Dagur náði jafntefli, Spánn bjargaði stigi undir lokin og Þýskaland skoraði 43 mörk Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2021 18:40 Lærisveinar Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu náðu ótrúlegu jafntefli gegn Króatíu á HM í handbolta í dag. EPA-EFE/Hazem Gouda Nokkur ótrúleg úrslit áttu sér stað á HM í handbolta sem nú fer fram í Egyptalandi. Japan – undir stjórn Dags Sigurðssonar – gerði jafntefli við Króatíu, Brasilía vann Spán og Þýskaland vann stórsigur á Úrúgvæ. Katar lagði Angóla með fimma marka mun, 30-25, í fyrri leik dagsins í C-riðli. Síðari leikur riðilsins var leikur Króatíu og lærisveina Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu. Leiknum lauk með jafntefi, 29-29, en Japan komst mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik. Munurinn var kominn niður í þrjú mörk í hálfleik og á endanum jafnaði Króatía metin og var leikurinn í járum frá því Króatía jafnaði metin á 48. mínútu leiksins. Japan leiddi með einu marki á lokamínútunni en Króatía jafnaði metin í blálokin þökk sé marki Ivan Čupić af vítalínunni. Incredible result in Borg Al Arab! Croatia scrape a draw in the final minutes thanks to an equaliser from Ivan Cupic and split the points with Japan #Egypt2021 pic.twitter.com/dEvMmyoZFb— International Handball Federation (@ihf_info) January 15, 2021 Rennesuke Tokuda og Yuto Agarie voru markahæstir í liði Japans með fimm mörk hvor á meðan Marino Marić var markahæstur hjá króatíska liðinu með sjö mörk. Í B-riðili gerðu Spánn og Brasilía jafntefli, 29-29, þar sem Raúl Entrerríos bjargaði stigi fyrir Spán með síðustu sókn leiksins. Spánverjar leiddu með sex mörkum í síðari hálfleik en Brasilía gafst ekki upp og var hársbreidd frá því að stela sigrinum með ótrúlegri spilamennsku undir lok leiks. Í A-riðli vann Þýskaland 29 marka sigur á Úrúgvæ, lokatölur 43-14. Alfreð Gíslason er þjálfari þýska liðsins. Í D-riðli vann Argentína sex marka sigur á Kongó, 28-22. Germany finish with a commanding victory against debutants Uruguay, putting their first two points on the Group A table #Egypt2021 pic.twitter.com/rl6om041UL— International Handball Federation (@ihf_info) January 15, 2021 Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Katar lagði Angóla með fimma marka mun, 30-25, í fyrri leik dagsins í C-riðli. Síðari leikur riðilsins var leikur Króatíu og lærisveina Dags Sigurðssonar í japanska landsliðinu. Leiknum lauk með jafntefi, 29-29, en Japan komst mest sex mörkum yfir í fyrri hálfleik. Munurinn var kominn niður í þrjú mörk í hálfleik og á endanum jafnaði Króatía metin og var leikurinn í járum frá því Króatía jafnaði metin á 48. mínútu leiksins. Japan leiddi með einu marki á lokamínútunni en Króatía jafnaði metin í blálokin þökk sé marki Ivan Čupić af vítalínunni. Incredible result in Borg Al Arab! Croatia scrape a draw in the final minutes thanks to an equaliser from Ivan Cupic and split the points with Japan #Egypt2021 pic.twitter.com/dEvMmyoZFb— International Handball Federation (@ihf_info) January 15, 2021 Rennesuke Tokuda og Yuto Agarie voru markahæstir í liði Japans með fimm mörk hvor á meðan Marino Marić var markahæstur hjá króatíska liðinu með sjö mörk. Í B-riðili gerðu Spánn og Brasilía jafntefli, 29-29, þar sem Raúl Entrerríos bjargaði stigi fyrir Spán með síðustu sókn leiksins. Spánverjar leiddu með sex mörkum í síðari hálfleik en Brasilía gafst ekki upp og var hársbreidd frá því að stela sigrinum með ótrúlegri spilamennsku undir lok leiks. Í A-riðli vann Þýskaland 29 marka sigur á Úrúgvæ, lokatölur 43-14. Alfreð Gíslason er þjálfari þýska liðsins. Í D-riðli vann Argentína sex marka sigur á Kongó, 28-22. Germany finish with a commanding victory against debutants Uruguay, putting their first two points on the Group A table #Egypt2021 pic.twitter.com/rl6om041UL— International Handball Federation (@ihf_info) January 15, 2021
Handbolti HM 2021 í handbolta Mest lesið Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira