Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2021 07:09 Þórarinn Ævarsson er einn þeirra sem vill kaupa Domino's á Íslandi. Vísir/Gulli Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins eru viðskiptafélagar Þórarins í Spaðanaum þeir Jón Pálmason, annar eigenda IKEA á Íslandi, og Guðni Rafn Eiríksson, fjárfestir og eigandi Skakkaturns, umboðsaðila Apple á Íslandi. Framtakssjóðurinn Alfa hefur einnig skilað inn tilboði í Domino‘s en áður hafði verið greint frá því fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefði gert kauptilboð í reksturinn. Birgir Örn Birgisson, núverandi framkvæmdastjóri Domino‘s á Íslandi og Skeljungur standa með honum að tilboðinu. Stjórn Domino‘s í Bretlandi hefur ekki enn tekið ákvörðun um að ganga til einkaviðræðna á grundvelli skuldbindandi tilboðs, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, að því er heimildir Markaðarins herma. Birgir Bieltvedt hefur tvívegis áður komið að rekstri Domino‘s hér á landi og er í dag meðal eigenda pizzukeðjunnar í Noregi. Hann kom að opnun staðarins á Íslandi árið 1993 en seldi hlut sinn í aðdraganda hrunsins. 2011 keypti hann reksturinn aftur og seldi hann svo 2016 og 2017 með margra milljarða króna hagnaði. Þá kom Þórarinn Ævarsson einnig að opnun Domino‘s 1993 og hann stýrði fyrirtækinu frá 2000 til 2005. Eftir að hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri IKEA opnaði hann pizzastaðinn Spaðann sem er með útibú í Kópavogi og Hafnarfirði. Veitingastaðir Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira
Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í dag. Samkvæmt heimildum blaðsins eru viðskiptafélagar Þórarins í Spaðanaum þeir Jón Pálmason, annar eigenda IKEA á Íslandi, og Guðni Rafn Eiríksson, fjárfestir og eigandi Skakkaturns, umboðsaðila Apple á Íslandi. Framtakssjóðurinn Alfa hefur einnig skilað inn tilboði í Domino‘s en áður hafði verið greint frá því fjárfestirinn Birgir Þór Bieltvedt hefði gert kauptilboð í reksturinn. Birgir Örn Birgisson, núverandi framkvæmdastjóri Domino‘s á Íslandi og Skeljungur standa með honum að tilboðinu. Stjórn Domino‘s í Bretlandi hefur ekki enn tekið ákvörðun um að ganga til einkaviðræðna á grundvelli skuldbindandi tilboðs, með fyrirvara um áreiðanleikakönnun, að því er heimildir Markaðarins herma. Birgir Bieltvedt hefur tvívegis áður komið að rekstri Domino‘s hér á landi og er í dag meðal eigenda pizzukeðjunnar í Noregi. Hann kom að opnun staðarins á Íslandi árið 1993 en seldi hlut sinn í aðdraganda hrunsins. 2011 keypti hann reksturinn aftur og seldi hann svo 2016 og 2017 með margra milljarða króna hagnaði. Þá kom Þórarinn Ævarsson einnig að opnun Domino‘s 1993 og hann stýrði fyrirtækinu frá 2000 til 2005. Eftir að hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri IKEA opnaði hann pizzastaðinn Spaðann sem er með útibú í Kópavogi og Hafnarfirði.
Veitingastaðir Mest lesið Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Viðskipti innlent Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Viðskipti innlent Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Sjá meira