„Hann er fyrirbæri, þessi gaur“ Sindri Sverrisson skrifar 12. janúar 2021 12:51 Elvar Örn Jónsson verður í stóru hlutverki hjá Íslandi á HM þar sem fyrsti leikur er við Portúgal á fimmtudagskvöld. vísir/Hulda Margrét „Fyrir mér á hann að geta orðið einn sá allra besti,“ segir Einar Andri Einarsson um Elvar Örn Jónsson sem sérfræðingar Seinni bylgjunnar telja að verði mikilvægasti leikmaður Íslands á HM í Egyptalandi. Elvar skoraði ellefu mörk og skapaði níu færi í leikjunum tveimur við Portúgal en gegndi einnig mikilvægu hlutverki í varnarleiknum. Brot úr Seinni bylgjunni þar sem Elvar var til umræðu má sjá hér að neðan. „Hann er algjör lykilmaður hjá okkur. Ég held að það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann spilar ekki í miðju varnarinnar, að það er gríðarleg pressa á honum sóknarlega. Þannig að hann geti, ef svo má segja, aðeins slakað á varnarlega. Auðvitað er hann samt ekkert að slaka,“ segir Ágúst Jóhannsson. „Hann er búinn að vera frábær, virðist vera í gríðarlega góðu formi, er bæði að skjóta vel og spila samherjana vel uppi, og ég hef verið mjög hrifinn af honum,“ bætir Ágúst við. Stundum finnst manni bara vanta meiri grimmd Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi, bendir á að Elvar hafi átt í ákveðnum vandræðum í sóknarleiknum á EM fyrir ári síðan en hafi greinilega ekki dvalið við það: „Ég held að hann hafi kannski komið inn í síðasta mót í ekki alveg sama gír og hann hefur verið í sínu félagsliði núna. Það spilar inn í. Hann er líka árinu eldri og reynslunni ríkari,“ segir Einar Andri, sem hrósar Selfyssingnum í hástert: „Hann er fyrirbæri, þessi gaur, líkamlega. Sjáið bara hreyfingarnar og hvað hann er öflugur. Stundum finnst manni bara vanta aðeins meiri grimmd, því manni finnst hann geta allt. Þið sjáið bara þessi mörk og hlutina sem hann er að gera. Það reynir gríðarlega mikið á hann í varnarleiknum, það tekur frá honum orku. Við fengjum kannski enn meira framlag frá honum ef hann væri svona lúxusleikmaður sem skipti bara inn á í sókn, eins og sumar þjóðir gera,“ segir Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Elvar Örn verður lykilmaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. HM 2021 í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira
Elvar skoraði ellefu mörk og skapaði níu færi í leikjunum tveimur við Portúgal en gegndi einnig mikilvægu hlutverki í varnarleiknum. Brot úr Seinni bylgjunni þar sem Elvar var til umræðu má sjá hér að neðan. „Hann er algjör lykilmaður hjá okkur. Ég held að það sé meðal annars ástæðan fyrir því að hann spilar ekki í miðju varnarinnar, að það er gríðarleg pressa á honum sóknarlega. Þannig að hann geti, ef svo má segja, aðeins slakað á varnarlega. Auðvitað er hann samt ekkert að slaka,“ segir Ágúst Jóhannsson. „Hann er búinn að vera frábær, virðist vera í gríðarlega góðu formi, er bæði að skjóta vel og spila samherjana vel uppi, og ég hef verið mjög hrifinn af honum,“ bætir Ágúst við. Stundum finnst manni bara vanta meiri grimmd Henry Birgir Gunnarsson, þáttastjórnandi, bendir á að Elvar hafi átt í ákveðnum vandræðum í sóknarleiknum á EM fyrir ári síðan en hafi greinilega ekki dvalið við það: „Ég held að hann hafi kannski komið inn í síðasta mót í ekki alveg sama gír og hann hefur verið í sínu félagsliði núna. Það spilar inn í. Hann er líka árinu eldri og reynslunni ríkari,“ segir Einar Andri, sem hrósar Selfyssingnum í hástert: „Hann er fyrirbæri, þessi gaur, líkamlega. Sjáið bara hreyfingarnar og hvað hann er öflugur. Stundum finnst manni bara vanta aðeins meiri grimmd, því manni finnst hann geta allt. Þið sjáið bara þessi mörk og hlutina sem hann er að gera. Það reynir gríðarlega mikið á hann í varnarleiknum, það tekur frá honum orku. Við fengjum kannski enn meira framlag frá honum ef hann væri svona lúxusleikmaður sem skipti bara inn á í sókn, eins og sumar þjóðir gera,“ segir Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Elvar Örn verður lykilmaður Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
HM 2021 í handbolta Seinni bylgjan Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Sjá meira