„Þessi pása gerði ÍBV gott“ Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2021 11:29 Birna Berg Haraldsdóttir og stöllur í ÍBV mæta Fram í sannkölluðum stórleik á morgun. vísir/vilhelm „Fyrir tímabilið þá leit þetta út fyrir að verða mjög spennandi og skemmtilegt mót, eitt það sterkasta í mörg ár, og maður er bara búinn að bíða í ofvæni í þrjá mánuði eftir því að þetta byrji. Það er líka bara geggjað að byrja á þessari bombu á morgun.“ Þetta segir handboltasérfræðingurinn Þorgerður Anna Atladóttir nú þegar sólarhringur er í að keppni í Olís-deild kvenna hefjist að nýju eftir yfir 100 daga hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins tókst að spila þrjár umferðir í haust og síðan þá hefur ekki verið hægt að sjá liðin spila. Þorgerður segir því erfitt að rýna í stöðuna en málin gætu skýrst strax á morgun með stórleikjum Fram og ÍBV, og Vals og Stjörnunnar. Leikir í 4. umferð laugardaginn 16. janúar: 13.30 Valur – Stjarnan 13.30 HK – FH 14.30 Fram – ÍBV (Stöð 2 Sport) 16.00 Haukar – KA/Þór „Þau eru svo jöfn þessi fjögur lið. Það er því rosalega erfitt að segja til um það núna hvaða lið muni landa titlinum. Ég myndi setja peninginn minn á Fram eða ÍBV, en þetta er auðvitað skrýtin staða því maður hefur ekki séð neitt til liðanna í yfir 100 daga. Það er margt búið að gerast í þessari pásu og hún gerði eflaust sumum liðum gott en öðrum ekki,“ segir Þorgerður Anna sem verður í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem hitað verður rækilega upp fyrir hið nýja upphaf í deildinni. Eyjakonur samstilltar eftir hléið ÍBV er efst í deildinni eftir umferðirnar þrjár í haust, með fimm stig, en liðið vann sigra á Val og HK og gerði jafntefli við KA/Þór. „Birna Berg og Hrafnhildur Hanna náðu sér ekkert á strik í þessum þremur leikjum í haust. Það er skiljanlegt, því þær voru bara að koma aftur í deildina, en nú hafa þær haft tíma til að venjast aðstæðum og æfa með nýju liði. Þessi pása gerði ÍBV nokkuð gott, því Ester Óskarsdóttir fékk líka tíma til að koma til baka eftir barnsburð. Ég hef trú á að Eyjakonur komi sterkar og samstilltar til leiks,“ sagði Þorgerður. Karen Knútsdóttir er komin á ný inn í lið Fram eftir að hafa fætt sitt fyrsta barn en Perla Ruth Albertsdóttir er hins vegar ólétt. Stella Sigurðardóttir er svo óvænt komin inn í hópinn hjá Fram: „Það verður mjög gaman að fylgjast með Stellu en maður veit ekkert hvað verður og hvernig Stebbi [Stefán Arnarson] hugsar þetta. En mér finnst líklegt að hann geti notað hana fljótlega í vörn, og það er þá mikill styrkur fyrir Fram. Hún mun 100 prósent styrkja Framliðið.“ Valsliðið mjög sterkt en þarf tíma Valur og Stjarnan koma þétt á eftir Fram og ÍBV í huga Þorgerður en Valskonur þurfa þó að glíma við skakkaföll: „Þær eru að missa Örnu, sem var þó ekki búin að spila mjög mikið heldur, og missa líka Hildi Björnsdóttur sem var líka mikilvæg í vörninni. Það eru því stórir hlekkir farnir úr vörninni en þær fá Theu og Sigrúnu sem er línumaður. Valur er náttúrulega með Þóreyju í skyttunni fyrir utan hægra megin, og það er líka spurning hvort Thea sé tilbúin vegna meiðsla. Valsliðið er mjög sterkt en mín tilfinning er að liðið þurfi meiri tíma til að fínpússa sig heldur en til dæmis ÍBV,“ segir Þorgerður. Martha og Vala stjórnað sóknarleiknum frá A til Ö KA/Þór þarf að spjara sig án Mörthu Hermannsdóttur vegna meiðsla í hæl og hjá HK er Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir ólétt: „Þetta eru stórir póstar sem að detta út. Í raun er það þannig að Martha og Vala hafa stjórnað sóknarleik sinna liða frá A til Ö, og gert það mjög vel. Það kemur alltaf maður í manns stað en þetta mun taka tíma fyrir þessi lið. Þess vegna setur maður þau fyrir neðan þessi efstu fjögur,“ segir Þorgerður. Flestir virðast áfram sammála um það að FH og Haukar verði tvö saman í fallbaráttunni: „Það sem að gæti gert þetta skemmtilegt er að þetta eru tvö Hafnarfjarðarlið og vonandi verða leikir þeirra bara spennandi. FH er búið að fá Ragnheiði Tómasdóttur en breiddin hefur minnkað hjá Haukum með brotthvarfi Þórhildar Brögu. Þær máttu illa við því. Svo eru þær bara með einn markvörð og spurning hvað Haukarnir gera við því, því það er mikilvægt líka upp á æfingar að hafa tvo góða markverði.“ Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Kanónur komnar og farnar og fjörið hefst á risaleik Eyjakonur eru eina taplausa liðið í Olís-deildinni í handbolta og virðast einungis hafa eflst í hléinu langa sem lýkur á morgun þegar fjórða umferð deildarinnar verður leikin. Breytingar hafa orðið á flestum liðum og sannkallaðar kanónur ýmist snúið aftur eða helst úr lestinni frá því í haust. 15. janúar 2021 10:30 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Þetta segir handboltasérfræðingurinn Þorgerður Anna Atladóttir nú þegar sólarhringur er í að keppni í Olís-deild kvenna hefjist að nýju eftir yfir 100 daga hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins tókst að spila þrjár umferðir í haust og síðan þá hefur ekki verið hægt að sjá liðin spila. Þorgerður segir því erfitt að rýna í stöðuna en málin gætu skýrst strax á morgun með stórleikjum Fram og ÍBV, og Vals og Stjörnunnar. Leikir í 4. umferð laugardaginn 16. janúar: 13.30 Valur – Stjarnan 13.30 HK – FH 14.30 Fram – ÍBV (Stöð 2 Sport) 16.00 Haukar – KA/Þór „Þau eru svo jöfn þessi fjögur lið. Það er því rosalega erfitt að segja til um það núna hvaða lið muni landa titlinum. Ég myndi setja peninginn minn á Fram eða ÍBV, en þetta er auðvitað skrýtin staða því maður hefur ekki séð neitt til liðanna í yfir 100 daga. Það er margt búið að gerast í þessari pásu og hún gerði eflaust sumum liðum gott en öðrum ekki,“ segir Þorgerður Anna sem verður í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem hitað verður rækilega upp fyrir hið nýja upphaf í deildinni. Eyjakonur samstilltar eftir hléið ÍBV er efst í deildinni eftir umferðirnar þrjár í haust, með fimm stig, en liðið vann sigra á Val og HK og gerði jafntefli við KA/Þór. „Birna Berg og Hrafnhildur Hanna náðu sér ekkert á strik í þessum þremur leikjum í haust. Það er skiljanlegt, því þær voru bara að koma aftur í deildina, en nú hafa þær haft tíma til að venjast aðstæðum og æfa með nýju liði. Þessi pása gerði ÍBV nokkuð gott, því Ester Óskarsdóttir fékk líka tíma til að koma til baka eftir barnsburð. Ég hef trú á að Eyjakonur komi sterkar og samstilltar til leiks,“ sagði Þorgerður. Karen Knútsdóttir er komin á ný inn í lið Fram eftir að hafa fætt sitt fyrsta barn en Perla Ruth Albertsdóttir er hins vegar ólétt. Stella Sigurðardóttir er svo óvænt komin inn í hópinn hjá Fram: „Það verður mjög gaman að fylgjast með Stellu en maður veit ekkert hvað verður og hvernig Stebbi [Stefán Arnarson] hugsar þetta. En mér finnst líklegt að hann geti notað hana fljótlega í vörn, og það er þá mikill styrkur fyrir Fram. Hún mun 100 prósent styrkja Framliðið.“ Valsliðið mjög sterkt en þarf tíma Valur og Stjarnan koma þétt á eftir Fram og ÍBV í huga Þorgerður en Valskonur þurfa þó að glíma við skakkaföll: „Þær eru að missa Örnu, sem var þó ekki búin að spila mjög mikið heldur, og missa líka Hildi Björnsdóttur sem var líka mikilvæg í vörninni. Það eru því stórir hlekkir farnir úr vörninni en þær fá Theu og Sigrúnu sem er línumaður. Valur er náttúrulega með Þóreyju í skyttunni fyrir utan hægra megin, og það er líka spurning hvort Thea sé tilbúin vegna meiðsla. Valsliðið er mjög sterkt en mín tilfinning er að liðið þurfi meiri tíma til að fínpússa sig heldur en til dæmis ÍBV,“ segir Þorgerður. Martha og Vala stjórnað sóknarleiknum frá A til Ö KA/Þór þarf að spjara sig án Mörthu Hermannsdóttur vegna meiðsla í hæl og hjá HK er Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir ólétt: „Þetta eru stórir póstar sem að detta út. Í raun er það þannig að Martha og Vala hafa stjórnað sóknarleik sinna liða frá A til Ö, og gert það mjög vel. Það kemur alltaf maður í manns stað en þetta mun taka tíma fyrir þessi lið. Þess vegna setur maður þau fyrir neðan þessi efstu fjögur,“ segir Þorgerður. Flestir virðast áfram sammála um það að FH og Haukar verði tvö saman í fallbaráttunni: „Það sem að gæti gert þetta skemmtilegt er að þetta eru tvö Hafnarfjarðarlið og vonandi verða leikir þeirra bara spennandi. FH er búið að fá Ragnheiði Tómasdóttur en breiddin hefur minnkað hjá Haukum með brotthvarfi Þórhildar Brögu. Þær máttu illa við því. Svo eru þær bara með einn markvörð og spurning hvað Haukarnir gera við því, því það er mikilvægt líka upp á æfingar að hafa tvo góða markverði.“
Olís-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Kanónur komnar og farnar og fjörið hefst á risaleik Eyjakonur eru eina taplausa liðið í Olís-deildinni í handbolta og virðast einungis hafa eflst í hléinu langa sem lýkur á morgun þegar fjórða umferð deildarinnar verður leikin. Breytingar hafa orðið á flestum liðum og sannkallaðar kanónur ýmist snúið aftur eða helst úr lestinni frá því í haust. 15. janúar 2021 10:30 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Kanónur komnar og farnar og fjörið hefst á risaleik Eyjakonur eru eina taplausa liðið í Olís-deildinni í handbolta og virðast einungis hafa eflst í hléinu langa sem lýkur á morgun þegar fjórða umferð deildarinnar verður leikin. Breytingar hafa orðið á flestum liðum og sannkallaðar kanónur ýmist snúið aftur eða helst úr lestinni frá því í haust. 15. janúar 2021 10:30