Leikmenn þriggja liða og portúgalskur blaðamaður með smit við komuna á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 08:00 Allir sem mæta á HM í Egyptalandi, þar á meðal Alfreð Gíslason þjálfari Þjóðverja, eru hitamældir og fara svo í smitpróf vegna kórónuveirunnar. Þjóðverjar eiga að mæta Grænhöfðaeyjum á sunnudaginn en fjöldi smita hefur greinst hjá þeim. Getty/Sascha Klahn Tvö lið urðu að hætta við HM í handbolta vegna kórónuveirusmita, eitt ákvað að senda varalið vegna smithættu, og í gærkvöld var greint frá því að þrjú lið hefðu ferðast til Egyptalands með smitaða leikmenn. Það er óhætt að segja að heimsfaraldurinn setji mikinn svip á heimsmeistaramótið í handbolta og kannski ekki að undra að handboltasérfræðingar TV2 í Danmörku og Noregi telji ómögulegt að halda mótinu áfram. Í gærkvöld greindi alþjóða handknattleikssambandið, IHF, frá því að fjórir leikmenn Grænhöfðaeyja hefðu greinst með veiruna við komuna til Egyptalands, tveir leikmenn Slóveníu, einn leikmaður Brasilíu og fjölmiðlamaður frá Portúgal. Þá hefði bandarískur leikmaður einnig greinst með veiruna en farið í einangrun á flugvellinum. Tíu leikmenn úr leik hjá Grænhöfðaeyjum Grænhöfðaeyjar höfðu áður misst út sex leikmenn og þjálfarann sinn vegna smita en ákváðu samt að mæta á HM, og nú hafa fjórir leikmenn til viðbótar greinst. Hollendingar voru í startholunum til að koma inn sem varaþjóð en ekki ku verða af því. Áhorfendur eru bannaðir á HM vegna heimsfaraldursins.EPA/Henning Bagger Bandaríkin og Tékkland hættu við HM vegna hópsmita, og Suður-Kórea ákvað að senda varalið vegna smithættunnar – varalið sem tapaði 51-29 gegn Slóveníu í gær. Sviss og Norður-Makedónía komu inn sem varaþjóðir. Portúgalinn ekki á leiknum við Ísland IHF segir að allur leikmannahópur Grænhöfðaeyja og Brasilíu fari í smitpróf í dag, búið sé að senda Slóvena í smitpróf, og að portúgalski fjölmiðlamaðurinn hafi ekki verið á leiknum gegn Íslandi í gær heldur farið strax í einangrun. Grænhöfðaeyjar eiga að spila við Ungverjaland í kvöld, sinn fyrsta leik í sögu HM, og Brasilíumenn mæta Spánverjum í dag. Allir þátttakendur á HM sem og fjölmiðlamenn, starfsfólk á hótelum liðanna og fleiri, þurfa að fara í smitpróf reglulega. Einnig er skimað fyrir veirunni við komuna til Egyptalands og þar greindust níu jákvæð sýni eins og fyrr segir. Önnur sýni voru neikvæð. IHF segir að auk þess hafi nokkur smit greinst á meðal hótelstarfsfólks en það hafi verið áður en að liðin komu á hótelin og starfsfólkið hafi strax verið sett í einangrun. HM 2021 í handbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Það er óhætt að segja að heimsfaraldurinn setji mikinn svip á heimsmeistaramótið í handbolta og kannski ekki að undra að handboltasérfræðingar TV2 í Danmörku og Noregi telji ómögulegt að halda mótinu áfram. Í gærkvöld greindi alþjóða handknattleikssambandið, IHF, frá því að fjórir leikmenn Grænhöfðaeyja hefðu greinst með veiruna við komuna til Egyptalands, tveir leikmenn Slóveníu, einn leikmaður Brasilíu og fjölmiðlamaður frá Portúgal. Þá hefði bandarískur leikmaður einnig greinst með veiruna en farið í einangrun á flugvellinum. Tíu leikmenn úr leik hjá Grænhöfðaeyjum Grænhöfðaeyjar höfðu áður misst út sex leikmenn og þjálfarann sinn vegna smita en ákváðu samt að mæta á HM, og nú hafa fjórir leikmenn til viðbótar greinst. Hollendingar voru í startholunum til að koma inn sem varaþjóð en ekki ku verða af því. Áhorfendur eru bannaðir á HM vegna heimsfaraldursins.EPA/Henning Bagger Bandaríkin og Tékkland hættu við HM vegna hópsmita, og Suður-Kórea ákvað að senda varalið vegna smithættunnar – varalið sem tapaði 51-29 gegn Slóveníu í gær. Sviss og Norður-Makedónía komu inn sem varaþjóðir. Portúgalinn ekki á leiknum við Ísland IHF segir að allur leikmannahópur Grænhöfðaeyja og Brasilíu fari í smitpróf í dag, búið sé að senda Slóvena í smitpróf, og að portúgalski fjölmiðlamaðurinn hafi ekki verið á leiknum gegn Íslandi í gær heldur farið strax í einangrun. Grænhöfðaeyjar eiga að spila við Ungverjaland í kvöld, sinn fyrsta leik í sögu HM, og Brasilíumenn mæta Spánverjum í dag. Allir þátttakendur á HM sem og fjölmiðlamenn, starfsfólk á hótelum liðanna og fleiri, þurfa að fara í smitpróf reglulega. Einnig er skimað fyrir veirunni við komuna til Egyptalands og þar greindust níu jákvæð sýni eins og fyrr segir. Önnur sýni voru neikvæð. IHF segir að auk þess hafi nokkur smit greinst á meðal hótelstarfsfólks en það hafi verið áður en að liðin komu á hótelin og starfsfólkið hafi strax verið sett í einangrun.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni