Tveir íslenskir strákar á lista yfir leikmennina sem eiga að „bjarga framtíð FCK“ Anton Ingi Leifsson skrifar 12. janúar 2021 07:02 Greinin sem birtist í Ekstra Bladet í desember. skjáskot/ekstra bladet Tveir ungir íslenskir piltar eru á lista Ekstra Bladet í Danmörku yfir þá leikmenn sem eiga að „bjarga framtíð FCK“, eins og stendur í fyrirsögn blaðsins. Gisle Thorsen, blaðamaður á Ekstra Bladet, gerði í desember grein í blað Ekstra Bladet þar sem hann taldi upp tíu leikmenn sem eiga að bjarga framtíð FCK. Á listanum eru tveir íslenskir dengir. Hinn sextán ára gamli Orri Stein Óskarsson af Seltjarnarnesi og hinn sautján ára Hákon Arnar Haraldsson af Akranesi. „Með fimmtán mörk í U17 deildinni er Orri ofarlega á markaskoraralistanum í deildinni. Einungis Oliver Roos í AaB og samherji hans Roony Bardghji hafa skorað jafn mörg mörk,“ stendur um Orra. „Hann fékk þrettán ára sinn fyrsta leik fyrir Gróttu í meistaraflokki og hann hefur síðan í sumar leikið með FCK eftir að hafa heimsótt félagið. Hann er með góða hæð og er fljótur og öflugur markaskorari.“ „Þegar FCK vann FC Midtjylland 8-1 skoraði hann þrjú mörk. Í síðustu viku [í desember] fékk hann sinn fyrsta leik fyrir U19 liðið og skoraði tvisvar. Í gær [í desember] skoraði hann tvisvar er þeir unnu OB 4-2.“ View this post on Instagram A post shared by KB Talent U9-U13 (@kbtalent) Í blaðinu er einnig umsögn um Hákon Arnar sem er lýst sem öflugum sóknarþenkjandi leikmann sem er öflugur með boltann í fótunum. „FCK náði í hinn íslenska Haraldsson á Akranes sumarið 2019. Íslenski sóknarmaðurinn er vanalega á hægri kantinum en er duglegur að koma inn í völlinn til að taka þátt í leiknum.“ „Hann er ekki sterkasti leikmaðurinn en hann er tæknilega góður og getur tengt vel í spili. Hákon Arnar Haraldsson getur tekið þátt í spili í litlum svæðum og kemur af mörkum af og til,“ sagði í greininni. Sá sem er talinn efnilegastur er þó hinn fimmtán ára gamli Roony Bardghji sem hefur vakið afar mikla athygli en hann skrifaði undir sinn fyrsta samning á dögunum. På sin 15-års fødselsdag har det svenske stortalent Roony Bardghji skrevet kontrakt med FCK Talent. Sidste weekend scorede han 4 (!) mål mod FCM i U17-ligaen. Det ene vildere end det andet. Se hans Messi-mål og de tre andre her... 👀😱🔥 #fcklive pic.twitter.com/3JiBrB89ri— F.C. København (@FCKobenhavn) November 15, 2020 Danski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Gisle Thorsen, blaðamaður á Ekstra Bladet, gerði í desember grein í blað Ekstra Bladet þar sem hann taldi upp tíu leikmenn sem eiga að bjarga framtíð FCK. Á listanum eru tveir íslenskir dengir. Hinn sextán ára gamli Orri Stein Óskarsson af Seltjarnarnesi og hinn sautján ára Hákon Arnar Haraldsson af Akranesi. „Með fimmtán mörk í U17 deildinni er Orri ofarlega á markaskoraralistanum í deildinni. Einungis Oliver Roos í AaB og samherji hans Roony Bardghji hafa skorað jafn mörg mörk,“ stendur um Orra. „Hann fékk þrettán ára sinn fyrsta leik fyrir Gróttu í meistaraflokki og hann hefur síðan í sumar leikið með FCK eftir að hafa heimsótt félagið. Hann er með góða hæð og er fljótur og öflugur markaskorari.“ „Þegar FCK vann FC Midtjylland 8-1 skoraði hann þrjú mörk. Í síðustu viku [í desember] fékk hann sinn fyrsta leik fyrir U19 liðið og skoraði tvisvar. Í gær [í desember] skoraði hann tvisvar er þeir unnu OB 4-2.“ View this post on Instagram A post shared by KB Talent U9-U13 (@kbtalent) Í blaðinu er einnig umsögn um Hákon Arnar sem er lýst sem öflugum sóknarþenkjandi leikmann sem er öflugur með boltann í fótunum. „FCK náði í hinn íslenska Haraldsson á Akranes sumarið 2019. Íslenski sóknarmaðurinn er vanalega á hægri kantinum en er duglegur að koma inn í völlinn til að taka þátt í leiknum.“ „Hann er ekki sterkasti leikmaðurinn en hann er tæknilega góður og getur tengt vel í spili. Hákon Arnar Haraldsson getur tekið þátt í spili í litlum svæðum og kemur af mörkum af og til,“ sagði í greininni. Sá sem er talinn efnilegastur er þó hinn fimmtán ára gamli Roony Bardghji sem hefur vakið afar mikla athygli en hann skrifaði undir sinn fyrsta samning á dögunum. På sin 15-års fødselsdag har det svenske stortalent Roony Bardghji skrevet kontrakt med FCK Talent. Sidste weekend scorede han 4 (!) mål mod FCM i U17-ligaen. Det ene vildere end det andet. Se hans Messi-mål og de tre andre her... 👀😱🔥 #fcklive pic.twitter.com/3JiBrB89ri— F.C. København (@FCKobenhavn) November 15, 2020
Danski boltinn Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira