Ýti undir umræðu að lögregla sé hliðholl svona öflum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2021 13:01 Mótmælendur hliðhollir Donald Trump ræða við lögreglu í bandaríska þinghúsinu í gær. Getty Images/Win McNamee Utanríkisráðherra segir það hafa verið ógnvekjandi að horfa á myndir af atburðunum í Washington í gær. Þeir sem réðust inn í þingið séu óþjóðalýður og að viðbrögð Donalds Trumps hafi ekki staðist væntingar. Stjórnmálafræðingur segir það hafa komið á óvart hver óundirbúin löggæsluyfirvöld voru þrátt fyrir að það hafi mátt blasa við í hvað stefndi. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það hafi verið ógnvekjandi að fylgjast með atburðunum í gær. „En það sem er er gott í þessu er það að forystumenn í stjórnmálum upp til hópa brugðust allir rétt við.“ Á ögurstundum sem þessari þegar verja þurfi lýðræðislegar stofnanir sé mikilvægt að leiðtogar geri allt sem þeir geti til að svo megi verða og bregðist hratt við. Guðlaugur Þór segir Trump ekki hafa staðist prófið.Vísir/Vilhelm „En það eru ekki allir sem stóðust það próf,“ segir Guðlaugur og vísar í viðbrögð og aðgerðir Donalds Trump, fráfarandi forseta. „Þær stóðust ekki væntinar sem við gerum til lýðræðislegra forystumanna.“ Það sé fullkomnlega eðlilegt að mótmæla með friðsömum hætti. „Þeir sem ráðast inn í stofnanir með ofbeldi er einfaldlega óþjóðalýður“ Hann voni að þetta hafi verið einstakur atburður. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir það eiga eftir að koma í ljós hvort um sé að ræða einstakan atburð eða hvort atburðurinn gefi tóninn um áframhaldandi menningarátök í Bandaríkjunum. „Það á bara eftir að koma í ljós hvort nýjum stjórnvöldum þar takist að lægja þær öldur eða hvort þær magnist og það brjóstist út enn frekari skærur.“ Eiríkur Bergmann undrast hve auðveldlega mótmælendur hafi komist inn í þinghúsið.Vísir Innrásarmúgurinn hafi fyrst og fremst farið af stað með þessum hætti til að reyna koma í veg fyrir að niðurstaða kosninganna verði virtar. „Og þrátt fyrir að kannski þetta fólk beri ekki í brjósti mjög mikla von um að breyta þessari niðrustöðu í nóvember þá er það að syna óánæju sína í verki með þessari árás. „Þetta er auðvitað bara hernaðarlegt ástand sem er komið upp í Bandaríkjunum.“ Það hafi komið honum á óvart hversu langt þetta gekk í gær og hve óundirbúin löggæsluyfirvöld voru þrátt fyrir að það hafi mátt blasa við í hvað stefndi. „Hversu langt mönnum var leyft að ganga án þess að lögregla skærist almennilega í leikinn. Það mun ekki gera neitt til að draga úr þeirri umræðu og gagnrýni á umræðuna að hluti hennar sé hliðholl öflum á borð við þessi.“ Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Utanríkismál Tengdar fréttir „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það hafi verið ógnvekjandi að fylgjast með atburðunum í gær. „En það sem er er gott í þessu er það að forystumenn í stjórnmálum upp til hópa brugðust allir rétt við.“ Á ögurstundum sem þessari þegar verja þurfi lýðræðislegar stofnanir sé mikilvægt að leiðtogar geri allt sem þeir geti til að svo megi verða og bregðist hratt við. Guðlaugur Þór segir Trump ekki hafa staðist prófið.Vísir/Vilhelm „En það eru ekki allir sem stóðust það próf,“ segir Guðlaugur og vísar í viðbrögð og aðgerðir Donalds Trump, fráfarandi forseta. „Þær stóðust ekki væntinar sem við gerum til lýðræðislegra forystumanna.“ Það sé fullkomnlega eðlilegt að mótmæla með friðsömum hætti. „Þeir sem ráðast inn í stofnanir með ofbeldi er einfaldlega óþjóðalýður“ Hann voni að þetta hafi verið einstakur atburður. Stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann segir það eiga eftir að koma í ljós hvort um sé að ræða einstakan atburð eða hvort atburðurinn gefi tóninn um áframhaldandi menningarátök í Bandaríkjunum. „Það á bara eftir að koma í ljós hvort nýjum stjórnvöldum þar takist að lægja þær öldur eða hvort þær magnist og það brjóstist út enn frekari skærur.“ Eiríkur Bergmann undrast hve auðveldlega mótmælendur hafi komist inn í þinghúsið.Vísir Innrásarmúgurinn hafi fyrst og fremst farið af stað með þessum hætti til að reyna koma í veg fyrir að niðurstaða kosninganna verði virtar. „Og þrátt fyrir að kannski þetta fólk beri ekki í brjósti mjög mikla von um að breyta þessari niðrustöðu í nóvember þá er það að syna óánæju sína í verki með þessari árás. „Þetta er auðvitað bara hernaðarlegt ástand sem er komið upp í Bandaríkjunum.“ Það hafi komið honum á óvart hversu langt þetta gekk í gær og hve óundirbúin löggæsluyfirvöld voru þrátt fyrir að það hafi mátt blasa við í hvað stefndi. „Hversu langt mönnum var leyft að ganga án þess að lögregla skærist almennilega í leikinn. Það mun ekki gera neitt til að draga úr þeirri umræðu og gagnrýni á umræðuna að hluti hennar sé hliðholl öflum á borð við þessi.“
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Forsetakosningar í Bandaríkjunum Utanríkismál Tengdar fréttir „Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37 Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10 Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Munið þennan dag að eilífu“ Undir lok baráttufundar Donalds Trump, fráfarandi forseta, við Hvíta húsið í gær, sagði hann stuðningsmönnum sínum að berjast til að bjarga landi þeirra. Nú væri tíminn til að sýna styrk. 7. janúar 2021 11:37
Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu vekja furðu Viðbúnaður og viðbrögð lögreglu Bandaríkjaþings við áhlaupi æstra stuðningsmanna Donalds Trump, forseta, á þinghúsið í gær hafa vakið mikla furðu meðal þingmanna og sérfræðinga. Þingmenn hafa þegar heitið því að rannsaka störf lögreglunnar og með stjórn á báðum deildum þingsins eru Demókratar í stöðu til að gera breytingar. 7. janúar 2021 09:10
Fjórir látnir eftir árásina á þinghúsið Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir óeirðirnar við þinghús Bandaríkjaþings í Washington DC í gær. 7. janúar 2021 07:02