Norsk handboltahetja um smit á HM: Slökkvið ljósin og sendið fólkið heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2021 10:01 Ole Erevik stóð í marki Norðmanna á mörgum stórmótum. Getty/Jens Wolf Egyptar eru í miklum vandræðum með að halda HM-búbblunni sinni hreinni og mörgum þjóðum á mótinu finnst lítið vit vera í því sem er í gangi í smitvörnum og öðrum þeim tengdu. Heimsmeistaramótið í handbolta er vissulega hafið og íslenska landsliðið spilaði sinn fyrsta leik í gærkvöldi. Á sama tíma berast fréttir af smituðum fjölmiðlamönnum, smituðum leikmönnum og smituðum starfsmönnum inn á hótelinu í Kaíró sem á að sjálfsögðu að vera innan búbblunnar. Ole Erevik var einn allra besti markvörður Norðmanna í langan tíma en hann starfar nú sem handboltasérfræðingur hjá TV3. Erevik er staddur á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en honum leist ekkert á blikina eftir að upp komst um fjölda kórónuveirusmita innan búbblunnar. Erevik setti eftirfarandi færslu inn á Twitter síðu sína í gærkvöldi. Det er vel fort spikeren i kista for VM dette! Smitte blant media, spillere og ansatte på hotellet i Kairo. Slukk lyset og send folk hjem. https://t.co/7XMb4MI9bY— Ole Erevik (@OleErevik) January 14, 2021 „Þetta er líklega naglinn í líkkistuna fyrir heimsmeistaramótið. Smit meðal fjölmiðlamanna, leikmanna og starfsmanna á hótelinu í Karíó. Slökkvið ljósin og sendið fólkið heim,“ skrifaði Ole Erevik. Tékkar og Bandaríkjamenn hættu við þátttöku á heimsmeistaramótinu vegna smita leikmanna sinna og ellefu leikmenn Grænhöfðaeyja reyndust líka smitaðir sem þýðir að það er enn mikil óvissa er um þátttöku liðsins. Síðan hafa verið níu smit inn í HM-búbblunni í Kaíró. Danski blaðamaðurinn Lars Bruun-Mortensen sagði frá smitum meðal starfsmanna hótelsins sem eru allt annað en góðar fréttir. Alþjóðahandboltasambandið heldur því samt fram að smit starfsmannanna hafi uppgötvast áður en liðin komu inn á hótelið en kórónuveiran er lúmsk og erfið viðureignar. HM 2021 í handbolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Heimsmeistaramótið í handbolta er vissulega hafið og íslenska landsliðið spilaði sinn fyrsta leik í gærkvöldi. Á sama tíma berast fréttir af smituðum fjölmiðlamönnum, smituðum leikmönnum og smituðum starfsmönnum inn á hótelinu í Kaíró sem á að sjálfsögðu að vera innan búbblunnar. Ole Erevik var einn allra besti markvörður Norðmanna í langan tíma en hann starfar nú sem handboltasérfræðingur hjá TV3. Erevik er staddur á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en honum leist ekkert á blikina eftir að upp komst um fjölda kórónuveirusmita innan búbblunnar. Erevik setti eftirfarandi færslu inn á Twitter síðu sína í gærkvöldi. Det er vel fort spikeren i kista for VM dette! Smitte blant media, spillere og ansatte på hotellet i Kairo. Slukk lyset og send folk hjem. https://t.co/7XMb4MI9bY— Ole Erevik (@OleErevik) January 14, 2021 „Þetta er líklega naglinn í líkkistuna fyrir heimsmeistaramótið. Smit meðal fjölmiðlamanna, leikmanna og starfsmanna á hótelinu í Karíó. Slökkvið ljósin og sendið fólkið heim,“ skrifaði Ole Erevik. Tékkar og Bandaríkjamenn hættu við þátttöku á heimsmeistaramótinu vegna smita leikmanna sinna og ellefu leikmenn Grænhöfðaeyja reyndust líka smitaðir sem þýðir að það er enn mikil óvissa er um þátttöku liðsins. Síðan hafa verið níu smit inn í HM-búbblunni í Kaíró. Danski blaðamaðurinn Lars Bruun-Mortensen sagði frá smitum meðal starfsmanna hótelsins sem eru allt annað en góðar fréttir. Alþjóðahandboltasambandið heldur því samt fram að smit starfsmannanna hafi uppgötvast áður en liðin komu inn á hótelið en kórónuveiran er lúmsk og erfið viðureignar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira