Níu þúsund börn létust á írskum heimilum fyrir ógiftar mæður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. janúar 2021 23:04 Stofnanirnar komust í heimsfréttirnar árið 2014 þegar líkamsleifar hundruða barna fundust grafin þar sem áður var rekið heimili fyrir ógiftar mæður og börn þeirra. Á 19. og 20. öld létust 9.000 börn á átján stofnunum á Írlandi fyrir konur og stúlkur sem urðu þungaðar utan hjónabands. Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var í dag en forsætisráðherra landsins segir um að ræða myrkan, erfiðan og skammarlegan kafla í sögu þjóðarinnar. „Við verðum sem þjóð að horfast í augu við allan sannleika fortíðar okkar,“ sagði Micheál Martin fyrr í dag en á morgun mun hann biðja hlutaðeigandi afsökunar á írska þinginu. Heimilin átján sem voru til rannsóknar hýstu 56 þúsund mæður og 57 þúsund börn á umræddu tímabili. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að um 15% þeirra barna sem fæddust á heimilunum hefðu látist. Mörg þeirra barna sem fæddust á heimilunum voru ættleidd eða flutt á munaðarleysingjaheimili kaþólsku kirkjunnar. Í skýrslunni segir að konurnar og börnin hefðu ekki átt heima á umræddum stofnunum og að margar kvennanna hefðu verið beittar andlegu ofbeldi. Forsætisráðherrann sagði írsku þjóðina hafa komið einstaklega illa fram við mæðurnar og börnin.epa/Julien Behal Sláandi skortur á grundvallar manngæsku „Innlagnir“ á heimilin voru flestar á 7. og 8. áratug síðustu aldar en oft voru það fjölskyldur kvennanna sem sendu þær á stofnanir af ótta við skömmina sem fylgdi því þegar konur urðu þungaðar utan hjónabands. Forsætisráðherrann sagði í dag að írska þjóðin hefði komið einstaklega illa fram við þessar konur og börnin þeirra. Afstaðan til kynlífs og nándar hefði verið öfugsnúin og ungar mæður og börnin þeirra hefðu verið látin gjalda fyrir. Sem þjóðfélag hefðu Írar leyft dómhörku og afbrigðilegu trúarlegu siðferði og stjórnun ráða för. „En það sem er mest sláandi er skorturinn á grundvallar manngæsku,“ sagði hann. Skortur á manngæsku og mannvonska virðast hafa verið gegnumgangandi en engar vísbendingar fundust um kynferðisofbeldi eða líkamlegt ofbeldi. Barnamálaráðherrann Roderic O'Gorman sagði að skýrslan sýndi að ógiftar mæður og börn þeirra hefðu um áratugalangt skeið mætt fordómum sem rændu þau sjálfræðinu og í sumum tilvikum, framtíðinni. Rannsóknarnefndin telur að hvergi í heiminum hafi fleiri ógiftar mæður verið sendar á sérstök heimili en á Írlandi. Björguðu ekki lífum, heldur settu þau í hættu Í skýrslunni kemur fram að áþekk heimili hafi verið rekin víðar um heim en hlutfall ógiftra mæðra sem var sendur á slíkar stofnanir hafi líklega hvergi verið hærra en á Írlandi. „Á árunum fyrir 1960 björguðu mæðra- og barnaheimili ekki lífum „óskilgetinna“ barna; þau virðast þvert á móti hafa dregið umtalsvert úr lífslíkum þeirra,“ segir í skýrslunni. Heimilin komust fyrst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar fjöldi líkamsleifa fannst í Tuam í Galway-sýslu, þar sem áður var rekið mæðra- og barnaheimili. Sagnfræðingurinn Catherine Corless komst að þeirri niðurstöðu að 796 börn hefðu verið grafin á jörðinni. Corless gagnrýndi í dag hvernig málið hefði verið afgreitt með fjarfundi forsætisráðherrans og þolenda. „Margir þolendanna eru í miklu uppnámi, þeim finnst bara verið að henda í þá bætur, það eigi að borga þeim og svo gleyma þessu.“ Rannsóknarnefndin hefur lagt fram tillögur um úrbætur í 53 liðum, þeirra á meðal eru bætur til handa þolendum og leiðir til að minnast atburðanna. BBC og Guardian greindu frá. Írland Ofbeldi gegn börnum Jafnréttismál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
„Við verðum sem þjóð að horfast í augu við allan sannleika fortíðar okkar,“ sagði Micheál Martin fyrr í dag en á morgun mun hann biðja hlutaðeigandi afsökunar á írska þinginu. Heimilin átján sem voru til rannsóknar hýstu 56 þúsund mæður og 57 þúsund börn á umræddu tímabili. Rannsóknarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að um 15% þeirra barna sem fæddust á heimilunum hefðu látist. Mörg þeirra barna sem fæddust á heimilunum voru ættleidd eða flutt á munaðarleysingjaheimili kaþólsku kirkjunnar. Í skýrslunni segir að konurnar og börnin hefðu ekki átt heima á umræddum stofnunum og að margar kvennanna hefðu verið beittar andlegu ofbeldi. Forsætisráðherrann sagði írsku þjóðina hafa komið einstaklega illa fram við mæðurnar og börnin.epa/Julien Behal Sláandi skortur á grundvallar manngæsku „Innlagnir“ á heimilin voru flestar á 7. og 8. áratug síðustu aldar en oft voru það fjölskyldur kvennanna sem sendu þær á stofnanir af ótta við skömmina sem fylgdi því þegar konur urðu þungaðar utan hjónabands. Forsætisráðherrann sagði í dag að írska þjóðin hefði komið einstaklega illa fram við þessar konur og börnin þeirra. Afstaðan til kynlífs og nándar hefði verið öfugsnúin og ungar mæður og börnin þeirra hefðu verið látin gjalda fyrir. Sem þjóðfélag hefðu Írar leyft dómhörku og afbrigðilegu trúarlegu siðferði og stjórnun ráða för. „En það sem er mest sláandi er skorturinn á grundvallar manngæsku,“ sagði hann. Skortur á manngæsku og mannvonska virðast hafa verið gegnumgangandi en engar vísbendingar fundust um kynferðisofbeldi eða líkamlegt ofbeldi. Barnamálaráðherrann Roderic O'Gorman sagði að skýrslan sýndi að ógiftar mæður og börn þeirra hefðu um áratugalangt skeið mætt fordómum sem rændu þau sjálfræðinu og í sumum tilvikum, framtíðinni. Rannsóknarnefndin telur að hvergi í heiminum hafi fleiri ógiftar mæður verið sendar á sérstök heimili en á Írlandi. Björguðu ekki lífum, heldur settu þau í hættu Í skýrslunni kemur fram að áþekk heimili hafi verið rekin víðar um heim en hlutfall ógiftra mæðra sem var sendur á slíkar stofnanir hafi líklega hvergi verið hærra en á Írlandi. „Á árunum fyrir 1960 björguðu mæðra- og barnaheimili ekki lífum „óskilgetinna“ barna; þau virðast þvert á móti hafa dregið umtalsvert úr lífslíkum þeirra,“ segir í skýrslunni. Heimilin komust fyrst í heimsfréttirnar árið 2014 þegar fjöldi líkamsleifa fannst í Tuam í Galway-sýslu, þar sem áður var rekið mæðra- og barnaheimili. Sagnfræðingurinn Catherine Corless komst að þeirri niðurstöðu að 796 börn hefðu verið grafin á jörðinni. Corless gagnrýndi í dag hvernig málið hefði verið afgreitt með fjarfundi forsætisráðherrans og þolenda. „Margir þolendanna eru í miklu uppnámi, þeim finnst bara verið að henda í þá bætur, það eigi að borga þeim og svo gleyma þessu.“ Rannsóknarnefndin hefur lagt fram tillögur um úrbætur í 53 liðum, þeirra á meðal eru bætur til handa þolendum og leiðir til að minnast atburðanna. BBC og Guardian greindu frá.
Írland Ofbeldi gegn börnum Jafnréttismál Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent