Fær ekki að flytja inn American Pit Bull Terrier Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2021 20:38 Óheimilt er að flytja hunda af tegundinni American Put Bull Terrier hingað til lands. flickr/geoggirl Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Matvælastofnunar um að synja einstaklingi um undanþágu frá banni við innflutningi á hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier. Úrskurður ráðuneytisins er birtur á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi hafnað því að veita undanþágu frá banninu, sem er að finna í lögum um innflutning dýra. Taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá ákvæðum laganna um bann við ákveðnum hundategundum. Vísaði Matvælastofnun einnig til þess að löggjöf og framkvæmd í þessum málum hér á landi byggi á því sjónarmiði að stemma stigu við innflutningi hunda af tegundum sem taldar séu sérlega hættulegar ef ekki er rétt staðið að uppeldi og umönnun viðkomandi hunda. Þá sagði Matvælastofnun engin fordæmi fyrir því að veita undanþágu frá banninu. Sagði hundinn veita stuðning vegna veikinda Sá sem kærði ákvörðun Matvælastofnunar og vildi fá að flytja hundinn inn byggði undanþágubeiðnina á því að umræddur hundur, sem eins og áður sagði er af tegundinni American Pit Bull Terrier, veiti honum mikinn stuðning vegna andlegra og líkamlegra veikinda. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti svo synjun Matvælastofnunar á undanþágubeiðninni. Vísað var til þess að kröfur vegna innflutnings dýra væru strangar og að meginreglan væri sú að innflutningur dýra hingað til lands sé bannaður og að undantekningar við því banni skyldi túlka þröngt. „Með vísan til umsagnar Matvælastofnunar telur ráðuneytið að hætta geti stafað af innflutningi af hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier og sé því óheimilt að veita undanþágu til innflutnings á hundi kæranda, sbr. 3. mgr. 4. gr. a laganna. Auk þess er sérstaklega kveðið á um í 1. tl. f. liðar 14 gr. reglugerðar nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta, að óheimilt að flytja inn hunda af umræddri tegund,“ segir í úrskurði ráðuneytisins þar sem ákvörðun Matvælastofnunar var staðfest. Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Úrskurður ráðuneytisins er birtur á vef Stjórnarráðsins. Þar kemur fram að Matvælastofnun hafi hafnað því að veita undanþágu frá banninu, sem er að finna í lögum um innflutning dýra. Taldi stofnunin sig ekki hafa heimild til að víkja frá ákvæðum laganna um bann við ákveðnum hundategundum. Vísaði Matvælastofnun einnig til þess að löggjöf og framkvæmd í þessum málum hér á landi byggi á því sjónarmiði að stemma stigu við innflutningi hunda af tegundum sem taldar séu sérlega hættulegar ef ekki er rétt staðið að uppeldi og umönnun viðkomandi hunda. Þá sagði Matvælastofnun engin fordæmi fyrir því að veita undanþágu frá banninu. Sagði hundinn veita stuðning vegna veikinda Sá sem kærði ákvörðun Matvælastofnunar og vildi fá að flytja hundinn inn byggði undanþágubeiðnina á því að umræddur hundur, sem eins og áður sagði er af tegundinni American Pit Bull Terrier, veiti honum mikinn stuðning vegna andlegra og líkamlegra veikinda. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfesti svo synjun Matvælastofnunar á undanþágubeiðninni. Vísað var til þess að kröfur vegna innflutnings dýra væru strangar og að meginreglan væri sú að innflutningur dýra hingað til lands sé bannaður og að undantekningar við því banni skyldi túlka þröngt. „Með vísan til umsagnar Matvælastofnunar telur ráðuneytið að hætta geti stafað af innflutningi af hundi af tegundinni American Pit Bull Terrier og sé því óheimilt að veita undanþágu til innflutnings á hundi kæranda, sbr. 3. mgr. 4. gr. a laganna. Auk þess er sérstaklega kveðið á um í 1. tl. f. liðar 14 gr. reglugerðar nr. 200/2020, um innflutning hunda og katta, að óheimilt að flytja inn hunda af umræddri tegund,“ segir í úrskurði ráðuneytisins þar sem ákvörðun Matvælastofnunar var staðfest.
Dýr Stjórnsýsla Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira