Bindur vonir við að bólusetning komist á almennilegt skrið í lok mars Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. janúar 2021 15:13 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir rýnir í þá samninga sem Ísland hefur gert við lyfjaframleiðendur og næstu skref. Vísir/Baldur Hrafnkell Jákvæðar fréttir bárust frá lyfjaframleiðandanum AstraZeneca í morgun en búið er að sækja um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun hljóta flýtimeðferð hjá stofnuninni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnar þessum tíðindum enda er AstraZeneca einn af þeim framleiðendum sem Ísland hefur gert stóran samning við. „Ég held að vonir standi til að AstraZeneca fái markaðsleyfið síðar í þessum mánuði og það er bara flott. Þá fer þetta vonandi að gerast og svo sjáum við bara til hvað þeir eru tilbúnir að afhenda mikið bóluefni svona fyrst um sinn.“ Ísland hefur gert samning við AstraZeneca um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga. „Svo er það Janssen, sem við vitum ekki hvenær fær markaðsleyfi en það hefur verið talað um febrúar í því samhengi. Það er bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga. Svo náttúrulega standa vonir til að Pfizer og Moderna muni geta hraðað sinni afhendingu eftir því sem framleiðslan eykst. Auðvitað bindur maður vonir við að þetta muni allt saman fara á gott skrið bara núna fljótlega eftir mars, til dæmis. Við vitum hvernig áætlanir eru út mars og það er í rauninni það eina sem við höfum í hendi eins og staðan er núna en það gæti breyst.“ Staðan í faraldrinum innanlands er góð að mati sóttvarnalæknis. Bæði hann og heilbrigðisráðherra hafa sagt að gildistaka nýrra sóttvarnareglna væri háð áframhaldandi góðum árangri innanlands. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? „Nei, þetta hefur gengið ágætlega og tölurnar í dag eru ánægjulegar þannig að það er bara fínt. Eins og staðan er núna tel ég ekki ástæðu til að endurskoða þær.“ Nýjar sóttvarnareglur munu því taka gildi á morgun en í þeim felst meðal annars tuttugu manna samkomubann, hóptímar í líkamsræktarstöðvum verða heimilaðar og sem og íþróttaiðkun fyrir alla aldurshópa, svo fátt eitt sé nefnt. Einu breytingarnar sem heilbrigðisráðherra hefur gert síðan nýjar sóttvarnareglur voru kynntar er hækkun viðmiðunartölu í útförum úr 50 í 100. Þá munu reglur um verslun hér á landi haldast óbreyttar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fagnar þessum tíðindum enda er AstraZeneca einn af þeim framleiðendum sem Ísland hefur gert stóran samning við. „Ég held að vonir standi til að AstraZeneca fái markaðsleyfið síðar í þessum mánuði og það er bara flott. Þá fer þetta vonandi að gerast og svo sjáum við bara til hvað þeir eru tilbúnir að afhenda mikið bóluefni svona fyrst um sinn.“ Ísland hefur gert samning við AstraZeneca um 230.000 skammta sem duga fyrir um 115.000 einstaklinga. „Svo er það Janssen, sem við vitum ekki hvenær fær markaðsleyfi en það hefur verið talað um febrúar í því samhengi. Það er bóluefni fyrir 235 þúsund einstaklinga. Svo náttúrulega standa vonir til að Pfizer og Moderna muni geta hraðað sinni afhendingu eftir því sem framleiðslan eykst. Auðvitað bindur maður vonir við að þetta muni allt saman fara á gott skrið bara núna fljótlega eftir mars, til dæmis. Við vitum hvernig áætlanir eru út mars og það er í rauninni það eina sem við höfum í hendi eins og staðan er núna en það gæti breyst.“ Staðan í faraldrinum innanlands er góð að mati sóttvarnalæknis. Bæði hann og heilbrigðisráðherra hafa sagt að gildistaka nýrra sóttvarnareglna væri háð áframhaldandi góðum árangri innanlands. Hefur eitthvað breyst í þeim efnum? „Nei, þetta hefur gengið ágætlega og tölurnar í dag eru ánægjulegar þannig að það er bara fínt. Eins og staðan er núna tel ég ekki ástæðu til að endurskoða þær.“ Nýjar sóttvarnareglur munu því taka gildi á morgun en í þeim felst meðal annars tuttugu manna samkomubann, hóptímar í líkamsræktarstöðvum verða heimilaðar og sem og íþróttaiðkun fyrir alla aldurshópa, svo fátt eitt sé nefnt. Einu breytingarnar sem heilbrigðisráðherra hefur gert síðan nýjar sóttvarnareglur voru kynntar er hækkun viðmiðunartölu í útförum úr 50 í 100. Þá munu reglur um verslun hér á landi haldast óbreyttar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Tveir greindust innanlands og fimmtán á landamærum Tveir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Annar þeirra sem greindist var í sóttkví en hinn ekki. 12. janúar 2021 10:59
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30