Skutu flugeldum á endurnar á Tjörninni Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2021 13:59 Ungir menn hafa gert sér það að leik að undanförnu að skjóta flugeldum og kínverjum að fuglunum sem hafa fundið sér athvarf á Tjörninni í miðborg Reykjavíkur. vísir/hanna Íbúum við Tjörnina er brugðið en ungir menn hafa sést þar við þann ljóta leik að kveikja á flugeldum og kínverjum og beina að fuglalífi sem þar er. Vísir ræddi við einn þeirra sem býr í grennd við Tjörnina sem segir að þetta hafi hent nokkrum sinnum að undanförnu. Í gærkvöldi hafi þrír menn undir tvítugu komið á fínum Lexus-bíl, ekið á móti umferð, stokkið út og leikið þennan leik. Viðmælandi Vísis segist hafa tilkynnt þetta til lögreglu en ekki er um málið getið í dagbók hennar nú í morgun. Íbúinn segir afar sorglegt að horfa uppá þetta sem megi heita nöturleg tómstundariðja og megi jafnvel flokka sem einskonar dýraníð. Ekki fylgir sögunni hvort mennirnir hafi með athæfi sínu náð að meiða fuglana, sem oftast eru kallaðir endurnar á Tjörninni, þó þar finnist fleiri tegundir svo sem svanir og gæsir, en ljóst er að mikil styggð hefur við þennan hávaða og eldglæringar komist í fuglahópinn sem á sér einskis ills von. Að sögn lögreglunnar barst tilkynning um atvik af þessu tagi klukkan rúmlega eitt í nótt. Þegar lögreglu bar að var engin ummerki að sjá og hinir meintu dýraplagar á bak og burt. Í samtali við Vísi segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu nokkuð um tilkynningar þessa efnis; að menn séu að fara gáleysislega með eldfæri en í dag er Þrettándinn og við búið að hrollur sé í skotglöðum. Dýr Flugeldar Lögreglumál Reykjavík Fuglar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1. janúar 2021 18:58 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Vísir ræddi við einn þeirra sem býr í grennd við Tjörnina sem segir að þetta hafi hent nokkrum sinnum að undanförnu. Í gærkvöldi hafi þrír menn undir tvítugu komið á fínum Lexus-bíl, ekið á móti umferð, stokkið út og leikið þennan leik. Viðmælandi Vísis segist hafa tilkynnt þetta til lögreglu en ekki er um málið getið í dagbók hennar nú í morgun. Íbúinn segir afar sorglegt að horfa uppá þetta sem megi heita nöturleg tómstundariðja og megi jafnvel flokka sem einskonar dýraníð. Ekki fylgir sögunni hvort mennirnir hafi með athæfi sínu náð að meiða fuglana, sem oftast eru kallaðir endurnar á Tjörninni, þó þar finnist fleiri tegundir svo sem svanir og gæsir, en ljóst er að mikil styggð hefur við þennan hávaða og eldglæringar komist í fuglahópinn sem á sér einskis ills von. Að sögn lögreglunnar barst tilkynning um atvik af þessu tagi klukkan rúmlega eitt í nótt. Þegar lögreglu bar að var engin ummerki að sjá og hinir meintu dýraplagar á bak og burt. Í samtali við Vísi segir Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu nokkuð um tilkynningar þessa efnis; að menn séu að fara gáleysislega með eldfæri en í dag er Þrettándinn og við búið að hrollur sé í skotglöðum.
Dýr Flugeldar Lögreglumál Reykjavík Fuglar Tengdar fréttir Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35 Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1. janúar 2021 18:58 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Greinanleg aukning í sölu á flugeldum Greinanleg aukning er í sölu á flugeldum í kringum nýliðin áramót að sögn formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 2. janúar 2021 15:35
Sprengdu flugelda í gufubaðsaðstöðu sundlaugar í Kópavogi Einhver eignaspjöll urðu í sundlaug í Kópavogi í nótt en búið var að sprengja flugelda í gufubaðsaðstöðu laugarinnar. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Ekki er ljóst í hvaða sundlaug flugeldasprengingarnar fóru fram. 1. janúar 2021 18:58