Vistunartími barna á leikskólum Reykjavíkur skerðist ekki þótt vinnuvikan styttist Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 08:41 Vinnuvikan styttist á leikskólum borgarinnar nú um áramótin í samræmi við kjarasamninga. Vísir/Vilhelm Vistunartími barna í leikskólum Reykjavíkurborgar mun ekki skerðast og ekki eru gerðar breytingar á þjónustu við börnin og fjölskyldur þeirra þótt vinnuvikan hafi verið stytt í skólunum nú um áramótin. Þetta kemur í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við skriflegri fyrirspurn Vísis um áhrif styttingu vinnuvikunnar á starfsemi leikskólanna. Í svarinu segir að flestir leikskólar borgarinnar hafi farið í 36 stunda vinnuviku þann 1. janúar. Í nokkrum leikskólum hafi niðurstaða starfsmannahópsins í viðkomandi skóla að fara í 37 eða 38 stunda vinnuviku. Útfærslan tekur mið af starfsemi vinnustaðar og er því með ólíkum hætti milli leikskóla. Sem dæmi má nefna að í mörgum leikskólum munu starfsmenn stytta vinnuvikuna með því að hætta á hádegi einu sinni í viku. Í öðrum er vinnuvikan stytt hálfsmánaðarlega og í einhverjum leikskólum stytta starfsmenn vinnuvikuna um þrjá tíma en safna einum tíma styttingarinnar í heila daga sem dreifast yfir árið. Eins og áður segir á vistunartími barna ekki að skerðast vegna vinnutímastyttingarinnar og þá eru ekki gerðar breytingar á þjónustu. „En vistunartími barna mun eflaust styttast eins og vinnutími fullorðna nú þegar verið er að taka þau skref í íslensku samfélagi að stytta vinnuvikuna,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Þá sé ekki gert ráð fyrir því að styttingin feli í sér viðbótarkostnað eða þjónustuskerðingu. Varðandi það hvort það hafi þurft að ráða inn starfsfólk á leikskólana til að mæta styttingunni segir í svarinu að í einhverjum tilfellum hafi leikskólar ekki verið fullmannaðir áður. Þeir hafi því verið að klára ráðningar. „Mikil vinna hefur því farið fram í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar þar sem umbótasamtöl hafa verið tekin í starfsmannahópunum og leitað leiða til þess að stytta vinnuvikuna án þess að skerða þjónustu eða auka launakostnað,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Skóla - og menntamál Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Sjá meira
Þetta kemur í svari skóla- og frístundasviðs borgarinnar við skriflegri fyrirspurn Vísis um áhrif styttingu vinnuvikunnar á starfsemi leikskólanna. Í svarinu segir að flestir leikskólar borgarinnar hafi farið í 36 stunda vinnuviku þann 1. janúar. Í nokkrum leikskólum hafi niðurstaða starfsmannahópsins í viðkomandi skóla að fara í 37 eða 38 stunda vinnuviku. Útfærslan tekur mið af starfsemi vinnustaðar og er því með ólíkum hætti milli leikskóla. Sem dæmi má nefna að í mörgum leikskólum munu starfsmenn stytta vinnuvikuna með því að hætta á hádegi einu sinni í viku. Í öðrum er vinnuvikan stytt hálfsmánaðarlega og í einhverjum leikskólum stytta starfsmenn vinnuvikuna um þrjá tíma en safna einum tíma styttingarinnar í heila daga sem dreifast yfir árið. Eins og áður segir á vistunartími barna ekki að skerðast vegna vinnutímastyttingarinnar og þá eru ekki gerðar breytingar á þjónustu. „En vistunartími barna mun eflaust styttast eins og vinnutími fullorðna nú þegar verið er að taka þau skref í íslensku samfélagi að stytta vinnuvikuna,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs. Þá sé ekki gert ráð fyrir því að styttingin feli í sér viðbótarkostnað eða þjónustuskerðingu. Varðandi það hvort það hafi þurft að ráða inn starfsfólk á leikskólana til að mæta styttingunni segir í svarinu að í einhverjum tilfellum hafi leikskólar ekki verið fullmannaðir áður. Þeir hafi því verið að klára ráðningar. „Mikil vinna hefur því farið fram í öllum leikskólum Reykjavíkurborgar þar sem umbótasamtöl hafa verið tekin í starfsmannahópunum og leitað leiða til þess að stytta vinnuvikuna án þess að skerða þjónustu eða auka launakostnað,“ segir í svari skóla- og frístundasviðs.
Skóla - og menntamál Reykjavík Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Innlent Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Sjá meira