Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. janúar 2021 10:25 Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til bæði Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um að breyta reglunum þannig að skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna hefjist við fertugt. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. Nýjar reglur þar að lútandi tóku gildi nú um áramótin þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans. Áður höfðu konur verið boðaðar í skimun við fertugt. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að endurskoða nýju reglurnar „þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára. Einnig hækkaði aldur kvenna í legghálsskoðun og viljum við að það verði einnig endurskoðað.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Heiðu Dröfn Bjarnadóttur. Hún lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini og sagði að boðun í skimun sem hún fékk fertug hafi líklega bjargað lífi sínu. Hún sagði það átakanlegt að heyra af ákvörðun yfirvalda um að skima ekki konur fyrr en við fimmtugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í gær að rökin fyrir breyttum reglum væru fyrst og fremst þau að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, sagði nýju reglurnar mikið áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ sagði Hulda og bætti við að það sé um 31 kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist með brjóstakrabbamein á hverju ári. Margar þeirra greinist í skimun. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Nýjar reglur þar að lútandi tóku gildi nú um áramótin þegar skimunin færðist frá Krabbameinsfélaginu til Landspítalans. Áður höfðu konur verið boðaðar í skimun við fertugt. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni er biðlað til Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, að endurskoða nýju reglurnar „þannig að þær leggi ekki konur í óþarfa hættu og bjargi því lífum með því að færa reglurnar aftur í sitt fyrra form þannig að allar konur fái sína fyrstu boðun í myndatöku aðeins 40 ára. Einnig hækkaði aldur kvenna í legghálsskoðun og viljum við að það verði einnig endurskoðað.“ Í fréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Heiðu Dröfn Bjarnadóttur. Hún lauk nýlega meðferð við brjóstakrabbameini og sagði að boðun í skimun sem hún fékk fertug hafi líklega bjargað lífi sínu. Hún sagði það átakanlegt að heyra af ákvörðun yfirvalda um að skima ekki konur fyrr en við fimmtugt. Formaður skimunarráðs sagði í samtali við fréttastofu í gær að rökin fyrir breyttum reglum væru fyrst og fremst þau að fleiri konur fái falskt jákvæða niðurstöðu á þessum aldri en þær sem greinast með krabbamein. Hulda Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein, sagði nýju reglurnar mikið áhyggjuefni. „Þetta fyrst og fremst kemur bara svolítið aftan að okkur og okkar félagsmönnum. Okkur finnst vanta samtal við þessar konur sem þetta hefur áhrif á. Og að þetta sé útskýrt og rökstutt hvað liggur að baki þessum ákvörðunum,“ sagði Hulda og bætti við að það sé um 31 kona á aldrinum 40-49 ára sem greinist með brjóstakrabbamein á hverju ári. Margar þeirra greinist í skimun.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira