„Megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið“ Anton Ingi Leifsson skrifar 7. janúar 2021 19:00 Ásgeir Örn Hallgrímsson er margreyndur landsliðsmaður. Skjáskot Stöð 2 Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, segir að sóknarleikur Íslands sé augljós veikleiki eftir fyrsta leikinn af þremur gegn Portúgal sem tapaðist ytra í gær, 26-24. Ísland spilar þrjá leiki við Portúgal á rúmri viku; tvo leiki í undankeppni EM 2022 og fyrsti leikurinn á HM í Egyptalandi verður einnig gegn portúgalska liðinu. Ásgeir Örn fylgdist með tapinu í gær og sagði sóknarleikinn sem og línuspilið ábótavant en var ánægður með varnarleikinn. „Sóknarleikurinn er augljós veikleiki í gær. Við vorum staðir og hægir og menn voru að gera einföld mistök. Það eru mikil tækifæri þar til að stíga upp og bæta þá þætti,“ sagði Ásgeir Örn. „Það gekk ekki mikið upp í línuspilinu sem var skrýtið því Portúgalarnir spiluðu ákafa vörn. Það hefði átt að skapast töluverð tækifæri þar og pláss en við náðum því ekki og það þurfa þjálfarnir að fara yfir.“ „Mér fannst varnarleikurinn á mörgum köflum mjög fínn. Kannski verða einhverjar áherslubreytingar. Til að mynda gæti hann notað Alexander ef hann er heill, bara varnarlega, og Ómar sóknarlega.“ Hann segir að Guðmundur og teymið geti breytt litlum hlutum hér og þar. Það þurfi að finna betra jafnvægi sóknarlega. „Það eru lítil atriði hér og þar sem hann gæti breytt en mér finnst mjög ólíklegt að hann breyti einhverju grunnskipulagi varnarlega.“ „Hann þarf að finna meira jafnvægi sóknarlega. Það þarf að koma meira flot. Hvort sem það er með nýjum leikmönnum eða leikskipulagsbreytingar. Það þarf meiri hraða og ákefð sóknarlega.“ Ásgeir segir að Portúgal sé með hörkulið en það séum við líka með. Þannig kröfur eigum við að setja á okkar lið. „Þetta er mjög gott lið. Flottir leikmenn og augljóslega búnir að spila saman lengi. Þeir eru margir í sama félagsliði en við megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið með leikmenn í bestu liðum í heimi. Við eigum að setja kröfur á okkur líka að vinna þennan leik og þessa leiki sem eru framundan. Ég hef bullandi trú,“ sagði Ásgeir. Klippa: Sportpakkinn - Ásgeir Örn um landsliðið Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira
Ísland spilar þrjá leiki við Portúgal á rúmri viku; tvo leiki í undankeppni EM 2022 og fyrsti leikurinn á HM í Egyptalandi verður einnig gegn portúgalska liðinu. Ásgeir Örn fylgdist með tapinu í gær og sagði sóknarleikinn sem og línuspilið ábótavant en var ánægður með varnarleikinn. „Sóknarleikurinn er augljós veikleiki í gær. Við vorum staðir og hægir og menn voru að gera einföld mistök. Það eru mikil tækifæri þar til að stíga upp og bæta þá þætti,“ sagði Ásgeir Örn. „Það gekk ekki mikið upp í línuspilinu sem var skrýtið því Portúgalarnir spiluðu ákafa vörn. Það hefði átt að skapast töluverð tækifæri þar og pláss en við náðum því ekki og það þurfa þjálfarnir að fara yfir.“ „Mér fannst varnarleikurinn á mörgum köflum mjög fínn. Kannski verða einhverjar áherslubreytingar. Til að mynda gæti hann notað Alexander ef hann er heill, bara varnarlega, og Ómar sóknarlega.“ Hann segir að Guðmundur og teymið geti breytt litlum hlutum hér og þar. Það þurfi að finna betra jafnvægi sóknarlega. „Það eru lítil atriði hér og þar sem hann gæti breytt en mér finnst mjög ólíklegt að hann breyti einhverju grunnskipulagi varnarlega.“ „Hann þarf að finna meira jafnvægi sóknarlega. Það þarf að koma meira flot. Hvort sem það er með nýjum leikmönnum eða leikskipulagsbreytingar. Það þarf meiri hraða og ákefð sóknarlega.“ Ásgeir segir að Portúgal sé með hörkulið en það séum við líka með. Þannig kröfur eigum við að setja á okkar lið. „Þetta er mjög gott lið. Flottir leikmenn og augljóslega búnir að spila saman lengi. Þeir eru margir í sama félagsliði en við megum ekki gleyma því að við erum líka með dúndurlið með leikmenn í bestu liðum í heimi. Við eigum að setja kröfur á okkur líka að vinna þennan leik og þessa leiki sem eru framundan. Ég hef bullandi trú,“ sagði Ásgeir. Klippa: Sportpakkinn - Ásgeir Örn um landsliðið
Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM Sjá meira