International Federation of Football History and Statistics stóð fyrir kjörinu en Simeone hefur stýrt Atletico frá árinu 2011. Hinn fimmtugi stjóri hefur gert frábæra hluti í spænsku höfuðborginni þó titlarnir hafi ekki verið margir.
„Simeone hefur átt frábæru gengi að fagna með Atletico Madrid á þessum áratug: einn deildartitill, spænski bikarinn, ofurbikarinn á Spáni, tveir Evrópudeildartitlar og tvisvar sinnum í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu,“ stóð í umsögninni.
Diego Simeone named Coach of the Decade despite winning just ONE league title https://t.co/dVmGRVnqUV
— MailOnline Sport (@MailSport) January 13, 2021
Simeone endaði í öðru sætinu með 152 stig en í öðru sætinu var Pep Guardiola með 144 stig. Jurgen Klopp er í þriðja sætinu með 105 stig áður en röðin kemur að Jose Mourinho. Hann er fjórði með 91 stig.
Úrslitin eru byggð á stöðu liðanna í öllum keppnum á árunum 2011 til 2020 og Simeone gæti bætt enn fleiri stigum í sarpinn. Hann er nefnilega í efsta sætinu með Atletico Madrid, eins og sakir standa í La Liga. Þeir höfðu betur gegn Sevilla í gær, 2-0.