Gaf sig fram við lögreglu eftir árásina í Borgarholtsskóla Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:52 Að minnsta kosti eins árásarmannanna var leitað af lögreglu í gær. Hann er fæddur árið 2002 og gaf sig sjálfur fram við lögreglu í gærkvöld. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þrír hafa verið handteknir í tengslum við árásina í Borgarholtsskóla í gær. Piltarnir eru á aldrinum sextán til nítján ára. Eins þeirra var leitað í allan gærdag en hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu seint í gærkvöld, samkvæmt heimildum fréttastofu. Sá er vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður í dag en þeir sem eru undir lögaldri hafa verið vistaðir á viðeigandi stofnun og mál þeirra unnið í samstarfi við barnaverndaryfirvöld, að sögn lögreglu. Ársæll Guðmundsson, skólastjóri Borgarholtsskóla, segir að verkferlar í skólanum og skólasamfélaginu öllu verði yfirfarnir í kjölfar atviksins. Hann segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að mæta í skólann í morgun en að allir haldi ró sinni. Láta atburðinn ekki slá sig út af laginu „Staðan hjá okkur er góð, miðað við aðstæður. Nemendur komu hér í morgun og hér ríkir bara rósemd og friður. Hér eru sérfræðingar hjá okkur í áfallahjálp og verða hér í allan dag fyrir þá starfsmenn og nemendur sem það kjósa,“ segir Ársæll. „Við erum hörð á því að láta ekki þennan atburð í gær slá okkur út af laginu og trufla okkar góða og friðsama skólastarf.“ Mikill viðbúnaður var í Borgarholtsskóla í gær.Vísir/Vilhelm Það hafi verið sérstök upplifun að mæta í morgun. „Það er mjög sérstakt að mæta en það er einhvern veginn kyrrð yfir öllu. Það er svona rósemd.“ Áminning um að sofna ekki á verðinum Engum hefur verið vikið úr skólanum enn sem komið er, en verið er að yfirfara myndavélakerfið. „Við skoðum þetta innanhúss hjá okkur út frá okkar skólareglum. Og greiðum bara úr því hverjir voru aðilar og hvað gekk á og svo framvegis. Síðan verða ákvarðanir teknar í framhaldinu hvað það varðar. Og við munum að sjálfsögðu og allt skólasamfélagið væntanlega fara yfir alla verkferla hjá okkur varðandi að tryggja sem mest öryggi allra í öllum skólum og öllum opinberum byggingum. Þetta er áminning til okkar að sofna ekki á þessum verði,“ segir Ársæll. „Það voru eflaust einhverjir nemendur skólans blandaðir inn í þessu átök sem við erum bara að reyna að finna út úr. Það voru upptökur af þessu öllu, en það mun fljótlega liggja ljóst fyrir.“ Samband íslenskra framhaldsskólanema sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það segist harma atvikið. Mikilvægt sé að nemendum finnist þeir öruggir í skólanum en að atvikið geti dregið úr öryggiskennd. Sambandið mun funda með stjórnendum Borgarholtsskóla síðar í dag. Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44 Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ársæll Guðmundsson, skólastjóri Borgarholtsskóla, segir að verkferlar í skólanum og skólasamfélaginu öllu verði yfirfarnir í kjölfar atviksins. Hann segir það hafa verið sérstaka tilfinningu að mæta í skólann í morgun en að allir haldi ró sinni. Láta atburðinn ekki slá sig út af laginu „Staðan hjá okkur er góð, miðað við aðstæður. Nemendur komu hér í morgun og hér ríkir bara rósemd og friður. Hér eru sérfræðingar hjá okkur í áfallahjálp og verða hér í allan dag fyrir þá starfsmenn og nemendur sem það kjósa,“ segir Ársæll. „Við erum hörð á því að láta ekki þennan atburð í gær slá okkur út af laginu og trufla okkar góða og friðsama skólastarf.“ Mikill viðbúnaður var í Borgarholtsskóla í gær.Vísir/Vilhelm Það hafi verið sérstök upplifun að mæta í morgun. „Það er mjög sérstakt að mæta en það er einhvern veginn kyrrð yfir öllu. Það er svona rósemd.“ Áminning um að sofna ekki á verðinum Engum hefur verið vikið úr skólanum enn sem komið er, en verið er að yfirfara myndavélakerfið. „Við skoðum þetta innanhúss hjá okkur út frá okkar skólareglum. Og greiðum bara úr því hverjir voru aðilar og hvað gekk á og svo framvegis. Síðan verða ákvarðanir teknar í framhaldinu hvað það varðar. Og við munum að sjálfsögðu og allt skólasamfélagið væntanlega fara yfir alla verkferla hjá okkur varðandi að tryggja sem mest öryggi allra í öllum skólum og öllum opinberum byggingum. Þetta er áminning til okkar að sofna ekki á þessum verði,“ segir Ársæll. „Það voru eflaust einhverjir nemendur skólans blandaðir inn í þessu átök sem við erum bara að reyna að finna út úr. Það voru upptökur af þessu öllu, en það mun fljótlega liggja ljóst fyrir.“ Samband íslenskra framhaldsskólanema sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem það segist harma atvikið. Mikilvægt sé að nemendum finnist þeir öruggir í skólanum en að atvikið geti dregið úr öryggiskennd. Sambandið mun funda með stjórnendum Borgarholtsskóla síðar í dag.
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44 Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14
Lögregla raðar saman púslunum í Borgarholtsskóla Að minnsta kosti sex manns hafa þurft að leita aðstoðar á slysadeild eftir að til átaka kom í Borgarholtsskóla í Grafarvogi í hádeginu í dag. Lögregla segir í tilkynningu að meiðsli þessara sex liggi ekki fyrir. Elín Agnes Kristínardóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við Vísi að engin þeirra slösuðu séu í lífshættu eða alvarlega slasaðir. 13. janúar 2021 16:44
Skólastjórinn í Borgarholtsskóla: Árásin verði til að breyta ýmsu í íslensku samfélagi Ársæll Guðmundsson skólameistari segir að árás í Borgarholtsskóla sé grafalvarlegt mál og muni verða til þess að breyta íslensku samfélagi. Sex voru fluttir á slysadeild eftir atburðina sem áttu sér stað upp úr klukkan eitt í dag. 13. janúar 2021 15:17