Gætu þurft að opna fleiri farsóttarhús vegna mikillar fjölgunar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. janúar 2021 22:49 Mikil fjölgun hefur verið í farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg síðustu daga. Forstöðumaður segir ekki ólíklegt að það þurfi að opna fleiri slík hús ef fram heldur sem horfir. Ríflega þúsund manns hafa þurft að dvelja í sóttvarnahúsum frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Frá áramótum hafa mun fleiri veirusmit greinst við skimun á landamærum en innanlands, eða 69 tilfelli á landamærum á móti 42 innanlands. Margir hafa því þurft að fara nánast beint af flugvellinum í farsóttarhúsið á Rauðarárstíg en þar dvelja nú 48 manns. Þar voru 15 í byrjun desember og hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu daga. Forstöðumaður þar segir ekki ólíklegt að opna þurfi fleiri hús ef þróunin heldur svona áfram. Margir hafi þurft að dvelja þar frá því að farsóttin hófst. Kemur á öllum tímum sólarhrings „Síðan að þetta hófst núna höfum við verið að taka hátt í þúsund manns til okkar í þessi fimm hús sem við höfum verið að reka, þar af er um helmingur sýktur eða um 500 manns,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa. Hann segir fólk koma á öllum tímum sólarhringsins og til að mynda hafi einstaklingur komið rétt áður klukkurnar hringdu inn jólin á aðfangadag. „Fólk kemur hingað á hverjum degi og við fengum til dæmis einn gest sem kom hingað tíu mínútur í sex, nánast stóð upp frá jólasteikinni til að koma hingað þegar það var hringt í hann,“ segir Gylfi. „Flestir bera sig nú bara ágætlega en auðvitað er þetta erfitt, það er þungt að greinast með Covid og tala nú ekki um að þurfa jafnvel að fara út af heimili ef þau búa á þannig stað þar sem þau geta ekki verið á meðan veikindum stendur.“ Í því samhengi bætir Gylfi við að daglega sé einhverjum gestum farsóttarhúsanna veitt sáluhjálp. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Frá áramótum hafa mun fleiri veirusmit greinst við skimun á landamærum en innanlands, eða 69 tilfelli á landamærum á móti 42 innanlands. Margir hafa því þurft að fara nánast beint af flugvellinum í farsóttarhúsið á Rauðarárstíg en þar dvelja nú 48 manns. Þar voru 15 í byrjun desember og hefur fjölgað jafnt og þétt síðustu daga. Forstöðumaður þar segir ekki ólíklegt að opna þurfi fleiri hús ef þróunin heldur svona áfram. Margir hafi þurft að dvelja þar frá því að farsóttin hófst. Kemur á öllum tímum sólarhrings „Síðan að þetta hófst núna höfum við verið að taka hátt í þúsund manns til okkar í þessi fimm hús sem við höfum verið að reka, þar af er um helmingur sýktur eða um 500 manns,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa. Hann segir fólk koma á öllum tímum sólarhringsins og til að mynda hafi einstaklingur komið rétt áður klukkurnar hringdu inn jólin á aðfangadag. „Fólk kemur hingað á hverjum degi og við fengum til dæmis einn gest sem kom hingað tíu mínútur í sex, nánast stóð upp frá jólasteikinni til að koma hingað þegar það var hringt í hann,“ segir Gylfi. „Flestir bera sig nú bara ágætlega en auðvitað er þetta erfitt, það er þungt að greinast með Covid og tala nú ekki um að þurfa jafnvel að fara út af heimili ef þau búa á þannig stað þar sem þau geta ekki verið á meðan veikindum stendur.“ Í því samhengi bætir Gylfi við að daglega sé einhverjum gestum farsóttarhúsanna veitt sáluhjálp.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent