Kaþólska kirkjan byrjar messuhald á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2021 15:12 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í byrjun janúar formlega rannsókn á meintu sóttvarnabroti kaþólsku kirkjunnar eftir að fleiri en fimmtíu manns komu saman í messu í Landakotskirkju sunnudaginn 3. janúar. Vísir/Sigurjón Kaþólska kirkjan á Íslandi hyggst hefja messuhald á ný þegar breyttar samkomutakmarkanir taka gildi á morgun. Messum á vegum kirkjunnar var aflýst í byrjun mánaðar eftir að of margir komu þar saman í að minnsta kosti tvígang. Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni, sem biskupinn David B. Tencer skrifar undir. Tuttugu mega koma saman í stað tíu áður með nýjum samkomutakmörkunum sem taka gildi á morgun, 13. janúar. Í ljósi þessa hefur kirkjan ákveðið að byrja aftur með opinberar messur. Í tilkynningu segir að sóknarprestar sem sjái að of margir vilji koma í messu geti fjölgað messum. Sérstaklega er tekið fram að allir prestar geti lesið þrjár messur á sunnudögum. „Á sama tíma er þessum prestum boðið að sækja um undanþágu fyrir fleiri kirkjugesti hjá sóttvarnayfirvöldum,“ segir í tilkynningu. Vilja leyfa hundrað í venjulegri messu Þá áréttar kirkjan þá skoðun sína að sóttvarnareglur sem gilda um helgihald séu ósanngjarnar. „Við vonum að þeir sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum skilji það vel, að fyrst 100 manns geta verið viðstaddir sálumessu (jarðarför) (og teljast börn fædd eftir 2005 ekki með í þeim fjölda) ætti að vera hægt að leyfa 100 persónur við venjulega messu í sama rými. Covid er okkar sameiginlegi óvinur. Reynum sem best að hjálpa við að sigrast á þessari farsótt og endilega biðjum Guð um þá náð frá honum.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í byrjun janúar formlega rannsókn á meintu sóttvarnabroti kaþólsku kirkjunnar eftir að fleiri en fimmtíu manns komu saman í messu í Landakotskirkju sunnudaginn 3. janúar. Lögregla hafði áður haft afskipti af helgihaldi í kirkjunni á aðfangadag, þar sem talið er að á annað hundrað manns hafi verið samankomnir í pólskri jólamessu. Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. 3. janúar 2021 19:02 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá kirkjunni, sem biskupinn David B. Tencer skrifar undir. Tuttugu mega koma saman í stað tíu áður með nýjum samkomutakmörkunum sem taka gildi á morgun, 13. janúar. Í ljósi þessa hefur kirkjan ákveðið að byrja aftur með opinberar messur. Í tilkynningu segir að sóknarprestar sem sjái að of margir vilji koma í messu geti fjölgað messum. Sérstaklega er tekið fram að allir prestar geti lesið þrjár messur á sunnudögum. „Á sama tíma er þessum prestum boðið að sækja um undanþágu fyrir fleiri kirkjugesti hjá sóttvarnayfirvöldum,“ segir í tilkynningu. Vilja leyfa hundrað í venjulegri messu Þá áréttar kirkjan þá skoðun sína að sóttvarnareglur sem gilda um helgihald séu ósanngjarnar. „Við vonum að þeir sem bera ábyrgð á sóttvarnarreglum skilji það vel, að fyrst 100 manns geta verið viðstaddir sálumessu (jarðarför) (og teljast börn fædd eftir 2005 ekki með í þeim fjölda) ætti að vera hægt að leyfa 100 persónur við venjulega messu í sama rými. Covid er okkar sameiginlegi óvinur. Reynum sem best að hjálpa við að sigrast á þessari farsótt og endilega biðjum Guð um þá náð frá honum.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hóf í byrjun janúar formlega rannsókn á meintu sóttvarnabroti kaþólsku kirkjunnar eftir að fleiri en fimmtíu manns komu saman í messu í Landakotskirkju sunnudaginn 3. janúar. Lögregla hafði áður haft afskipti af helgihaldi í kirkjunni á aðfangadag, þar sem talið er að á annað hundrað manns hafi verið samankomnir í pólskri jólamessu.
Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46 „Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. 3. janúar 2021 19:02 Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50 Mest lesið Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Erlent Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Innlent Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Innlent Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Sjá meira
Biður fyrir því að sóttvarnayfirvöld „íhugi málin með visku“ „Ég lýsi yfir að þrátt fyrir góðan vilja getum við ekki fylgt öllum gildandi sóttvarnareglum í sambandi við messuhald í kirkjum okkar. Með harm í hjarta hef ég tekið þá ákvörðun að aflýsa öllum opinberum sunnudagsmessum og vigilmessum á laugardagskvöldum. Ákvörðunin tekur þegar gildi.“ 4. janúar 2021 11:46
„Maður verður fyrst og fremst dapur þegar maður fær svona fréttir“ „Einstök mál eru rannsökuð hjá staðarlögreglu eftir því sem við á, sem í þessu tilfelli er lögreglan á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, þegar fréttastofa leitaði eftir viðbrögðum hans við mannmargri messu sem haldin var í Landakotskirkju í dag. 3. janúar 2021 19:02
Of margir í messu í Landakotskirkju í dag Allt of margir voru komnir saman til messu í Landakotskirkju á öðrum tímanum í dag og mætti lögreglan á staðinn og ræddi við sóknarprest. Rúv greinir frá. 3. janúar 2021 14:50