Umfjöllun: Ísland - Portúgal 32-23 | Níu marka sigur eftir ótrúlegan viðsnúning Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2021 17:48 Ýmir Örn Gíslason var öflugur í íslensku vörninni sem fékk aðeins tíu mörk á sig í seinni hálfleik. EPA/ESTELA SILVA Ísland vann stórsigur á Portúgal, 32-23, á Ásvöllum í öðrum leik liðanna af þremur á átta dögum. Íslendingum dugar nú að vinna síðustu þrjá leiki sína í undankeppni EM 2022 til að enda á toppi riðils 4. Eftir 25 mínútur benti nákvæmlega ekkert til þess að níu marka sigur yrði niðurstaðan. Portúgal var þá fimm mörkum yfir, 7-12, og með öll völd á vellinum. En misheppnuð sjö á sex tilraun Portúgala hleypti Íslendingum inn í leikinn. Íslensku strákarnir gripu tækifærið með báðum höndum, voru bara einu marki undir í hálfleik, 12-13, og svo miklu betri í seinni hálfleiknum. Þar fór Ágúst Elí Björgvinsson á kostum og tryggði sér væntanlega byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum á HM sem er einmitt gegn Portúgal á fimmtudaginn. Hafnfirðingurinn varði ellefu skot, eða 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson átti sömuleiðis frábæran leik og var markahæsti leikmaður Íslands með níu mörk úr aðeins tíu skotum. Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku fyrir utan í seinni hálfleik og komust afar vel frá sínu. Ýmir Örn Gíslason var frábær í vörninni og Elliði Snær Viðarsson vann sér inn prik með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins. Ísland og Portúgal hafa nú unnið sitt hvora viðureignina í þessum þríleik sem lýkur í Egyptalandi á fimmtudaginn. Afleikur Portúgala Fyrstu 25 mínúturnar voru skelfilegar af Íslands hálfu. Sóknarleikurinn var enn stirðaði en í fyrri hálfleiknum á miðvikudaginn og vörnin var líka hriplek. Þá var markvarslan engin. Þrátt fyrir góða innkomu á miðvikudaginn byrjaði Ágúst Elí á bekknum en kom snemma inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson sem hafði ekki varið skot. Portúgalir voru miklu sterkari framan af leik, og það í bókstaflegri merkingu. Munurinn á líkamsstyrk var áþreifanlegur og íslensku leikmennirnir réðu lítið við þá portúgölsku maður gegn manni. Íslenska liðið átti fáar lausnir í sókninni, leikmenn virkuðu ragir og fundu ekki glufur á þéttri portúgalskri vörn. Í leiknum á miðvikudaginn tóku Portúgalir fram úr eftir að hafa sett sjöunda sóknarmanninn inn á. Það hafði þveröfug áhrif í þessum leik. Portúgal byrjaði að spila sjö á sex í stöðunni 7-12 og reyndist hinn mesti afleikur. Ísland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði. Fyrstu fjögur mörkin komu með skotum yfir allan völlinn þar sem markvörður Portúgals sat á bekknum. Gestirnir skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks og leiddu, 12-13, að honum loknum. Staða sem íslenska liðið gat ágætlega við unað eftir afleitar fyrstu 25 mínútur. Magnaður viðsnúningur Í seinni hálfleik var íslenska liðið svo miklu sterkara og spilaði frábærlega á öllum sviðum. Ágúst Elí varði allt sem á markið kom og Portúgal skoraði aðeins tíu mörk í seinni hálfleiknum. Sóknarleikurinn gekk svo miklu betur og hraðaupphlaupin gengu smurt. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náði forystunni, 15-13. Ísland lét forskotið ekki af hendi eftir þetta. Portúgalir héngu í Íslendingum framan af seinni hálfleik en eftir um 12-13 mínútur í seinni hálfleik skildu leiðir. Íslendingar breyttu stöðunni úr 18-17 og 25-17 og þá var björninn unninn. Íslenska liðið raðaði inn mörkum á lokakaflanum og náði mest tíu marka forskoti. Á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 32-23, og öruggur íslenskur sigur staðreynd. Frammistaðan í seinni hálfleik gefur góð fyrirheit fyrir heimsmeistaramótið en íslenska liðið hefur væntanlega ekki efni á að byrja jafn illa og það gerði í dag. En jákvæðu punktarnir eru klárlega fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvær viðureignir í þríleiknum gegn Portúgal.
Eftir 25 mínútur benti nákvæmlega ekkert til þess að níu marka sigur yrði niðurstaðan. Portúgal var þá fimm mörkum yfir, 7-12, og með öll völd á vellinum. En misheppnuð sjö á sex tilraun Portúgala hleypti Íslendingum inn í leikinn. Íslensku strákarnir gripu tækifærið með báðum höndum, voru bara einu marki undir í hálfleik, 12-13, og svo miklu betri í seinni hálfleiknum. Þar fór Ágúst Elí Björgvinsson á kostum og tryggði sér væntanlega byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum á HM sem er einmitt gegn Portúgal á fimmtudaginn. Hafnfirðingurinn varði ellefu skot, eða 41 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Bjarki Már Elísson átti sömuleiðis frábæran leik og var markahæsti leikmaður Íslands með níu mörk úr aðeins tíu skotum. Selfyssingarnir Elvar Örn Jónsson, Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason léku fyrir utan í seinni hálfleik og komust afar vel frá sínu. Ýmir Örn Gíslason var frábær í vörninni og Elliði Snær Viðarsson vann sér inn prik með öflugri frammistöðu á báðum endum vallarins. Ísland og Portúgal hafa nú unnið sitt hvora viðureignina í þessum þríleik sem lýkur í Egyptalandi á fimmtudaginn. Afleikur Portúgala Fyrstu 25 mínúturnar voru skelfilegar af Íslands hálfu. Sóknarleikurinn var enn stirðaði en í fyrri hálfleiknum á miðvikudaginn og vörnin var líka hriplek. Þá var markvarslan engin. Þrátt fyrir góða innkomu á miðvikudaginn byrjaði Ágúst Elí á bekknum en kom snemma inn á fyrir Björgvin Pál Gústavsson sem hafði ekki varið skot. Portúgalir voru miklu sterkari framan af leik, og það í bókstaflegri merkingu. Munurinn á líkamsstyrk var áþreifanlegur og íslensku leikmennirnir réðu lítið við þá portúgölsku maður gegn manni. Íslenska liðið átti fáar lausnir í sókninni, leikmenn virkuðu ragir og fundu ekki glufur á þéttri portúgalskri vörn. Í leiknum á miðvikudaginn tóku Portúgalir fram úr eftir að hafa sett sjöunda sóknarmanninn inn á. Það hafði þveröfug áhrif í þessum leik. Portúgal byrjaði að spila sjö á sex í stöðunni 7-12 og reyndist hinn mesti afleikur. Ísland skoraði fimm mörk í röð og jafnaði. Fyrstu fjögur mörkin komu með skotum yfir allan völlinn þar sem markvörður Portúgals sat á bekknum. Gestirnir skoruðu síðasta mark fyrri hálfleiks og leiddu, 12-13, að honum loknum. Staða sem íslenska liðið gat ágætlega við unað eftir afleitar fyrstu 25 mínútur. Magnaður viðsnúningur Í seinni hálfleik var íslenska liðið svo miklu sterkara og spilaði frábærlega á öllum sviðum. Ágúst Elí varði allt sem á markið kom og Portúgal skoraði aðeins tíu mörk í seinni hálfleiknum. Sóknarleikurinn gekk svo miklu betur og hraðaupphlaupin gengu smurt. Ísland skoraði fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og náði forystunni, 15-13. Ísland lét forskotið ekki af hendi eftir þetta. Portúgalir héngu í Íslendingum framan af seinni hálfleik en eftir um 12-13 mínútur í seinni hálfleik skildu leiðir. Íslendingar breyttu stöðunni úr 18-17 og 25-17 og þá var björninn unninn. Íslenska liðið raðaði inn mörkum á lokakaflanum og náði mest tíu marka forskoti. Á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 32-23, og öruggur íslenskur sigur staðreynd. Frammistaðan í seinni hálfleik gefur góð fyrirheit fyrir heimsmeistaramótið en íslenska liðið hefur væntanlega ekki efni á að byrja jafn illa og það gerði í dag. En jákvæðu punktarnir eru klárlega fleiri en þeir neikvæðu eftir þessa fyrstu tvær viðureignir í þríleiknum gegn Portúgal.
EM 2022 í handbolta Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira