Árásin á lýðræðið Guðmundur Auðunsson skrifar 7. janúar 2021 17:32 Það var komið að því. Andstæðingar sigurvegara forsetakosninganna höfðu flykkst þúsundum saman til höfuðborgarinnar. Bræðin sauð í fólki. Pólitískir leiðtogar þeirra og frambjóðandi æstu múginn áfram með tilfinningafullum ræðum um að kosningunum hefði verið stolið. Á kosninganóttina hafði þetta lofað góðu. Fyrstu atkvæðatölur höfðu sýnt fram á góðan árangur í kosningunum. Þegar síðustu atkvæðin höfðu verið talin jókst forskot andstæðingsins til muna og hann lýstur sigurvegari, enda komu síðustu atkvæðin sem talin voru frá svæðum sem hann var sterkur. Það hlutu að vera brögð í tafli. Kosningunum hafði verið stolið frá þeirra manni. Nú var múgurinn búinn að fá nóg. Nú skildi grípa til alvöru aðgerða. Ráðist var af hörku inn í byggingu valdsins þar sem lögreglan réði ekki við neitt. Múgurinn vissi að réttlætið væri þeirra megin. Kosningunum hafði verið stolið af andstæðingunum. Á meðan þessu fór fram fylgdust stuðningsmenn sigurvegarans með atburðunum úr fjarska. Þau trúðu varla því sem var að gerast. Kosningar höfðu farið fram, fólkið hafði talað og kosið þeirra mann. Heimsbyggðin fylgdist líka með. Erlendir fjölmiðlar voru uppfullir af viðburðunum, þessari nöktu tilraun til valdaráns til að hindra vilja fólksins. Fasískir óeirðarseggir fóru um allt með ofbeldi og heimtuðu völdin. Stuðningsmenn sigurvegarans trúðu því auðvitað ekki að þessi fasíska valdaránstilraun myndi takast, heimsbyggðin myndi mótmæla og vilja fólksins framfylgt. Huh, nei. Heimsbyggðin klappaði og klappaði fyrir fasísku valdaræningjunum. Herinn greip inn í og tók völdin frá fólkinu. Við erum nefnilega ekki að tala um atburðina í Washington, DC þann 6. janúar 2021, heldur í Bólivíu í október 2019. Þar gerði fasískur múgur líka tilraun til valdaráns og ólíkt tilrauninni í Bandaríkjunum þá tókst valdaránið, allavega tímabundið. Og heimurinn klappaði. Húrra fyrir valdaræningjunum, þeir „björguðu“ lýðræðinu. Enda var sigurvegari forsetakosninganna í Bólivíu sósíalistinn Evo Morales og hann var ekki í tísku hjá valdamönnum í Norður Ameríku og Evrópu. Framhaldið þekkja flestir. Ofbeldisstjórn valdaræningjanna tók völdin, ofsótti stuðningsmenn forsetans sem fólkið kaus og reyndi allt til þess að halda völdum. En fólkið hafði sigur að lokum, þó Morales væri bannað að bjóða sig fram unnu stuðningsmenn hans stórsigur í forsetakosningunum síðastliðið haust og eru aftur komnir til valda. Var þá endanlega ljóst að aldrei var svindlað í kosningunum, það sem einfaldlega gerðist var að tapararnir náðu völdum með ofbeldi. Sem betur fer eru takmörk fyrir því hversu lengi hægt er að halda fólkinu niðri. Ástæðan fyrir því að ég er að rifja þessa sögu frá Bólivíu upp er augljós. Við horfðum á svipaða hluti gerast í Bandaríkjunum. Æstur múgur fasista réðist inn í þinghúsið meðan lögreglan sat hjá og reyndi að ræna völdum. Sem betur fer var valdaránstilraunin í skötulíki og lýðræðislegur vilji fólksins hafði betur. Og það merkilega er að nú hafði heimsbyggðin litla samúð með valdaræningjunum og allir þeir fjölmiðlar sem höfðu fagnað valdaráninu í Bólivíu lögðust gegn valdaránstilrauninni í Bandaríkjunum. Batnandi mönnum er auðvitað best að lifa en það er merkilegt að þegar valdarán eru gerð með stuðningi hinnar kapítalísku ráðastéttar er ávallt klappað og talað um að „lýðræðið hafi sigrað“. Við skulum vona að við getum lært af þessu öllu. Ekki eru öll mótmæli gerð af sömu forsendum. Það er merkilegt að þegar kúgaðir hópar í Bandaríkjunum rísa upp gegn kúguninni undir fána Black Lives Matter (BLM) hreyfingarinnar þá grípur lögreglan harkalega inn í. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir, táragasi og óeirðarlögreglu er hiklaust beitt. En þegar óður skríll fasista, eggjuðum áfram að Donald Trump Bandaríkjaforseta, veður uppi og ræðst inn í þinghúsið þá er óeirðarlöggurnar hvergi að sjá. Þær komu ekki fyrr en seinna þegar skaðinn var skeður. Aðeins nokkrar hræður voru handteknar, jafnvel þó margir hafi verið vopnaðir. Á meðan tóku lögreglumenn í þinghúsinu „selfís“ með fasistunum og forsetinn sagðist elska þá. Ímyndið ykkur hvað hefði gerst ef mótmælendur BLM og Antifa hefðu ráðist á þinghúsið þá hefði sko verið skotið úr byssum. Enda eru þeir hópar ógnun við vald kapítalistanna meðan fasistarnir vinna skítverkin fyrir þá. Þeir gengu hins vegar of langt þegar þeir réðust á þinghúsið og fá nú skamm, skamm frá elítunni og þessar fáu hræður sem handteknar hafa verið verða líklega náðaðir af forsetanum, enda „gott fólk“ svo vitnað sé í forsetann. