„Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2021 13:48 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist sjá eftir því að hafa ekki verið varkárari í orðum sínum í viðtali sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. Hann kveðst ekki myndu lýsa því þannig að Danir væru að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslands og Pfizer, líkt og haft var eftir honum í blaðinu. Hann segir viðtalið þó ekki hafa valdið neinu fjaðrafoki innan Pfizer. Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í morgun að Danir væru að öllum líkindum að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslendinga við Pfizer um bóluefnisrannsókn hér á landi. Kári lýsti því að trúnaðarbrestur fulltrúa Pfizer í Skandinavíu, konu að nafni Mette, væri rót vandans. Hún hefði verið á fundi Kára og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis með vísindamönnum Pfizer og sagt dönskum sóttvarnayfirvöldum frá viðræðunum. Danir vildu nú vera með í samningum, sem Kári taldi ekki vænlegt. Tíðkast ekki að segja frá án leyfis Kári segir í samtali við Vísi nú síðdegis að framsetningin sé óheppileg. „Það sem gerðist var að á fundinum með okkur Þórólfi og Ölmu [Möller, landlækni] var meðal annars fulltrúi Pfizer í Skandinavíu, hún Mette. Tveimur dögum síðar fæ ég póst frá yfirmanni sóttvarnastofnunar Danmerkur í Kaupmannahöfn, þar sem hann segist hafa verið að semja við Pfizer daginn áður og hafði frétt af því að við værum að reyna að semja við þá um rannsókn hér og hann vildi fá að vera með í því,“ segir Kári. „Mér fannst það óheppilegt að Mette hefði sagt frá þessu vegna þess að um leið og þú ferð að segja frá svona löguðu er hættan á að það spilli, af því þá vilji fleiri vera með og svo framvegis. En það er ekkert frekar sem hafði gerst og ég myndi ekki lýsa því þannig að Danir væru að reyna að eyðileggja fyrir okkur. En það er óheppilegt að Mette skyldi hafa sagt frá þessu án þess að fá leyfi okkar til þess. Það bara tíðkast ekki.“ Kári segir ekkert meira af málinu að segja. „Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum, þannig að þetta skrifast jafnt á mig sem Mette.“ Ekkert fjaðrafok Inntur eftir því hvort hann hafi heyrt eitthvað frá Pfizer vegna málsins, og hvort viðtalið í morgun hafi nokkuð valdið fjaðrafoki þar innanhúss, segir Kári að ekkert fjaðrafok hafi orðið. „Við reiknum með að heyra frá Pfizer snemma í þessari viku. En þetta var óheppileg frétt og hún skrifast á mig, að ég skuli ekki hafa verið varkárari í orðum mínum. Ég sé eftir þessu. En það er svo margt í þessu lífi sem ég sé eftir.“ Vísir hafði samband við Mette Skovdal, umræddan fulltrúa Pfizer, í morgun. Hún kvaðst ekki geta tjáð sig um málið og vísaði á talsmann fyrirtækisins. Vísir hefur sent Pfizer fyrirspurn vegna málsins. Ríkisútvarpið hefur eftir sóttvarnalækni í dag að Pfizer skoði nú hvort til sé nóg bóluefni í bólusetningarrannsókn hér á landi. Þórólfur segist vonast eftir svörum frá Pfizer í vikunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35 Rætt við fleiri en Pfizer um rannsókn á hjarðónæmi Rætt hefur verið við nokkra framleiðendur bóluefnis gegn kórónuveirunni um þá hugmynd að Ísland verði einskonar tilraunaverkefni til að rannsaka hjarðónæmi heillar þjóðar. 11. janúar 2021 06:58 Liggur við að Kári spyrji hvað Svíinn í Sviss sé að reykja „Ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér og það gleður mig,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um þann spádóm að Íslendingar þyrftu að glíma við nýja bylgju kórónuveirufaraldursins í tengslum við hátíðirnar. Þess í stað hafi gengið prýðilega að halda faraldrinum hér niðri, sérstaklega ef litið er til Bandaríkjanna eða ríkja Evrópu. 10. janúar 2021 23:56 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Haft var eftir Kára í Fréttablaðinu í morgun að Danir væru að öllum líkindum að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslendinga við Pfizer um bóluefnisrannsókn hér á landi. Kári lýsti því að trúnaðarbrestur fulltrúa Pfizer í Skandinavíu, konu að nafni Mette, væri rót vandans. Hún hefði verið á fundi Kára og Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis með vísindamönnum Pfizer og sagt dönskum sóttvarnayfirvöldum frá viðræðunum. Danir vildu nú vera með í samningum, sem Kári taldi ekki vænlegt. Tíðkast ekki að segja frá án leyfis Kári segir í samtali við Vísi nú síðdegis að framsetningin sé óheppileg. „Það sem gerðist var að á fundinum með okkur Þórólfi og Ölmu [Möller, landlækni] var meðal annars fulltrúi Pfizer í Skandinavíu, hún Mette. Tveimur dögum síðar fæ ég póst frá yfirmanni sóttvarnastofnunar Danmerkur í Kaupmannahöfn, þar sem hann segist hafa verið að semja við Pfizer daginn áður og hafði frétt af því að við værum að reyna að semja við þá um rannsókn hér og hann vildi fá að vera með í því,“ segir Kári. „Mér fannst það óheppilegt að Mette hefði sagt frá þessu vegna þess að um leið og þú ferð að segja frá svona löguðu er hættan á að það spilli, af því þá vilji fleiri vera með og svo framvegis. En það er ekkert frekar sem hafði gerst og ég myndi ekki lýsa því þannig að Danir væru að reyna að eyðileggja fyrir okkur. En það er óheppilegt að Mette skyldi hafa sagt frá þessu án þess að fá leyfi okkar til þess. Það bara tíðkast ekki.“ Kári segir ekkert meira af málinu að segja. „Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum, þannig að þetta skrifast jafnt á mig sem Mette.“ Ekkert fjaðrafok Inntur eftir því hvort hann hafi heyrt eitthvað frá Pfizer vegna málsins, og hvort viðtalið í morgun hafi nokkuð valdið fjaðrafoki þar innanhúss, segir Kári að ekkert fjaðrafok hafi orðið. „Við reiknum með að heyra frá Pfizer snemma í þessari viku. En þetta var óheppileg frétt og hún skrifast á mig, að ég skuli ekki hafa verið varkárari í orðum mínum. Ég sé eftir þessu. En það er svo margt í þessu lífi sem ég sé eftir.“ Vísir hafði samband við Mette Skovdal, umræddan fulltrúa Pfizer, í morgun. Hún kvaðst ekki geta tjáð sig um málið og vísaði á talsmann fyrirtækisins. Vísir hefur sent Pfizer fyrirspurn vegna málsins. Ríkisútvarpið hefur eftir sóttvarnalækni í dag að Pfizer skoði nú hvort til sé nóg bóluefni í bólusetningarrannsókn hér á landi. Þórólfur segist vonast eftir svörum frá Pfizer í vikunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35 Rætt við fleiri en Pfizer um rannsókn á hjarðónæmi Rætt hefur verið við nokkra framleiðendur bóluefnis gegn kórónuveirunni um þá hugmynd að Ísland verði einskonar tilraunaverkefni til að rannsaka hjarðónæmi heillar þjóðar. 11. janúar 2021 06:58 Liggur við að Kári spyrji hvað Svíinn í Sviss sé að reykja „Ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér og það gleður mig,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um þann spádóm að Íslendingar þyrftu að glíma við nýja bylgju kórónuveirufaraldursins í tengslum við hátíðirnar. Þess í stað hafi gengið prýðilega að halda faraldrinum hér niðri, sérstaklega ef litið er til Bandaríkjanna eða ríkja Evrópu. 10. janúar 2021 23:56 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Fleiri fréttir Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Sjá meira
Segir umboðsmann Pfizer hafa brotið trúnað um viðræður Íslendinga við fyrirtækið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir Dani að öllum líkindum vera að eyðileggja fyrir Íslendingum gagnvart lyfjafyrirtækinu Pfizer um að rannsaka áhrif bóluefnis gegn Covid-19 á heila þjóð. 12. janúar 2021 06:35
Rætt við fleiri en Pfizer um rannsókn á hjarðónæmi Rætt hefur verið við nokkra framleiðendur bóluefnis gegn kórónuveirunni um þá hugmynd að Ísland verði einskonar tilraunaverkefni til að rannsaka hjarðónæmi heillar þjóðar. 11. janúar 2021 06:58
Liggur við að Kári spyrji hvað Svíinn í Sviss sé að reykja „Ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér og það gleður mig,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, um þann spádóm að Íslendingar þyrftu að glíma við nýja bylgju kórónuveirufaraldursins í tengslum við hátíðirnar. Þess í stað hafi gengið prýðilega að halda faraldrinum hér niðri, sérstaklega ef litið er til Bandaríkjanna eða ríkja Evrópu. 10. janúar 2021 23:56
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent