margir vissu að ofbeldið var að eiga sér stað, meðal annars ættingjar og vinir. Svo virðist sem bókin sé gefin út með samþykki bróðursins sem varð fyrir ofbeldinu en Bernard Kouchner gaf út yfirlýsingu í gegnum lögmann sinn: „Erfitt leyndarmál sem hefur legið þungt á okkur í langan tíma er nú opinbert. Ég dáist að hugrekki dóttur minnar, Camille.“ Guardian greindi frá.
Frakkland Kynferðisofbeldi Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira