Starfsfólk í heilbrigðis- og umönnunarstörfum heiðrað á árinu 2021 Heimsljós 7. janúar 2021 14:11 WHO/G. Soupe Sameinuðu þjóðirnar helga árið 2021 meðal annars heilbrigðis- og umönnunarstarfsfólki, friði og trausti og stefna á að útrýma barnavinnu. Um áratugaskeið hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað ár og jafnvel áratugi tilteknum málefnum í þeim tilgangi að vekja athygli á þjóðþrifamálum og hvetja til alþjóðlegra aðgerða. Nýhafið ár, 2021, er ár friðar og trausts, skapandi hagkerfis, heilbrigðis- og umönnunarstarfsfólks, ávaxta og grænmetis og útrýmingar barnavinnu, á vettvangi hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að óneitanlega sé viðeigandi að heiðra starfsfólk í heilbrigðis- og umönnunargeiranum með því að helga þeim árið 2021. „Alþjóða heilbrigðismálaþingið ákvað á síðasta ári að gera það sem viðurkenningu við fórnfýsi starfsfólks í þessum geirum fremst í víglínunni í COVID-19 faraldrinum,“ segir í fréttinni. Hins vegar er þetta ekki eina alþjóðlega árið á vegum Sameinuðu þjóðanna. FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun samtakanna hefur lýst 2021 alþjóðlegt ár ávaxta og grænmetis. Markmiðið er að vekja athygli á því hversu ávextir og grænmeti eru næringarrík og neysla þeirra heilsusamleg. Jafnframt er skorin upp herör gegn sóun á ávöxtum og grænmeti í fæðukerfinu. Þá mun Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) beina kastljósinu að barnavinnu á alþjóðlegu ári upprætingar barnavinnu 2021. Sérstaklega er vakin athygli á því að COVID-19 faraldurinn ýti enn fleiri börnum á vinnumarkaðinn. 2021 er einnig: Alþjóðlegt ár friðar og trausts Alþjóðlegt ár skapandi hagkerfis í þágu sjálfbærrar þróunar Alþjóðlegt ár öryggismenningar í flugi Venjulega eru það eitt eða fleiri aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem leggja til að helga tiltekið ár ákveðnu málefni. Tillaga er síðan lögð fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á hinn bóginn getur slíkt gerst á vettvangi einstakra stofnana á vegum samtakanna. Eftirfarandi áratugir helgaðir málefnum hefjast 2021 og lýkur 2030: Áratugur Sameinuðu þjóðanna um hafrannsóknir í þágu sjálfbærrar þróunar Áratugur Sameinuðu þjóðanna um endurreisn vistkerfa Áratugur Sameinuðu þjóðanna um heilbrigða öldrun Annar áratugur aðgerða í þágu umferðaröryggis Fjórði alþjóðlegi áratugur upprætingar nýlendustefnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent
Um áratugaskeið hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað ár og jafnvel áratugi tilteknum málefnum í þeim tilgangi að vekja athygli á þjóðþrifamálum og hvetja til alþjóðlegra aðgerða. Nýhafið ár, 2021, er ár friðar og trausts, skapandi hagkerfis, heilbrigðis- og umönnunarstarfsfólks, ávaxta og grænmetis og útrýmingar barnavinnu, á vettvangi hinna ýmsu stofnana Sameinuðu þjóðanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNRIC) segir að óneitanlega sé viðeigandi að heiðra starfsfólk í heilbrigðis- og umönnunargeiranum með því að helga þeim árið 2021. „Alþjóða heilbrigðismálaþingið ákvað á síðasta ári að gera það sem viðurkenningu við fórnfýsi starfsfólks í þessum geirum fremst í víglínunni í COVID-19 faraldrinum,“ segir í fréttinni. Hins vegar er þetta ekki eina alþjóðlega árið á vegum Sameinuðu þjóðanna. FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnun samtakanna hefur lýst 2021 alþjóðlegt ár ávaxta og grænmetis. Markmiðið er að vekja athygli á því hversu ávextir og grænmeti eru næringarrík og neysla þeirra heilsusamleg. Jafnframt er skorin upp herör gegn sóun á ávöxtum og grænmeti í fæðukerfinu. Þá mun Alþjóða vinnumálastofnunin (ILO) beina kastljósinu að barnavinnu á alþjóðlegu ári upprætingar barnavinnu 2021. Sérstaklega er vakin athygli á því að COVID-19 faraldurinn ýti enn fleiri börnum á vinnumarkaðinn. 2021 er einnig: Alþjóðlegt ár friðar og trausts Alþjóðlegt ár skapandi hagkerfis í þágu sjálfbærrar þróunar Alþjóðlegt ár öryggismenningar í flugi Venjulega eru það eitt eða fleiri aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sem leggja til að helga tiltekið ár ákveðnu málefni. Tillaga er síðan lögð fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Á hinn bóginn getur slíkt gerst á vettvangi einstakra stofnana á vegum samtakanna. Eftirfarandi áratugir helgaðir málefnum hefjast 2021 og lýkur 2030: Áratugur Sameinuðu þjóðanna um hafrannsóknir í þágu sjálfbærrar þróunar Áratugur Sameinuðu þjóðanna um endurreisn vistkerfa Áratugur Sameinuðu þjóðanna um heilbrigða öldrun Annar áratugur aðgerða í þágu umferðaröryggis Fjórði alþjóðlegi áratugur upprætingar nýlendustefnu. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Heilbrigðismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent