„Krakkaliðið“ stóð í ensku meisturunum í klukkutíma Anton Ingi Leifsson skrifar 8. janúar 2021 21:39 Salah skoraði en markið var dæmt af. Hann mótmælir sem og leikmenn Villa. Rui Vieira/Getty Liverpool er komið í 32 liða úrslit enska bikarsins eftir 4-1 sigur á Aston Villa á Villa Park í kvöld. Lið Aston Villa var þó ansi ungt þar sem allir leikmenn og þjálfarateymi aðalliðs félagsins eru annað hvort í einangrun eða sóttkví. Mörg kórónuveirusmit greindust í herbúðum Aston Villa í kvöld og því var æfingasvæði félagsins lokað sem og allir voru sendir heim. Lið kvöldsins var því skipað sjö leikmönnum U21 liðsins og fjórum úr U18-ára liðinu. Aston Villa XI: Onodi, Bridge, Revan, Walker, Rowe, Chrisene, Barry, Kesler, Sylla, Raikhy, Bogarde.Liverpool XI: Kelleher; N. Williams, R. Williams, Fabinho, Milner; Henderson, Wijnaldum, Jones; Mane, Minamino, Salah.— Squawka News (@SquawkaNews) January 8, 2021 Liverpool stillti upp sterka liði en strax á fjórðu mínútu skoraði Sadio Mane eftir fyrirgjöf frá Curtis Jones. Þá héldu flestir að Liverpool myndi ganga á lagið en það voru hins vegar heimamenn sem skoruðu næsta mark. Louie Barry, sem lék með unglingaliði Barcelona, fékk sendingu inn fyrir vörn Villa frá Callum Rowe, losaði sig frá Rhys Williams og kom boltanum framhjá Caoimhin Kelleher. Krakkarnir fögnuðu ógurlega og allt jafnt í hálfleik. Mohamed Salah kom boltanum í netið á 54. mínútu. Akos Onodi, markvörður Aston Villa, missti boltann frá sér og Salah var fljótur til og kom boltanum í netið. Craig Pawson, dómari, fannst þó Akos hafa hendur á boltanum og dæmdi markið af. Það var liðinn klukkutími er Liverpool komst aftur yfir. Georginio Wijnaldum skoraði þá með góðu skoti og skömmu síðar skoraði Sadio Mane þriðja markið. Fjórða markið gerði Mohamed Salah á 65. mínútu en varamaðurinn Xherdan Shaqiri lagði bæði upp þriðja og fjórða markið. 4m 20s - There were just four minutes and 20 seconds between Liverpool's second and fourth goals against Aston Villa. Clinical.— OptaJoe (@OptaJoe) January 8, 2021 Liverpool lét staðar numið þar og er því komið nokkuð þægilega inn í 32 liða úrslitin. Hetjuleg frammistaða ungu strákana hjá Villa sem geta verið stoltir. Í hinum leik kvöldsins vann Wolves 1-0 sigur á Crystal Palace. Adama Traore skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 35. mínútu en gestirnir frá Palace voru afar bitlausir. Enski boltinn
Liverpool er komið í 32 liða úrslit enska bikarsins eftir 4-1 sigur á Aston Villa á Villa Park í kvöld. Lið Aston Villa var þó ansi ungt þar sem allir leikmenn og þjálfarateymi aðalliðs félagsins eru annað hvort í einangrun eða sóttkví. Mörg kórónuveirusmit greindust í herbúðum Aston Villa í kvöld og því var æfingasvæði félagsins lokað sem og allir voru sendir heim. Lið kvöldsins var því skipað sjö leikmönnum U21 liðsins og fjórum úr U18-ára liðinu. Aston Villa XI: Onodi, Bridge, Revan, Walker, Rowe, Chrisene, Barry, Kesler, Sylla, Raikhy, Bogarde.Liverpool XI: Kelleher; N. Williams, R. Williams, Fabinho, Milner; Henderson, Wijnaldum, Jones; Mane, Minamino, Salah.— Squawka News (@SquawkaNews) January 8, 2021 Liverpool stillti upp sterka liði en strax á fjórðu mínútu skoraði Sadio Mane eftir fyrirgjöf frá Curtis Jones. Þá héldu flestir að Liverpool myndi ganga á lagið en það voru hins vegar heimamenn sem skoruðu næsta mark. Louie Barry, sem lék með unglingaliði Barcelona, fékk sendingu inn fyrir vörn Villa frá Callum Rowe, losaði sig frá Rhys Williams og kom boltanum framhjá Caoimhin Kelleher. Krakkarnir fögnuðu ógurlega og allt jafnt í hálfleik. Mohamed Salah kom boltanum í netið á 54. mínútu. Akos Onodi, markvörður Aston Villa, missti boltann frá sér og Salah var fljótur til og kom boltanum í netið. Craig Pawson, dómari, fannst þó Akos hafa hendur á boltanum og dæmdi markið af. Það var liðinn klukkutími er Liverpool komst aftur yfir. Georginio Wijnaldum skoraði þá með góðu skoti og skömmu síðar skoraði Sadio Mane þriðja markið. Fjórða markið gerði Mohamed Salah á 65. mínútu en varamaðurinn Xherdan Shaqiri lagði bæði upp þriðja og fjórða markið. 4m 20s - There were just four minutes and 20 seconds between Liverpool's second and fourth goals against Aston Villa. Clinical.— OptaJoe (@OptaJoe) January 8, 2021 Liverpool lét staðar numið þar og er því komið nokkuð þægilega inn í 32 liða úrslitin. Hetjuleg frammistaða ungu strákana hjá Villa sem geta verið stoltir. Í hinum leik kvöldsins vann Wolves 1-0 sigur á Crystal Palace. Adama Traore skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 35. mínútu en gestirnir frá Palace voru afar bitlausir.