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Guðmundur Auðunsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Það var komið að því. Andstæðingar sigurvegara forsetakosninganna höfðu flykkst þúsundum saman til höfuðborgarinnar. Bræðin sauð í fólki. Pólitískir leiðtogar þeirra og frambjóðandi æstu múginn áfram með tilfinningafullum ræðum um að kosningunum hefði verið stolið. Á kosninganóttina hafði þetta lofað góðu. Fyrstu atkvæðatölur höfðu sýnt fram á góðan árangur í kosningunum. Þegar síðustu atkvæðin höfðu verið talin jókst forskot andstæðingsins til muna og hann lýstur sigurvegari, enda komu síðustu atkvæðin sem talin voru frá svæðum sem hann var sterkur. Það hlutu að vera brögð í tafli. Kosningunum hafði verið stolið frá þeirra manni. Nú var múgurinn búinn að fá nóg. Nú skildi grípa til alvöru aðgerða. Ráðist var af hörku inn í byggingu valdsins þar sem lögreglan réði ekki við neitt. Múgurinn vissi að réttlætið væri þeirra megin. Kosningunum hafði verið stolið af andstæðingunum. Á meðan þessu fór fram fylgdust stuðningsmenn sigurvegarans með atburðunum úr fjarska. Þau trúðu varla því sem var að gerast. Kosningar höfðu farið fram, fólkið hafði talað og kosið þeirra mann. Heimsbyggðin fylgdist líka með. Erlendir fjölmiðlar voru uppfullir af viðburðunum, þessari nöktu tilraun til valdaráns til að hindra vilja fólksins. Fasískir óeirðarseggir fóru um allt með ofbeldi og heimtuðu völdin. Stuðningsmenn sigurvegarans trúðu því auðvitað ekki að þessi fasíska valdaránstilraun myndi takast, heimsbyggðin myndi mótmæla og vilja fólksins framfylgt. Huh, nei. Heimsbyggðin klappaði og klappaði fyrir fasísku valdaræningjunum. Herinn greip inn í og tók völdin frá fólkinu. Við erum nefnilega ekki að tala um atburðina í Washington, DC þann 6. janúar 2021, heldur í Bólivíu í október 2019. Þar gerði fasískur múgur líka tilraun til valdaráns og ólíkt tilrauninni í Bandaríkjunum þá tókst valdaránið, allavega tímabundið. Og heimurinn klappaði. Húrra fyrir valdaræningjunum, þeir „björguðu“ lýðræðinu. Enda var sigurvegari forsetakosninganna í Bólivíu sósíalistinn Evo Morales og hann var ekki í tísku hjá valdamönnum í Norður Ameríku og Evrópu. Framhaldið þekkja flestir. Ofbeldisstjórn valdaræningjanna tók völdin, ofsótti stuðningsmenn forsetans sem fólkið kaus og reyndi allt til þess að halda völdum. En fólkið hafði sigur að lokum, þó Morales væri bannað að bjóða sig fram unnu stuðningsmenn hans stórsigur í forsetakosningunum síðastliðið haust og eru aftur komnir til valda. Var þá endanlega ljóst að aldrei var svindlað í kosningunum, það sem einfaldlega gerðist var að tapararnir náðu völdum með ofbeldi. Sem betur fer eru takmörk fyrir því hversu lengi hægt er að halda fólkinu niðri. Ástæðan fyrir því að ég er að rifja þessa sögu frá Bólivíu upp er augljós. Við horfðum á svipaða hluti gerast í Bandaríkjunum. Æstur múgur fasista réðist inn í þinghúsið meðan lögreglan sat hjá og reyndi að ræna völdum. Sem betur fer var valdaránstilraunin í skötulíki og lýðræðislegur vilji fólksins hafði betur. Og það merkilega er að nú hafði heimsbyggðin litla samúð með valdaræningjunum og allir þeir fjölmiðlar sem höfðu fagnað valdaráninu í Bólivíu lögðust gegn valdaránstilrauninni í Bandaríkjunum. Batnandi mönnum er auðvitað best að lifa en það er merkilegt að þegar valdarán eru gerð með stuðningi hinnar kapítalísku ráðastéttar er ávallt klappað og talað um að „lýðræðið hafi sigrað“. Við skulum vona að við getum lært af þessu öllu. Ekki eru öll mótmæli gerð af sömu forsendum. Það er merkilegt að þegar kúgaðir hópar í Bandaríkjunum rísa upp gegn kúguninni undir fána Black Lives Matter (BLM) hreyfingarinnar þá grípur lögreglan harkalega inn í. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir, táragasi og óeirðarlögreglu er hiklaust beitt. En þegar óður skríll fasista, eggjuðum áfram að Donald Trump Bandaríkjaforseta, veður uppi og ræðst inn í þinghúsið þá er óeirðarlöggurnar hvergi að sjá. Þær komu ekki fyrr en seinna þegar skaðinn var skeður. Aðeins nokkrar hræður voru handteknar, jafnvel þó margir hafi verið vopnaðir. Á meðan tóku lögreglumenn í þinghúsinu „selfís“ með fasistunum og forsetinn sagðist elska þá. Ímyndið ykkur hvað hefði gerst ef mótmælendur BLM og Antifa hefðu ráðist á þinghúsið þá hefði sko verið skotið úr byssum. Enda eru þeir hópar ógnun við vald kapítalistanna meðan fasistarnir vinna skítverkin fyrir þá. Þeir gengu hins vegar of langt þegar þeir réðust á þinghúsið og fá nú skamm, skamm frá elítunni og þessar fáu hræður sem handteknar hafa verið verða líklega náðaðir af forsetanum, enda „gott fólk“ svo vitnað sé í forsetann. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar