Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Anton Ingi Leifsson skrifar 6. janúar 2021 22:14 Guðmundur gefur skipanir á EM í janúar 2020. Jan Christiansen/Getty Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. Alexander varð fyrir fólskulegru broti í byrjun leiksins. Victor Alvarez fór illa í Alexander á 3. mínútu og mínútu síðar barði Joao Ferraz Alexander einfaldlega í jörðina. Lék hægri skyttan ekkert eftir þetta og Guðmundur Guðmundsson var allt annað en sáttur með að þetta hefði bara verið tveggja mínútna brottvísun í viðtali við RÚV eftir leikinn. „Ég get bara ekki dæmt um það. En það er náttúrulega bara skandall að það skuli ekki vera gefið rautt spjald hér. Þetta er bara líkamsárás og ekkert annað. Það þarf nú mikið til að kýla Alexander Petersson út úr leik. Það get ég sagt þér. Ég veit ekkert með stöðuna á honum. Við tókum enga sénsa. Honum leið illa. Ég vona það bara að hann jafni sig núna á næstu dögum vegna þess að við þurfum auðvitað á honum að halda,“ sagði Guðmundur og hellti sér svo næst í leikinn sjálfan. „Mér fannst í síðari hálfleik eiginlega vera allir möguleikar í stöðunni, en við klúðruðum tveimur vítaköstum, hraðaupphlaupi og dauðafæri. Það er bara of mikið til að fá hagstæð úrslit.“ Guðmundur var ekki alveg sammála því að sóknarleikur íslenska liðsins hafi verið stirður í byrjun. Hann segir að lagt hafi verið upp með ákveðið plan og það hafi gengi ágætlega en þó hafi verið hægt að gera betur eins og sást í síðari hálfleik. „Stirður eða ekki stirður. Við vorum bara með ákveðna uppstillingu í byrjun. Það gekk svona ýmislegt ágætlega. En það er rétt að boltinn hefði kannski mátt ganga betur. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að fá meira flot á boltann og slíta þá aðeins betur í sundur, sem við gerðum í síðari hálfleik. „Síðari hálfleikurinn var betri sóknarlega. En það er hins vegar þannig að við sköpuðum okkur færi í þessum leik og hefðum auðveldlega getað farið héðan með eitt eða tvö stig ef við hefðum bara farið aðeins betur með þessi færi sem við sköpuðum okkur.“ Handbolti EM 2022 í handbolta Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Alexander varð fyrir fólskulegru broti í byrjun leiksins. Victor Alvarez fór illa í Alexander á 3. mínútu og mínútu síðar barði Joao Ferraz Alexander einfaldlega í jörðina. Lék hægri skyttan ekkert eftir þetta og Guðmundur Guðmundsson var allt annað en sáttur með að þetta hefði bara verið tveggja mínútna brottvísun í viðtali við RÚV eftir leikinn. „Ég get bara ekki dæmt um það. En það er náttúrulega bara skandall að það skuli ekki vera gefið rautt spjald hér. Þetta er bara líkamsárás og ekkert annað. Það þarf nú mikið til að kýla Alexander Petersson út úr leik. Það get ég sagt þér. Ég veit ekkert með stöðuna á honum. Við tókum enga sénsa. Honum leið illa. Ég vona það bara að hann jafni sig núna á næstu dögum vegna þess að við þurfum auðvitað á honum að halda,“ sagði Guðmundur og hellti sér svo næst í leikinn sjálfan. „Mér fannst í síðari hálfleik eiginlega vera allir möguleikar í stöðunni, en við klúðruðum tveimur vítaköstum, hraðaupphlaupi og dauðafæri. Það er bara of mikið til að fá hagstæð úrslit.“ Guðmundur var ekki alveg sammála því að sóknarleikur íslenska liðsins hafi verið stirður í byrjun. Hann segir að lagt hafi verið upp með ákveðið plan og það hafi gengi ágætlega en þó hafi verið hægt að gera betur eins og sást í síðari hálfleik. „Stirður eða ekki stirður. Við vorum bara með ákveðna uppstillingu í byrjun. Það gekk svona ýmislegt ágætlega. En það er rétt að boltinn hefði kannski mátt ganga betur. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að fá meira flot á boltann og slíta þá aðeins betur í sundur, sem við gerðum í síðari hálfleik. „Síðari hálfleikurinn var betri sóknarlega. En það er hins vegar þannig að við sköpuðum okkur færi í þessum leik og hefðum auðveldlega getað farið héðan með eitt eða tvö stig ef við hefðum bara farið aðeins betur með þessi færi sem við sköpuðum okkur.“
Handbolti EM 2022 í handbolta Mest lesið Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira