Ástríðuveiðimaður í vegan tilraun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. janúar 2021 09:00 Sigurður Leifsson er ástríðufullur veiðimaður en var mjög jákvæður fyrir því að taka þátt í vegantilraun. Það var konan hans Sigríður H. Kristjánsdóttir einnig, enda ástríðukokkur. Dóttir þeirra Isabella lét tilleiðast. Kjötætur óskast! „Ég fer dálítið í gæs og svo fer maður náttúrulega á rjúpu, til að ná í jólamatinn. Það eru skemmtilegustu veiðarnar. Maður labbar heilu og hálfu dagana og fær ekki neitt. En það er bara fínt,“ segir Sigurður Leifsson, ástríðuveiðimaður og einn af eigendum World Class. „Mér finnst virkilega gefandi að þramma einn á fjöllum með sjálfum sér. Svo fer ég á hreindýr og hef farið til Spánar að skjóta villisvín og til Grænlands að veiða sauðnaut.“ Sigurður féllst á, ásamt fjölskyldu sinni, að taka þátt í vegantilraun fyrir sjónvarpsþættina „Kjötætur óskast!.“ Hann fullyrðir þó að hann sé ekki forfallinn veiðimaður - þótt frystikistan heima hjá þeim bendi til annars. „En allt sem ég skýt, það borðum við.“ Mikill munur á kolefnasporinu Það verður áskorun fyrir fjölskylduna að skipta yfir á veganfæði. Siggi æfir flesta daga vikunnar og þarf almennilega næringu til að viðhalda vöðvaaflinu, Sigga Dóra konan hans fékk Covid í fyrstu bylgju og er enn í bataferli. Þá er dóttir þeirra Isabella öflug körfuboltakona og æfir stíft. Það er því áríðandi fyrir þau öll að fá næga næringu. En þau voru afar jákvæð fyrir því að prófa að sneiða hjá öllum dýraafurðum og fannst magnað að átta sig á hversu gríðarlegur munur er á kolefnisspori máltíða eftir því hvort og hvernig kjöt er í þeim. Fyrsti þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allar fjölskyldurnar mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð. Auk þess var tekin ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Klippa: Kjötætur óskast - Ástríðuveiðimaður í vegan tilraun Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Lóa segir að Verkfræðistofan EFLA hafi veitt ómetanlega aðstoð við útreikninga þáttanna. Matur Vegan Bíó og sjónvarp Umhverfismál Kjötætur óskast! Tengdar fréttir Hugrakkir íslenskir kúabændur taka þátt í vegan tilraun „Frá því ég var lítil þá hugsaði ég alltaf að prufa sem flest. Áður en ég færi að velja mér starf og annað til að geta dæmt, eða prufað sem flestar hliðar. Þannig að það var það sem ýtti manni út í þetta,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti á Suðurlandi. 10. janúar 2021 13:46 Fékk fjórar fjölskyldur til að vera vegan í mánuð: „Mann langar ekki að borða þetta“ Lóa Pind fékk íslenskar fjölskyldur til að gerast grænkerar eða vegan í einn mánuð og fylgdist svo með því hvernig þeim gekk með það verkefni. Markmiðið var að kanna hvort þetta myndi minnka kolefnisspor þeirra. 9. janúar 2021 09:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Mér finnst virkilega gefandi að þramma einn á fjöllum með sjálfum sér. Svo fer ég á hreindýr og hef farið til Spánar að skjóta villisvín og til Grænlands að veiða sauðnaut.“ Sigurður féllst á, ásamt fjölskyldu sinni, að taka þátt í vegantilraun fyrir sjónvarpsþættina „Kjötætur óskast!.“ Hann fullyrðir þó að hann sé ekki forfallinn veiðimaður - þótt frystikistan heima hjá þeim bendi til annars. „En allt sem ég skýt, það borðum við.“ Mikill munur á kolefnasporinu Það verður áskorun fyrir fjölskylduna að skipta yfir á veganfæði. Siggi æfir flesta daga vikunnar og þarf almennilega næringu til að viðhalda vöðvaaflinu, Sigga Dóra konan hans fékk Covid í fyrstu bylgju og er enn í bataferli. Þá er dóttir þeirra Isabella öflug körfuboltakona og æfir stíft. Það er því áríðandi fyrir þau öll að fá næga næringu. En þau voru afar jákvæð fyrir því að prófa að sneiða hjá öllum dýraafurðum og fannst magnað að átta sig á hversu gríðarlegur munur er á kolefnisspori máltíða eftir því hvort og hvernig kjöt er í þeim. Fyrsti þáttur af „Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind“ fer í loftið á Stöð 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Hópurinn fór í ýmsar heilsufarsmælingar áður en tilraun hófst og aftur í lokin til að kanna hvort þessi umbylting á mataræðinu hafði áhrif á heilsu þeirra. Þá skráðu allar fjölskyldurnar mataræði sitt inn í Matarspor EFLU meðan á tilraun stóð. Auk þess var tekin ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum. Klippa: Kjötætur óskast - Ástríðuveiðimaður í vegan tilraun Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Lóa segir að Verkfræðistofan EFLA hafi veitt ómetanlega aðstoð við útreikninga þáttanna.
Matur Vegan Bíó og sjónvarp Umhverfismál Kjötætur óskast! Tengdar fréttir Hugrakkir íslenskir kúabændur taka þátt í vegan tilraun „Frá því ég var lítil þá hugsaði ég alltaf að prufa sem flest. Áður en ég færi að velja mér starf og annað til að geta dæmt, eða prufað sem flestar hliðar. Þannig að það var það sem ýtti manni út í þetta,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti á Suðurlandi. 10. janúar 2021 13:46 Fékk fjórar fjölskyldur til að vera vegan í mánuð: „Mann langar ekki að borða þetta“ Lóa Pind fékk íslenskar fjölskyldur til að gerast grænkerar eða vegan í einn mánuð og fylgdist svo með því hvernig þeim gekk með það verkefni. Markmiðið var að kanna hvort þetta myndi minnka kolefnisspor þeirra. 9. janúar 2021 09:00 Mest lesið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Hugrakkir íslenskir kúabændur taka þátt í vegan tilraun „Frá því ég var lítil þá hugsaði ég alltaf að prufa sem flest. Áður en ég færi að velja mér starf og annað til að geta dæmt, eða prufað sem flestar hliðar. Þannig að það var það sem ýtti manni út í þetta,“ segir Hrafnhildur Baldursdóttir kúabóndi á Litla-Ármóti á Suðurlandi. 10. janúar 2021 13:46
Fékk fjórar fjölskyldur til að vera vegan í mánuð: „Mann langar ekki að borða þetta“ Lóa Pind fékk íslenskar fjölskyldur til að gerast grænkerar eða vegan í einn mánuð og fylgdist svo með því hvernig þeim gekk með það verkefni. Markmiðið var að kanna hvort þetta myndi minnka kolefnisspor þeirra. 9. janúar 2021 09:00
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“