Íslendingar fá tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech Eiður Þór Árnason skrifar 8. janúar 2021 17:07 Heilbrigðisstarfsmenn bólusettir á Suðurlandsbraut hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm Gert er ráð fyrir því að Ísland geti fengið tvöfalt fleiri skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 í kjölfar nýs samkomulags Evrópusambandsins (ESB) við framleiðendurna. Þetta staðfestir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við fréttastofu. Áður höfðu Íslendingar tryggt sér 250 þúsund skammta af bóluefninu sem duga fyrir um 125 þúsund manns. Með viðbótarsamningnum má því ætla að þeir geti orðið 500 þúsund talsins. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær viðbótarskammtar verða afhentir eða hvaða áhrif viðbótin hefur á núgildandi afhendingaráætlun. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greindi frá því í morgun að sambandið hafi náð samkomulagi um kaup á 300 milljón bóluefnaskömmtum til viðbótar við þá 300 milljón skammta sem ESB hafði þegar tryggt sér. Ísland fær þrjú önnur bóluefni Íslendingar eru aðilar að samstarfi ESB um kaup á bóluefni við Covid-19 og hafa gert samninga við lyfjaframleiðendur á grundvelli þess. Framkvæmdastjórnin hefur áður sagt að Ísland muni hafa sama aðgang og aðildarríki ESB að þeim skömmtum sem sambandið hefur tryggt sér. Miðast það magn sem ríki fá úthlutað við höfðatölu. Um tíu þúsund skammtar af bóluefni Pfizer og BioNTech komu til landsins þann 28. desember síðastliðinn og er von á næsta skammti hingað til lands í kringum 20. janúar. Íslensk stjórnvöld hafa einnig tryggt sér bóluefni frá þremur öðrum framleiðendum. Hefur verið samið um afhendingu bóluefnis Moderna fyrir 64 þúsund manns, Astra Zenica - Oxford fyrir 115 þúsund og Janssen - Johnson & Johnson fyrir alls 235 þúsund einstaklinga. Margt er þó óljóst með afhendingartíma bóluefnanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20 Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Áður höfðu Íslendingar tryggt sér 250 þúsund skammta af bóluefninu sem duga fyrir um 125 þúsund manns. Með viðbótarsamningnum má því ætla að þeir geti orðið 500 þúsund talsins. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær viðbótarskammtar verða afhentir eða hvaða áhrif viðbótin hefur á núgildandi afhendingaráætlun. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, greindi frá því í morgun að sambandið hafi náð samkomulagi um kaup á 300 milljón bóluefnaskömmtum til viðbótar við þá 300 milljón skammta sem ESB hafði þegar tryggt sér. Ísland fær þrjú önnur bóluefni Íslendingar eru aðilar að samstarfi ESB um kaup á bóluefni við Covid-19 og hafa gert samninga við lyfjaframleiðendur á grundvelli þess. Framkvæmdastjórnin hefur áður sagt að Ísland muni hafa sama aðgang og aðildarríki ESB að þeim skömmtum sem sambandið hefur tryggt sér. Miðast það magn sem ríki fá úthlutað við höfðatölu. Um tíu þúsund skammtar af bóluefni Pfizer og BioNTech komu til landsins þann 28. desember síðastliðinn og er von á næsta skammti hingað til lands í kringum 20. janúar. Íslensk stjórnvöld hafa einnig tryggt sér bóluefni frá þremur öðrum framleiðendum. Hefur verið samið um afhendingu bóluefnis Moderna fyrir 64 þúsund manns, Astra Zenica - Oxford fyrir 115 þúsund og Janssen - Johnson & Johnson fyrir alls 235 þúsund einstaklinga. Margt er þó óljóst með afhendingartíma bóluefnanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20 Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27 Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Pfizer segir bóluefnið virka vel á breska afbrigðið Bóluefni Pfizer og BioNtech virkar vel á breska afbrigði kórónuveirunnar sem hefur breiðst hratt út víða um heim síðustu vikurnar. 8. janúar 2021 07:20
Bóluefni Astra Zenica mögulega samþykkt fyrir lok janúar Bóluefni AstraZenica verður mögulega veitt markaðsleyfi í Evrópu fyrir lok janúar. Frá þessu greinir Lyfjastofnun Evrópu (EMA) á Twitter nú í hádeginu. 8. janúar 2021 12:27
Kom á óvart að vera boðaður í bólusetningu Á þriðja hundrað einstaklinga hafa verið bólusettir við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu sem tilheyra ekki hópi heilbrigðisstarfsmanna eða íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. 6. janúar 2021 15:52