Öll nema eitt á heimleið frá Póllandi Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 6. janúar 2021 16:48 Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna. Vísir/Egill Öll sem greindust með veiruna á landamærum í dag eru búsett á Íslandi og voru öll nema eitt á heimleið frá Póllandi. Yfirmaður smitrakningateymis almannavarna segir þessar sveiflur á landamærum viðbúnar þegar fólk snýr heim til Íslands eftir hátíðarnar. Átján greindust með veiruna á landamærum í gær og voru tólf með virkt smit en mótefnamælingar er beðið í tilviki sex. Ekki hafa svo margir greinst með virkt smit í fyrri landamæraskimun síðan í október og nýgengi landamærasmita er nú 21,3, hærra en nýgengi innanlandssmita í fyrsta sinn síðan í júlí. Jóhann Björn Skúlason yfirmaður smitrakningateymis almannavarna sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að öll átján sem greinst hefðu í gær væru búsett hér á landi. Öll nema eitt hefðu verið að koma frá Póllandi. „Þetta er að því er virðist fólk sem búsett er hér á landi. En það var svosem ekkert óviðbúið að margir væru að skila sér heim eftir hátíðarnar. […] Það er mikið um smit í öllum löndum í kringum okkur og viðbúið að við sjáum svona sveiflu í greiningum á landamærunum,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Í haust var talsvert um að fólk á heimleið frá Póllandi greindist með veiruna á landamærunum. Nokkrir stórir hópar greindust í október. Fylgjast grannt með breska afbrigðinu Tuttugu og tveir hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar hér á landi frá miðjum desember. „Við fylgjumst grannt með breska afbrigðinu og erum vakandi fyrir því að fylgjast með hvort verði útbreiðsla þar. Og eins og er sjáum við ekki að það sé að breiðast út í samfélagið, það er bara bundið við þessi landamærasmit sem hafa komið upp,“ segir Jóhann. Smitrakningateymið sé sérstaklega vakandi fyrir afbrigðinu. „Fólk fær þær leiðbeiningar um að fara í einangrun og oft og tíðum fer fólk í sóttvarnahúsið. Þannig að við erum að reyna að fylgja því strangt eftir að þessi einangrun sé markviss og raunveruleg.“ Þá segir Jóhann að smitrakning um hátíðarnar hafi gengið vel og tekist að rekja flest smit. „Við erum ekki að skynja neitt annað en að allir séu að fara eftir [reglum] og gefa greinargóðar upplýsingar. Þannig að öll vinnan hjá okkur hefur bara gengið mjög vel. […] Svo er það líka þannig að við erum komin með talsvert mikla reynslu svo vinnan er að ganga mjög vel.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Átján greindust með veiruna á landamærum í gær og voru tólf með virkt smit en mótefnamælingar er beðið í tilviki sex. Ekki hafa svo margir greinst með virkt smit í fyrri landamæraskimun síðan í október og nýgengi landamærasmita er nú 21,3, hærra en nýgengi innanlandssmita í fyrsta sinn síðan í júlí. Jóhann Björn Skúlason yfirmaður smitrakningateymis almannavarna sagði í samtali við Ríkisútvarpið í dag að öll átján sem greinst hefðu í gær væru búsett hér á landi. Öll nema eitt hefðu verið að koma frá Póllandi. „Þetta er að því er virðist fólk sem búsett er hér á landi. En það var svosem ekkert óviðbúið að margir væru að skila sér heim eftir hátíðarnar. […] Það er mikið um smit í öllum löndum í kringum okkur og viðbúið að við sjáum svona sveiflu í greiningum á landamærunum,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Í haust var talsvert um að fólk á heimleið frá Póllandi greindist með veiruna á landamærunum. Nokkrir stórir hópar greindust í október. Fylgjast grannt með breska afbrigðinu Tuttugu og tveir hafa nú greinst með hið svokallaða breska afbrigði veirunnar hér á landi frá miðjum desember. „Við fylgjumst grannt með breska afbrigðinu og erum vakandi fyrir því að fylgjast með hvort verði útbreiðsla þar. Og eins og er sjáum við ekki að það sé að breiðast út í samfélagið, það er bara bundið við þessi landamærasmit sem hafa komið upp,“ segir Jóhann. Smitrakningateymið sé sérstaklega vakandi fyrir afbrigðinu. „Fólk fær þær leiðbeiningar um að fara í einangrun og oft og tíðum fer fólk í sóttvarnahúsið. Þannig að við erum að reyna að fylgja því strangt eftir að þessi einangrun sé markviss og raunveruleg.“ Þá segir Jóhann að smitrakning um hátíðarnar hafi gengið vel og tekist að rekja flest smit. „Við erum ekki að skynja neitt annað en að allir séu að fara eftir [reglum] og gefa greinargóðar upplýsingar. Þannig að öll vinnan hjá okkur hefur bara gengið mjög vel. […] Svo er það líka þannig að við erum komin með talsvert mikla reynslu svo vinnan er að ganga mjög vel.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Pólland Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44 Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Fleiri fréttir Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Sjá meira
Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52
Breytt forgangsröðun: Sjötíu ára og eldri bólusettir næst Fólk sem er sjötíu ára og eldra er í næsta forgangshópi og fær næstu bólusetningar. Í hópnum eru um 34 þúsund manns. Samkvæmt dreifingaráætlunum lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund einstaklinga á fyrsta ársfjórðungi og geta aðrir því sennilega ekki búist við bólusetningu fyrr en eftir mars. 6. janúar 2021 13:44
Mögulegt að slaka á takmörkunum ef vel gengur á landamærunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist telja að tækifæri til slökunar á samkomutakmörkunum innanlands gætu verið fyrir hendi, takist að halda utanaðkomandi veirustofnum í skefjum með landamæraskimun. 5. janúar 2021 17:54