Fresta breytingum á skimun eftir mikla gagnrýni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2021 15:50 Svandís Svavarsdóttir hefur ákveðið að fresta umdeildum breytingum um ótiltekinn tíma. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fresta um ótiltekinn tíma breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna lýðgrundaðra skimana fyrir brjóstakrabbameinum. Kynna þurfi betur áformaðar breytingar og fagleg rök að baki þeim. Ákvörðun um að hækka efri mörk aldursviðmiðanna úr 69 árum í 74 ár stendur óbreytt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Krabbameinsskimanir voru í byrjun árs færðar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslu og Landspítala. Um leið var ákveðið að bjóða konum ekki boðið upp á brjóstaskimanir fyrr en við fimmtugt í stað fertugt eins og áður var. Breytingin sætti mikilli gagnrýni en hátt í 33 þúsund undirskriftir höfðu safnast á innan við tveimur sólarhringum þar sem þess var krafist að breytingarnar yrðu endurskoðaðar. Brjóstaskurðlæknir sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa efasemdir um þá ákvörðun að hefja skimun fyrir brjóstakrabbameini um fimmtugt í stað fertugs. Ísland sé í aðstöðu til að gera betur og miða þjónustuna við hverja konu. „Skimunarráð sem starfar á vegum embættis landlæknis fjallar um fyrirkomulag skimana fyrir krabbameinum á faglegum forsendum og byggir á bestu þekkingu hverju sinni. Það er mat skimunarráðs að breyta skuli aldursviðmiðum brjóstaskimana þannig að skimanir hefjist ekki fyrr en við 50 ára aldur en að efri aldursmörkin hækki úr 69 árum í 74. Tillaga um að hækka lægri aldursviðmiðin var fyrst lögð fram árið 2016 af hálfu embættis landlæknis og aftur á liðnu ári þar sem embætti landlæknis byggði á niðurstöðum skimunarráðs þess efnis,“ segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hvorki hafa forsendur né ástæður til að draga í efa faglegt mat sérfræðinga skimunarráðs eða embættis landlæknis um aldursviðmið krabbameinsskimana. Aftur á móti sé þarna um nokkuð miklar breytingar að ræða varðandi neðri aldursviðmiðin sem skiljanlega veki ýmsar spurningar, ekki síst hjá þeim konum sem eiga í hlut. „Það er alveg ljóst af umræðum síðustu daga að þessa breytingu þarf að kynna betur og því hef ég ákveðið að fresta gildistöku þessarar breytingar varðandi skimun krabbameina í brjóstum“. Fréttin er í vinnslu. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Brjóstaskurðlæknir hefur efasemdir um að seinka skimun á brjóstakrabbameini Brjóstaskurðlæknir hefur efasemdir um þá ákvörðun að hefja skimun fyrir brjóstakrabbameini um fimmtugt í stað fertugs. Ísland sé í aðstöðu til að gera betur og miða þjónustuna við hverja konu. 12. janúar 2021 20:01 Fóru ekki eftir tillögum fyrrverandi yfirlæknis um brjóstaskimun Fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins telur að heppilegra hefði verið að fara hægar í það að hækka aldurinn fyrir brjóstaskimunum kvenna úr 40 árum í 50 ár. Hann lagði til við skimunarráð að konum sem nú þegar eru byrjaðar í skimun yrði áfram fylgt eftir en ekki var farið að hans ráðum. Tæplega tíu þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem nýjar reglur eru gagnrýndar. 12. janúar 2021 13:17 Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. 12. janúar 2021 10:25 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. Krabbameinsskimanir voru í byrjun árs færðar frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslu og Landspítala. Um leið var ákveðið að bjóða konum ekki boðið upp á brjóstaskimanir fyrr en við fimmtugt í stað fertugt eins og áður var. Breytingin sætti mikilli gagnrýni en hátt í 33 þúsund undirskriftir höfðu safnast á innan við tveimur sólarhringum þar sem þess var krafist að breytingarnar yrðu endurskoðaðar. Brjóstaskurðlæknir sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa efasemdir um þá ákvörðun að hefja skimun fyrir brjóstakrabbameini um fimmtugt í stað fertugs. Ísland sé í aðstöðu til að gera betur og miða þjónustuna við hverja konu. „Skimunarráð sem starfar á vegum embættis landlæknis fjallar um fyrirkomulag skimana fyrir krabbameinum á faglegum forsendum og byggir á bestu þekkingu hverju sinni. Það er mat skimunarráðs að breyta skuli aldursviðmiðum brjóstaskimana þannig að skimanir hefjist ekki fyrr en við 50 ára aldur en að efri aldursmörkin hækki úr 69 árum í 74. Tillaga um að hækka lægri aldursviðmiðin var fyrst lögð fram árið 2016 af hálfu embættis landlæknis og aftur á liðnu ári þar sem embætti landlæknis byggði á niðurstöðum skimunarráðs þess efnis,“ segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hvorki hafa forsendur né ástæður til að draga í efa faglegt mat sérfræðinga skimunarráðs eða embættis landlæknis um aldursviðmið krabbameinsskimana. Aftur á móti sé þarna um nokkuð miklar breytingar að ræða varðandi neðri aldursviðmiðin sem skiljanlega veki ýmsar spurningar, ekki síst hjá þeim konum sem eiga í hlut. „Það er alveg ljóst af umræðum síðustu daga að þessa breytingu þarf að kynna betur og því hef ég ákveðið að fresta gildistöku þessarar breytingar varðandi skimun krabbameina í brjóstum“. Fréttin er í vinnslu.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Brjóstaskurðlæknir hefur efasemdir um að seinka skimun á brjóstakrabbameini Brjóstaskurðlæknir hefur efasemdir um þá ákvörðun að hefja skimun fyrir brjóstakrabbameini um fimmtugt í stað fertugs. Ísland sé í aðstöðu til að gera betur og miða þjónustuna við hverja konu. 12. janúar 2021 20:01 Fóru ekki eftir tillögum fyrrverandi yfirlæknis um brjóstaskimun Fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins telur að heppilegra hefði verið að fara hægar í það að hækka aldurinn fyrir brjóstaskimunum kvenna úr 40 árum í 50 ár. Hann lagði til við skimunarráð að konum sem nú þegar eru byrjaðar í skimun yrði áfram fylgt eftir en ekki var farið að hans ráðum. Tæplega tíu þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem nýjar reglur eru gagnrýndar. 12. janúar 2021 13:17 Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. 12. janúar 2021 10:25 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Brjóstaskurðlæknir hefur efasemdir um að seinka skimun á brjóstakrabbameini Brjóstaskurðlæknir hefur efasemdir um þá ákvörðun að hefja skimun fyrir brjóstakrabbameini um fimmtugt í stað fertugs. Ísland sé í aðstöðu til að gera betur og miða þjónustuna við hverja konu. 12. janúar 2021 20:01
Fóru ekki eftir tillögum fyrrverandi yfirlæknis um brjóstaskimun Fyrrverandi yfirlæknir og sviðsstjóri leitarsviðs Krabbameinsfélagsins telur að heppilegra hefði verið að fara hægar í það að hækka aldurinn fyrir brjóstaskimunum kvenna úr 40 árum í 50 ár. Hann lagði til við skimunarráð að konum sem nú þegar eru byrjaðar í skimun yrði áfram fylgt eftir en ekki var farið að hans ráðum. Tæplega tíu þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem nýjar reglur eru gagnrýndar. 12. janúar 2021 13:17
Safna undirskriftum gegn því að brjóstaskimun hefjist ekki fyrr en við fimmtugt Hafin er undirskriftasöfnun gegn þeirri ákvörðun heilbrigðisyfirvalda að hefja ekki skimun fyrir krabbameini í brjóstum kvenna fyrr en við fimmtugt. Söfnunin hófst í gærkvöldi og þegar þetta er skrifað hafa 6.600 manns skrifað undir. 12. janúar 2021 10:25