Vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2021 21:35 Guðmundur var ekki sáttur með þann fjölda mistaka sem íslenska liðið gerði í dag. EPA-EFE/Khaled Elfiqi Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, var ekki sáttur með allan þann fjölda mistaka sem íslenska landsliðið gerði er það tapaði fyrir Portúgal í fyrsta leik liðanna á HM í handbolta í kvöld. Leiknum lauk með tveggja marka sigri Portúgala en Guðmundur var á því að íslenska liðið hefði verið sjálfum sér verst í kvöld. Hann ræddi við Einar Örn Jónsson á RÚV að leik loknum. „Við gerum of marga tæknifeila í sókninni, alls fimmtán talsins og það gengur ekki upp. Þeir gera aðeins sjö og í svona jöfnum leik þá gengur það ekki upp. Við förum með dauðafæri á mikilvægum kafla í leiknum og fórum ekki nægilega vel með þau hraðaupphlaup sem við fengum“ sagði Guðmundur um ástæður tapsins í kvöld og hélt svo áfram. „Við vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið. Við náðum upp markvörslu í síðari hálfleik og fengum möguleika til að snúa þessu við. Við náðum hins vegar ekki að nýta tækifærin þegar þau komu, hvort sem það var yfirtala eða hraðaupphlaup. Við vorum ítrekað að reyna troða boltanum inn á línu í vonlausar stöður,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Aðspurður hvort það væri ef til vill jákvætt að liðið hefði aðeins tapað með tveggja marka mun þrátt fyrir öll þessi mistök þá játti Guðmundur því. Pirrar mann aðallega að sjá þennan fjölda af mistökum „Við vissum að þetta yrði 50/50 leikur og til að vinna svona leik þarf einfaldlega meira að ganga upp. Mér fannst hik í mönnum þrátt fyrir að við höfum byrjað vel og það var grimmd í þessu í upphafi. Við fórum of snemma að koma okkur í vondar stöður og henda boltanum rá okkur.“ „Við gerðum óvenju mörg mistök sem andstæðingurinn nýtti sér, þar fannst mér munurinn liggja í kvöld. Það má svo sem segja að sé styrkur að tapa með tveggja marka mun gegn þessu sterka liði þrátt fyrir öll þessi mistök. Nú þurfum við að halda áfram en það er allt mögulegt í þessu.“ „Við erum rétt að byrja og eins og ég segi þá pirrar það mann aðallega að sjá þennan fjölda af mistökum. Það er ekki hægt að leyfa sér slíkt á svona móti. Við þurfum að fara yfir þetta og gera okkur klára í næsta verkefni sem er gegn mjög öflugum liðum. Þau spila óhefðbundið, eru mjög aggressíf og það er ljóst að báðir leikir verða erfiðir,“ sagði Guðmundur að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Alsír þann 16. janúar. Sá hefst klukkan 19.30. Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Leiknum lauk með tveggja marka sigri Portúgala en Guðmundur var á því að íslenska liðið hefði verið sjálfum sér verst í kvöld. Hann ræddi við Einar Örn Jónsson á RÚV að leik loknum. „Við gerum of marga tæknifeila í sókninni, alls fimmtán talsins og það gengur ekki upp. Þeir gera aðeins sjö og í svona jöfnum leik þá gengur það ekki upp. Við förum með dauðafæri á mikilvægum kafla í leiknum og fórum ekki nægilega vel með þau hraðaupphlaup sem við fengum“ sagði Guðmundur um ástæður tapsins í kvöld og hélt svo áfram. „Við vorum sjálfum okkur verstir þegar upp er staðið. Við náðum upp markvörslu í síðari hálfleik og fengum möguleika til að snúa þessu við. Við náðum hins vegar ekki að nýta tækifærin þegar þau komu, hvort sem það var yfirtala eða hraðaupphlaup. Við vorum ítrekað að reyna troða boltanum inn á línu í vonlausar stöður,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. Aðspurður hvort það væri ef til vill jákvætt að liðið hefði aðeins tapað með tveggja marka mun þrátt fyrir öll þessi mistök þá játti Guðmundur því. Pirrar mann aðallega að sjá þennan fjölda af mistökum „Við vissum að þetta yrði 50/50 leikur og til að vinna svona leik þarf einfaldlega meira að ganga upp. Mér fannst hik í mönnum þrátt fyrir að við höfum byrjað vel og það var grimmd í þessu í upphafi. Við fórum of snemma að koma okkur í vondar stöður og henda boltanum rá okkur.“ „Við gerðum óvenju mörg mistök sem andstæðingurinn nýtti sér, þar fannst mér munurinn liggja í kvöld. Það má svo sem segja að sé styrkur að tapa með tveggja marka mun gegn þessu sterka liði þrátt fyrir öll þessi mistök. Nú þurfum við að halda áfram en það er allt mögulegt í þessu.“ „Við erum rétt að byrja og eins og ég segi þá pirrar það mann aðallega að sjá þennan fjölda af mistökum. Það er ekki hægt að leyfa sér slíkt á svona móti. Við þurfum að fara yfir þetta og gera okkur klára í næsta verkefni sem er gegn mjög öflugum liðum. Þau spila óhefðbundið, eru mjög aggressíf og það er ljóst að báðir leikir verða erfiðir,“ sagði Guðmundur að lokum. Næsti leikur Íslands er gegn Alsír þann 16. janúar. Sá hefst klukkan 19.30.
Handbolti HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54 Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23 Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-23 | Enn tapar Ísland fyrsta leik á HM Ísland varð að sætta sig við tap gegn Portúgal, 25-23, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi, í þriðja leik liðanna á átta dögum. 14. janúar 2021 20:54
Bjarki Már: Hundleiðinlegt og tilfinningin súr Bjarki Már Elísson var markahæstur Íslendinga í tapinu fyrir Portúgölum, 25-23, á HM í Egyptalandi í dag. Hann var að vonum svekktur í leikslok. 14. janúar 2021 21:23
Þetta hafði Twitter að segja um tapið gegn Portúgal Ísland mætti Portúgal í fyrsta leik liðsins á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Þetta var þriðja viðureign liðanna á stuttum tíma en nú höfðu Portúgalir betur, lokatölur 25-23 og tap staðreynd í fyrsta leik Íslands á HM. 14. janúar 2021 21:16