Hafa náð tökum á eldinum en íbúar áfram hvattir til að loka gluggum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. janúar 2021 12:28 Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Vísir/Einar Árnason Íbúar í Mosfellsbæ eru enn hvattir til að loka gluggum vegna mengunar sem stafar frá ruslahaugi sem kvikna í árla morguns. Eldurinn náði á tímabili yfir heilmikil yfirborð ruslahaugs í Álfsnesi en slökkviliðsmaður á vettvangi segir að búið sé að ná tökum á eldinum. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Eldur hafði þá kviknað í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi en ekki hlaust af honum tjón, hvorki á fólki né verðmætum. Vindáttin er þó fremur óhagstæð því reyk leggur enn yfir Esjumela og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ. Íbúar eru því hvattir til að hafa glugga lokaða vegna mengunar á meðan hiti er enn í haugnum og reykur stafar frá. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri aðgerðasviðs hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er á vettvangi. „Það er búið að ná stjórn á eldinum og búið að urða þetta efni sem eldurinn var í þannig að jarðvegurinn er bara að kæfa eldinn. Þetta tekur bara sinn tíma. Það mun rjúka aðeins úr þessu fram eftir degi en búið er að koma í veg fyrir mestu mengunina.“ Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Í upphafi þurfti þó að moka hauginn frá húsi sem var í hættu. Meginþungi vinnunnar á vettvangi fólst í að reyna að kæfa eldinn með mold og sandi. Brynjar segir að smávæglegar glæður í urðunarstöðinni sé í raun daglegt brauð en í þessu tilfelli var óheppilegt að eldurinn hafi kviknað að nóttu til og þannig náð að breiðast út. „Mesti krafturinn var settur að reyna að hindra útbreiðslu og slökkva þetta og reyna að minnka mengun eins og hægt er og þess vegna voru fengin fjölmörg tæki í þetta. Við vorum með einhverjar fimm stórar vinnuvélar, jarðýtur og meira til.“ Ómögulegt sé að segja til um út frá hverju kviknaði. „Það er blandaður úrgangur í þessum haug og þegar verið er að jarða ýmis efni þá myndast hiti við rotnun og annað og það getur verið sjálfsíkveikja í ýmsum efnum. Hluti af haugnum var dekkjakurl og alls konar úrgangur.“ Slökkvilið Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um eldinn rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Eldur hafði þá kviknað í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi en ekki hlaust af honum tjón, hvorki á fólki né verðmætum. Vindáttin er þó fremur óhagstæð því reyk leggur enn yfir Esjumela og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ. Íbúar eru því hvattir til að hafa glugga lokaða vegna mengunar á meðan hiti er enn í haugnum og reykur stafar frá. Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri aðgerðasviðs hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er á vettvangi. „Það er búið að ná stjórn á eldinum og búið að urða þetta efni sem eldurinn var í þannig að jarðvegurinn er bara að kæfa eldinn. Þetta tekur bara sinn tíma. Það mun rjúka aðeins úr þessu fram eftir degi en búið er að koma í veg fyrir mestu mengunina.“ Þrátt fyrir að ljósmyndir frá vettvangi hafi litið fremur alvarlega út var um yfirborðseld á stóru svæði að ræða sem takmarkaðist við ruslahauginn. Í upphafi þurfti þó að moka hauginn frá húsi sem var í hættu. Meginþungi vinnunnar á vettvangi fólst í að reyna að kæfa eldinn með mold og sandi. Brynjar segir að smávæglegar glæður í urðunarstöðinni sé í raun daglegt brauð en í þessu tilfelli var óheppilegt að eldurinn hafi kviknað að nóttu til og þannig náð að breiðast út. „Mesti krafturinn var settur að reyna að hindra útbreiðslu og slökkva þetta og reyna að minnka mengun eins og hægt er og þess vegna voru fengin fjölmörg tæki í þetta. Við vorum með einhverjar fimm stórar vinnuvélar, jarðýtur og meira til.“ Ómögulegt sé að segja til um út frá hverju kviknaði. „Það er blandaður úrgangur í þessum haug og þegar verið er að jarða ýmis efni þá myndast hiti við rotnun og annað og það getur verið sjálfsíkveikja í ýmsum efnum. Hluti af haugnum var dekkjakurl og alls konar úrgangur.“
Slökkvilið Mosfellsbær Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01 Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Íbúar loki gluggum vegna elds í dekkjakurli í Álfsnesi Íbúar á Esjumelum og Leirvogstunguhverfi í Mosfellsbæ hafa verið hvattir til að loka gluggum vegna elds í urðunarstöð Sorpu í Álfsnesi. Reykur leggur í átt að byggðinni. 8. janúar 2021 09:01
Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi en aðeins tveir greindust smitaðir innanlands í gær. 8. janúar 2021 11:30