Óvissa um Alexander sem er enn aumur í höfðinu Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2021 12:00 Alexander Petersson hefur harkað jafnvel kjálkabrot af sér en varð að fara af velli í gær eftir þungt höfuðhögg. EPA/ANDREAS HILLERGREN „Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram,“ segir Guðmundur Guðmundsson um Alexander Petersson. Hann sé enn aumur í höfðinu eftir brotið fólskulega í gær og framhaldið hjá honum sé óljóst. Alexander fór meiddur af velli eftir tvö höfuðhögg snemma leiks gegn Portúgal í gær, í svekkjandi 26-24 tapi Íslands í undankeppni EM í handbolta. Liðin mætast að nýju á Ásvöllum kl. 16 á sunnudaginn og með þriggja marka sigri getur Ísland komið sér í algjöra kjörstöðu í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Breytir hópnum fyrir sunnudag Guðmundur segir ljóst að hann muni gera breytingu eða breytingar á íslenska hópnum fyrir leikinn á sunnudag en hann vilji þó halda því leyndu um sinn hverjar þær verði. Staðan sé óljós varðandi fleiri leikmenn en Alexander. „Það er eitt og annað að valda okkur ákveðnum heilabrotum en ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessari stundu,“ segir Guðmundur en hann var þá á leið upp í flugvél í Portúgal, heimleiðis til Íslands með viðkomu í Hollandi. Íslenski hópurinn lendir í Keflavík í kvöld. „Við erum á ferðalagi í allan dag og á morgun vitum við kannski meira. En þetta brot á Alexander er með því ljótara sem ég hef séð í mörg, mörg ár,“ segir Guðmundur. „Hann er bara með hausverk og ekki nógu góður í dag. Hann fékk svo svakalegt höfuðhögg og er aumur alveg öðru megin í höfðinu. Þetta var fólskubrot og við verðum að sjá hvað gerist í dag og hvort að þetta jafni sig,“ segir Guðmundur. „Þetta leit mjög illa út“ Aðspurður hvort hann telji að Portúgalar hafi hreinlega ætlað sér að lemja Alexander úr leik kveðst Guðmundur ekki vilja ganga svo langt: „Ég vil ekki ætla mönnum það. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En þetta leit mjög illa út. Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram og mér fannst þetta vera mjög gróft.“ Ýmir Örn Gíslason í baráttu við Rui Silva í Portúgal í gærkvöld.EPA/ESTELA SILVA Margt mjög gott viku fyrir HM Í dag er vika þar til að Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi sem, eins merkilegt og það nú er, er einmitt gegn Portúgal. Liðið er og verður án Arons Pálmarssonar á mótinu en leikurinn í gær ætti að hafa gefið Guðmundi einhver svör um stöðuna á liðinu og hvers megi vænta af því á HM: „Já, við spiluðum ágætis leik í gær. Það var margt mjög gott. Vörnin var góð, við fengum markvörslu í seinni hálfleik. Það sem var kannski slysalegt er, eða leikurinn tapast á, að við misnotum þrjú víti, þó við næðum reyndar einu frákasti, og á stuttum kafla í seinni hálfleik fara tvö víti, hraðaupphlaup og tvö dauðafæri í súginn. Við töpum svo leiknum með tveimur mörkum. En það var margt jákvætt,“ segir Guðmundur. HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Alexander fór meiddur af velli eftir tvö höfuðhögg snemma leiks gegn Portúgal í gær, í svekkjandi 26-24 tapi Íslands í undankeppni EM í handbolta. Liðin mætast að nýju á Ásvöllum kl. 16 á sunnudaginn og með þriggja marka sigri getur Ísland komið sér í algjöra kjörstöðu í baráttunni um efsta sæti riðilsins. Breytir hópnum fyrir sunnudag Guðmundur segir ljóst að hann muni gera breytingu eða breytingar á íslenska hópnum fyrir leikinn á sunnudag en hann vilji þó halda því leyndu um sinn hverjar þær verði. Staðan sé óljós varðandi fleiri leikmenn en Alexander. „Það er eitt og annað að valda okkur ákveðnum heilabrotum en ég er ekki tilbúinn að tjá mig um það á þessari stundu,“ segir Guðmundur en hann var þá á leið upp í flugvél í Portúgal, heimleiðis til Íslands með viðkomu í Hollandi. Íslenski hópurinn lendir í Keflavík í kvöld. „Við erum á ferðalagi í allan dag og á morgun vitum við kannski meira. En þetta brot á Alexander er með því ljótara sem ég hef séð í mörg, mörg ár,“ segir Guðmundur. „Hann er bara með hausverk og ekki nógu góður í dag. Hann fékk svo svakalegt höfuðhögg og er aumur alveg öðru megin í höfðinu. Þetta var fólskubrot og við verðum að sjá hvað gerist í dag og hvort að þetta jafni sig,“ segir Guðmundur. „Þetta leit mjög illa út“ Aðspurður hvort hann telji að Portúgalar hafi hreinlega ætlað sér að lemja Alexander úr leik kveðst Guðmundur ekki vilja ganga svo langt: „Ég vil ekki ætla mönnum það. Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni. En þetta leit mjög illa út. Það var ekki séns að hann gæti spilað áfram og mér fannst þetta vera mjög gróft.“ Ýmir Örn Gíslason í baráttu við Rui Silva í Portúgal í gærkvöld.EPA/ESTELA SILVA Margt mjög gott viku fyrir HM Í dag er vika þar til að Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi sem, eins merkilegt og það nú er, er einmitt gegn Portúgal. Liðið er og verður án Arons Pálmarssonar á mótinu en leikurinn í gær ætti að hafa gefið Guðmundi einhver svör um stöðuna á liðinu og hvers megi vænta af því á HM: „Já, við spiluðum ágætis leik í gær. Það var margt mjög gott. Vörnin var góð, við fengum markvörslu í seinni hálfleik. Það sem var kannski slysalegt er, eða leikurinn tapast á, að við misnotum þrjú víti, þó við næðum reyndar einu frákasti, og á stuttum kafla í seinni hálfleik fara tvö víti, hraðaupphlaup og tvö dauðafæri í súginn. Við töpum svo leiknum með tveimur mörkum. En það var margt jákvætt,“ segir Guðmundur.
HM 2021 í handbolta EM 2022 í handbolta Tengdar fréttir Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00 Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30 Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14 Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21 Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Sjá meira
Byrjaði að verja eftir sýnikennslu í markvörslu frá Gumma Gumm Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark íslenska handboltalandsliðsins gegn því portúgalska í undankeppni EM 2022 í gær. 7. janúar 2021 11:00
Elvar fékk langhæstu einkunnina hjá HB Statz í gærkvöldi Elvar Örn Jónsson var langbesti leikmaður íslenska landsliðsins í tapinu á móti Portúgal í gær ef marka má tölfræðisamantekt HB Statz. 7. janúar 2021 10:30
Landsliðsþjálfarinn sagði að Alexander hefði orðið fyrir líkamsárás Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki ánægður með brotið sem varð til þess að Alexander Petersson spilaði einungis nokkrar mínútur í leiknum gegn Portúgal í kvöld. 6. janúar 2021 22:14
Umfjöllun: Portúgal - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í Matosinhos Ísland tapaði með tveggja marka mun, 26-24, fyrir Portúgal á útivelli í undankeppni EM 2022 í kvöld. 6. janúar 2021 21:21