„Líklega verða börn oftar send heim“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. janúar 2021 13:15 Formaður félags stjórnenda leikskóla er ekki sammála skóla og frístundasviði borgarinnar um að stytting vinnuvikunnar án viðbótarfjármagns muni ekki bitna á þjónustu. Fyrirséð sé að börnin verði oftar send fyrr heim. Vísir/Vilhelm Fyrirséð er að þjónusta í leikskólum muni skerðast við útfærslu styttingar vinnuvikunnar því viðbótarfjármagn fylgir ekki með framkvæmdinni. Líklega verða börn oftar send fyrr heim vegna svokallaðrar fáliðunarstefnu. Þetta segir formaður Félags stjórnenda leikskóla. 1. janúar tók gildi stytting vinnuvikunnar hjá leikskólum. Í skriflegu svari frá skóla-og frístundasviði borgarinnar segir að flestir leikskólar hafi þegar innleitt 36 stunda vinnuviku. Í nokkrum leikskólum hafi þó ekki verið hægt að innleiða styttinguna til fulls. Fjármagn fylgir ekki styttingunni en í svarinu kemur fram að þjónusta leikskólanna muni ekki skerðast. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, var spurður hvort stytting vinnuvikunnar á leikskólum án fjármagns þýddi ekki annað hvort þjónustuskerðing eða aukið vinnuálag. „Álaginu yrði mætt. Það eru til leiðir sem stjórnendur hafa og það er fáliðunarstefna, sem hún er oft kölluð. Þegar vantar starfsfólk og starfsemin er farin að ógna öryggi nemenda okkar þá er það leið að senda börn heim. Það hefur verið gert í gegnum tíðina þegar vantar starfsfólk og sú fáliðunaráætlun er ekkert að breytast og líklega verða börn oftar send heim.“ Þjónustuskerðing sé því fyrirsjáanleg afleiðing. „Nú er verið að stytta vinnuvikuna hjá öllum innan leikskólans og ef eru mikil veikindi eða vantar starfsfólk fyrir þá þarf að leysa málin með því að senda börnin heim.“ Sigurður Sigurjónsson er formaður félags stjórnenda leikskóla.Aðsend „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur“ Sigurður segir að það sé ósanngjarnt að öll vinnan við útfærslu þessa samningsatriðis dæmist að því er virðist eingöngu á leikskólana. Tveir séu aðilar að samningnum og beri ábyrgð á útfærslu þess sem um var samið. „Þetta er líka verkefni sveitarfélaganna. Ef þetta gengur ekki og ef koma upp hnökrar þá þurfa aðilar að finna leiðir til að leysa þá hnökra. Það er ekki hægt að leggja það á skólana eina að finna leiðir að því að leysa úr þessum hnútum. Sveitarfélögin verða að koma að því líka.“ Sigurður segir að þetta erfiða verkefni hafi jafnvel yfirskyggt viðbrögð leikskólanna við faraldrinum. Það hafi verið jafnvel verið einfaldara verkefni en þetta. „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur. Þegar koma stór verkefni ofan í allt saman þarf ansi mikla þolinmæði til að standa þetta allt af sér.“ Skóla - og menntamál Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
1. janúar tók gildi stytting vinnuvikunnar hjá leikskólum. Í skriflegu svari frá skóla-og frístundasviði borgarinnar segir að flestir leikskólar hafi þegar innleitt 36 stunda vinnuviku. Í nokkrum leikskólum hafi þó ekki verið hægt að innleiða styttinguna til fulls. Fjármagn fylgir ekki styttingunni en í svarinu kemur fram að þjónusta leikskólanna muni ekki skerðast. Sigurður Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda leikskóla, var spurður hvort stytting vinnuvikunnar á leikskólum án fjármagns þýddi ekki annað hvort þjónustuskerðing eða aukið vinnuálag. „Álaginu yrði mætt. Það eru til leiðir sem stjórnendur hafa og það er fáliðunarstefna, sem hún er oft kölluð. Þegar vantar starfsfólk og starfsemin er farin að ógna öryggi nemenda okkar þá er það leið að senda börn heim. Það hefur verið gert í gegnum tíðina þegar vantar starfsfólk og sú fáliðunaráætlun er ekkert að breytast og líklega verða börn oftar send heim.“ Þjónustuskerðing sé því fyrirsjáanleg afleiðing. „Nú er verið að stytta vinnuvikuna hjá öllum innan leikskólans og ef eru mikil veikindi eða vantar starfsfólk fyrir þá þarf að leysa málin með því að senda börnin heim.“ Sigurður Sigurjónsson er formaður félags stjórnenda leikskóla.Aðsend „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur“ Sigurður segir að það sé ósanngjarnt að öll vinnan við útfærslu þessa samningsatriðis dæmist að því er virðist eingöngu á leikskólana. Tveir séu aðilar að samningnum og beri ábyrgð á útfærslu þess sem um var samið. „Þetta er líka verkefni sveitarfélaganna. Ef þetta gengur ekki og ef koma upp hnökrar þá þurfa aðilar að finna leiðir til að leysa þá hnökra. Það er ekki hægt að leggja það á skólana eina að finna leiðir að því að leysa úr þessum hnútum. Sveitarfélögin verða að koma að því líka.“ Sigurður segir að þetta erfiða verkefni hafi jafnvel yfirskyggt viðbrögð leikskólanna við faraldrinum. Það hafi verið jafnvel verið einfaldara verkefni en þetta. „Minn hópur er orðinn svolítið tættur og þreyttur. Þegar koma stór verkefni ofan í allt saman þarf ansi mikla þolinmæði til að standa þetta allt af sér.“
Skóla - og menntamál Kjaramál Reykjavík Vinnumarkaður Börn og uppeldi Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira