„Þetta er ekki hugsað til að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. janúar 2021 13:42 Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir að staðan sé viðkvæm í faraldrinum. Tilslakanir séu fyrst og fremst hugsaðar fyrir atvinnulífið. Nú sé ekki tími veisluhalda. Vísir/vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að fólk verði að gera sér grein fyrir því að tilslakanir á sóttvarnareglum séu alls ekki hugsaðar til þess að fólk geti haldið veislur og partí. Með nýjum reglum sé síður en svo verið að gefa græna ljósið gagnvart slíkum samkomum. Tilslakanir séu fyrst og fremst hugsaðar til að auðvelda atvinnustarfsemi í landinu eftir að langþráðum árangri hefur verið náð í faraldrinum innanlands. „Þótt verið sé að létta núna [á takmörkunum] og að sé verið að fara úr tíu manns í tuttugu manna takmarkanir, þá þýðir það alls ekki að fólk eigi að halda partí. Síður en svo. Einmitt af því staðan er svo viðkvæm. Þetta er gert til að létta á þjóðfélaginu. Víða á mörgum vinnustöðum hefur reynst mjög erfitt að vera með tíu manna hólf og að fara í tuttugu manna hólf gerir lífið töluvert auðveldara fyrir vinnustaðinn.“ Rögnvaldur var afar afdráttarlaus þegar hann útskýrði þá hugsun sem liggur að baki nýjum reglum. „Það er fyrst og fremst það sem við erum að hugsa um. Þetta er ekki hugsað til þess að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda. Allar samkomur og hópamyndanir viljum við hafa sem allra, allra minnsta. Það gildir áfram.“ Hann var spurður hvernig eftirliti lögreglu og almannavarna verður háttað með gildistöku nýrra reglna. „Staðarlögregla á hverjum stað hefur séð um eftirlitið og svo fáum við töluvert um ábendingar sem við fylgjum eftir. Við eigum von á því að það verði aðeins meira eftirlit, við fáum líka oft fleiri tilkynningar til okkar þegar verið er að breyta, hvort sem það eru afléttingar er þrengingar á reglunum.“ Rögnvaldur segir að sumir séu gjarnir á að túlka nýjar reglur ansi frjálslega og að á stundum virðist óskhyggjan ein ráða för. „Við biðlum til fólks að falla ekki í þá freistni að túlka reglurnar víðar heldur en þær eru hugsaðar, frekar að hugsa þær þrengra því við erum á viðkvæmum tíma þótt staðan sé góð hjá okkur í augnablikinu sérstaklega samanborið við nágrannalöndin. Þetta er ekki búið. Enn eru smit í samfélaginu og það þarf ekki mikið til að veiran fari í útbreiðslu.“ Verði það raunin blasi aðeins eitt við. „Þá þarf að þrengja aftur og það vill náttúrlega enginn standa í því. Þess vegna er þetta bara enn meiri hvatning til okkar allra að passa okkur, bæði rekstraraðila, viðskiptavina og allra, að ganga frekar lengra heldur hitt í sóttvörnum.“ Rögnvaldur bendir á að þrátt fyrir að bólusetning viðkvæmra hópa sé hafin þá séu alls ekki allir í þeim hóp komnir með bólusetningu. Þess vegna sé mikilvægt að sýna nærgætni og varkárni. „Staða Íslands er mjög sérstök. Við stöndum frammi fyrir því að geta létt á takmörkunum á meðan aðrir eru að herða þær og jafnvel umtalsvert. Svona árangur kemur ekki að sjálfu sér. Hann næst því allir hafa staðið sig og hjálpast að og á sama tíma er fólk orðið langeygt eftir því að fá umbun fyrir. Það er það sem við sjáum núna en á sama tíma þýðir þessi umbun að við þurfum að fara ennþá varlegar og passa okkur ennþá betur því þetta getur breyst fljótt. Við fylgjumst gríðarlega vel með því sem gerist inn í samfélaginu og ætlum okkur að bregðast hratt við ef breyting verður til verri vegar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu. 12. janúar 2021 15:36 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Með nýjum reglum sé síður en svo verið að gefa græna ljósið gagnvart slíkum samkomum. Tilslakanir séu fyrst og fremst hugsaðar til að auðvelda atvinnustarfsemi í landinu eftir að langþráðum árangri hefur verið náð í faraldrinum innanlands. „Þótt verið sé að létta núna [á takmörkunum] og að sé verið að fara úr tíu manns í tuttugu manna takmarkanir, þá þýðir það alls ekki að fólk eigi að halda partí. Síður en svo. Einmitt af því staðan er svo viðkvæm. Þetta er gert til að létta á þjóðfélaginu. Víða á mörgum vinnustöðum hefur reynst mjög erfitt að vera með tíu manna hólf og að fara í tuttugu manna hólf gerir lífið töluvert auðveldara fyrir vinnustaðinn.“ Rögnvaldur var afar afdráttarlaus þegar hann útskýrði þá hugsun sem liggur að baki nýjum reglum. „Það er fyrst og fremst það sem við erum að hugsa um. Þetta er ekki hugsað til þess að þú getir haldið partíið sem þig hefur langað til að halda. Allar samkomur og hópamyndanir viljum við hafa sem allra, allra minnsta. Það gildir áfram.“ Hann var spurður hvernig eftirliti lögreglu og almannavarna verður háttað með gildistöku nýrra reglna. „Staðarlögregla á hverjum stað hefur séð um eftirlitið og svo fáum við töluvert um ábendingar sem við fylgjum eftir. Við eigum von á því að það verði aðeins meira eftirlit, við fáum líka oft fleiri tilkynningar til okkar þegar verið er að breyta, hvort sem það eru afléttingar er þrengingar á reglunum.“ Rögnvaldur segir að sumir séu gjarnir á að túlka nýjar reglur ansi frjálslega og að á stundum virðist óskhyggjan ein ráða för. „Við biðlum til fólks að falla ekki í þá freistni að túlka reglurnar víðar heldur en þær eru hugsaðar, frekar að hugsa þær þrengra því við erum á viðkvæmum tíma þótt staðan sé góð hjá okkur í augnablikinu sérstaklega samanborið við nágrannalöndin. Þetta er ekki búið. Enn eru smit í samfélaginu og það þarf ekki mikið til að veiran fari í útbreiðslu.“ Verði það raunin blasi aðeins eitt við. „Þá þarf að þrengja aftur og það vill náttúrlega enginn standa í því. Þess vegna er þetta bara enn meiri hvatning til okkar allra að passa okkur, bæði rekstraraðila, viðskiptavina og allra, að ganga frekar lengra heldur hitt í sóttvörnum.“ Rögnvaldur bendir á að þrátt fyrir að bólusetning viðkvæmra hópa sé hafin þá séu alls ekki allir í þeim hóp komnir með bólusetningu. Þess vegna sé mikilvægt að sýna nærgætni og varkárni. „Staða Íslands er mjög sérstök. Við stöndum frammi fyrir því að geta létt á takmörkunum á meðan aðrir eru að herða þær og jafnvel umtalsvert. Svona árangur kemur ekki að sjálfu sér. Hann næst því allir hafa staðið sig og hjálpast að og á sama tíma er fólk orðið langeygt eftir því að fá umbun fyrir. Það er það sem við sjáum núna en á sama tíma þýðir þessi umbun að við þurfum að fara ennþá varlegar og passa okkur ennþá betur því þetta getur breyst fljótt. Við fylgjumst gríðarlega vel með því sem gerist inn í samfélaginu og ætlum okkur að bregðast hratt við ef breyting verður til verri vegar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Tengdar fréttir Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19 Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu. 12. janúar 2021 15:36 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Fleiri fréttir Gámur á akgrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Sjá meira
Þessar breytingar á samkomubanni tóku gildi á miðnætti Nýjar reglur á samkomutakmörkunum tóku gildi á miðnætti. Nú mega tuttugu koma saman í stað tíu áður, líkamsræktarstöðvar mega hafa opið en einungis fyrir hóptíma þar sem ítrustu sóttvarnareglum er fylgt og veitingastaðir mega taka á móti tuttugu gestum í sama rými í stað fimmtán. 13. janúar 2021 06:19
Svona eru reglurnar á skíðasvæðunum sem opna á morgun eftir tíu mánaða hlé Skíðasvæði á Íslandi opna á morgun þegar nýjar samkomutakmarkanir taka gildi. Ekki má þó taka við nema helming af hámarksfjölda gesta á hverju svæði, auk þess sem skíðaskálar og skíðaleigur verða lokaðar og gestir þurfa að bera grímu. 12. janúar 2021 15:36