Hugrakkir íslenskir kúabændur taka þátt í vegan tilraun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. janúar 2021 13:46 Hrafnhildur Baldursdóttir og Ragnar Finnur Sigurðsson, kúabændur á Litla-Ármóti á Suðurlandi. Kjötætur óskast! „Frá því ég var lítil þá hugsaði ég alltaf að prufa sem flest. Áður en ég færi að velja mér starf og annað til að geta dæmt, eða prufað sem flestar hliðar. Þannig að það var það sem ýtti manni út í þetta,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti á Suðurlandi. Hún og eiginmaður hennar, Ragnar Finnur Sigurðsson kúabóndi, féllust á að taka þátt í nýjum sjónvarpsþáttum Lóu Pind sem heita „Kjötætur óskast!“ Þættirnir snúast um samfélagstilraun sem Lóa stóð fyrir, þar sem fjórar fjölskyldur skuldbinda sig til að gerast vegan í fjórar vikur og samhliða því að skrá allt mataræði inn í Matarspor EFLU til að reikna út kolefnisspor máltíðanna. Ragnar segist hins vegar hafa ákveðið að taka þátt eingöngu til að fylgja Hrafnhildi og styðja hana. „Það er bara þannig,“ segir hann og hlær. Þau segja það einnig hafa verið þeim mikilvægt að bændur hefðu fulltrúa sinn í þessari tilraun og þeirri umræðu sem hún getur skapað. „Því okkur bændum er annt um loftslagsmál. Við getum öll bætt okkur. Og nú prufa ég þetta - þótt þetta sé mjög ógnvænlegt. Við erum bændur, þannig að við erum náttúrlega algjörlega hinum megin við borðið,“ bætir Hrafnhildur við. Tilraunin stóð yfir frá miðjum ágúst og fram í miðjan september og áður en tilraunin hófst höfðu þau töluverðar áhyggjur af því að fá ekki nægt prótín og næga orku úr vegan mataræði. „Vinnudagarnar eru oft tíu til sextán tímar og við erum að vinna kannski 360 daga á ári þannig að við þurfum á mikilli orku að halda,“ segir Hrafnhildur. Prótín leynist víða Til að undirbúa hópinn fyrir vegantilraunina fékk Lóa nokkra fyrirlesara til að halda erindi fyrir fjölskyldurnar daginn fyrir tilraun. Meðal annars til að svara áhyggjum þeirra Hrafnhildar og Ragnars. Þeirra á meðal var Guðrún Ósk Maríasdóttir sem er grænkeri með BA gráðu í næringarfræði og framhaldsmenntun í matvælafræði - auk þess sem hún var ein fremsta handboltakona landsins þar til hún þurfti að hætta vegna höfuðhöggs 2018. Guðrún Ósk hefur því reynslu af því að vera íþróttakona í toppformi á vegan fæði. Guðrún segir ekkert mál að fá næga orku úr plönturíkinu. „Prótín leynist í nánast öllum fæðutegundum. En helstu prótíngjafarnir í vegan mataræði eru tófú, seitan sem er unnið úr hveitiglúteni, baunir, hnetur og fræ. Og svo er líka prótín í korni, grænmeti, ávöxtum og í bara nánast öllum fæðutegundum.“ Lars Óli Jessen, íþrótta- og lýðheilsufræðingur hjá Heilsuklasanum, sem einnig hélt erindi fyrir hópinn, segir gott viðmið að hafa eina lófafylli af prótíngjafa í hverri stórri máltíð. Umbylting í mataræði Fyrsti þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fer í loftið á Stöð 2 mánudagskvöldið 11. janúar kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum að taka þátt í 4 vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allir mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð og að auki er ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Í myndbrotinu sem hér fylgir hafa fjölskyldurnar tæmt ísskápa af öllum dýraafurðum og Lóa fylgist síðan með því að það sé límt fyrir þá kæli- og frystiskápa sem enn innihalda dýraafurðir. Klippa: Kjötætur óskast! - Hugrökkustu bændur Íslandssögunnar Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Bíó og sjónvarp Vegan Matur Kjötætur óskast! Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Hún og eiginmaður hennar, Ragnar Finnur Sigurðsson kúabóndi, féllust á að taka þátt í nýjum sjónvarpsþáttum Lóu Pind sem heita „Kjötætur óskast!“ Þættirnir snúast um samfélagstilraun sem Lóa stóð fyrir, þar sem fjórar fjölskyldur skuldbinda sig til að gerast vegan í fjórar vikur og samhliða því að skrá allt mataræði inn í Matarspor EFLU til að reikna út kolefnisspor máltíðanna. Ragnar segist hins vegar hafa ákveðið að taka þátt eingöngu til að fylgja Hrafnhildi og styðja hana. „Það er bara þannig,“ segir hann og hlær. Þau segja það einnig hafa verið þeim mikilvægt að bændur hefðu fulltrúa sinn í þessari tilraun og þeirri umræðu sem hún getur skapað. „Því okkur bændum er annt um loftslagsmál. Við getum öll bætt okkur. Og nú prufa ég þetta - þótt þetta sé mjög ógnvænlegt. Við erum bændur, þannig að við erum náttúrlega algjörlega hinum megin við borðið,“ bætir Hrafnhildur við. Tilraunin stóð yfir frá miðjum ágúst og fram í miðjan september og áður en tilraunin hófst höfðu þau töluverðar áhyggjur af því að fá ekki nægt prótín og næga orku úr vegan mataræði. „Vinnudagarnar eru oft tíu til sextán tímar og við erum að vinna kannski 360 daga á ári þannig að við þurfum á mikilli orku að halda,“ segir Hrafnhildur. Prótín leynist víða Til að undirbúa hópinn fyrir vegantilraunina fékk Lóa nokkra fyrirlesara til að halda erindi fyrir fjölskyldurnar daginn fyrir tilraun. Meðal annars til að svara áhyggjum þeirra Hrafnhildar og Ragnars. Þeirra á meðal var Guðrún Ósk Maríasdóttir sem er grænkeri með BA gráðu í næringarfræði og framhaldsmenntun í matvælafræði - auk þess sem hún var ein fremsta handboltakona landsins þar til hún þurfti að hætta vegna höfuðhöggs 2018. Guðrún Ósk hefur því reynslu af því að vera íþróttakona í toppformi á vegan fæði. Guðrún segir ekkert mál að fá næga orku úr plönturíkinu. „Prótín leynist í nánast öllum fæðutegundum. En helstu prótíngjafarnir í vegan mataræði eru tófú, seitan sem er unnið úr hveitiglúteni, baunir, hnetur og fræ. Og svo er líka prótín í korni, grænmeti, ávöxtum og í bara nánast öllum fæðutegundum.“ Lars Óli Jessen, íþrótta- og lýðheilsufræðingur hjá Heilsuklasanum, sem einnig hélt erindi fyrir hópinn, segir gott viðmið að hafa eina lófafylli af prótíngjafa í hverri stórri máltíð. Umbylting í mataræði Fyrsti þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind fer í loftið á Stöð 2 mánudagskvöldið 11. janúar kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum að taka þátt í 4 vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allir mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð og að auki er ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Í myndbrotinu sem hér fylgir hafa fjölskyldurnar tæmt ísskápa af öllum dýraafurðum og Lóa fylgist síðan með því að það sé límt fyrir þá kæli- og frystiskápa sem enn innihalda dýraafurðir. Klippa: Kjötætur óskast! - Hugrökkustu bændur Íslandssögunnar Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Bíó og sjónvarp Vegan Matur Kjötætur óskast! Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira