Ingibjörg Sólrún segist spennt fyrir nýju starfi hjá SÞ í Írak Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2021 21:00 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun hefja störf, sem staðgengill fulltrúa aðalritara Sameinuðu þjóðanna í Írak, í mars. Vísir/Vilhelm Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi ráðherra og Alþingismaður, hefur verið skipuð sem staðgengill fulltrúa António Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í Írak. Hún segist spennt fyrir starfinu og verkefnunum sem því fylgja. „Ég er mjög spennt fyrir starfinu. Ég var nú ekkert að hugsa mér til hreyfings og hélt ég væri bara komin heim. Svo bauðst mér þetta og mér finnst þetta spennandi, þetta er á mínu áhugasviði og þar af leiðandi ákvað ég að slá til,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Vísi. Starfið felst einna helst í því að aðstoða stjórnvöld við undirbúning og framkvæmd kosninga og eftirlit með mannréttindamálum, sem er sama svið og Ingibjörg starfaði við hjá ÖSE sem yfirmaður Lýðræðis- og mannréttindastofnunar hennar. „Þetta er mjög skylt því starfi að ýmsu leyti sem að ég gegndi hjá ÖSE. Ég var sem yfirmaður lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar hjá ÖSE yfir kosningadeildinni og hafði með lýðræðismálin að gera og það er á því sviði sem þetta starf er. Ég verð aðallega með pólitísku málin og kosningar, þannig að þetta er skylt því sem ég hef verið að gera.,“ segir Ingibjörg. „En þetta er auðvitað alltaf til aðstoðar þeim, þau ráða för. Starfið felst líka í mannréttindamálum, þau koma þarna líka inn.“ „Eins lengi og maður getur lært eitthvað er það gaman“ Ingibjörg verður búsett í Bagdad, höfuðborg Írak, og flytur hún þangað í mars þegar hún hefur störf. Hún segist undirbúin fyrir það að flytja til Írak, en hún starfaði áður í Afganistan hjá UN Women. „Ég hef verið í Afganistan, ég veit hvernig það er að vera í landi þar sem átök hafa átt sér stað. Ég geri ráð fyrir, og mér sýnist Írak vera betra en Afganistan. Ég veit alveg hvað ég er að fara út í,“ segir Ingibjörg. „Mér finnst þetta mjög spennandi heimshluti. Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á Mið-Austurlöndum. Mér finnst heimshlutinn spennandi, mér finnst verkefnin spennandi og ég er viss um að þetta er tækifæri til þess að læra margt nýtt. Eins lengi og maður getur lært eitthvað er það gaman,“ segir Ingibjörg Sólrún. Sameinuðu þjóðirnar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. 14. júlí 2020 13:27 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Ég er mjög spennt fyrir starfinu. Ég var nú ekkert að hugsa mér til hreyfings og hélt ég væri bara komin heim. Svo bauðst mér þetta og mér finnst þetta spennandi, þetta er á mínu áhugasviði og þar af leiðandi ákvað ég að slá til,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Vísi. Starfið felst einna helst í því að aðstoða stjórnvöld við undirbúning og framkvæmd kosninga og eftirlit með mannréttindamálum, sem er sama svið og Ingibjörg starfaði við hjá ÖSE sem yfirmaður Lýðræðis- og mannréttindastofnunar hennar. „Þetta er mjög skylt því starfi að ýmsu leyti sem að ég gegndi hjá ÖSE. Ég var sem yfirmaður lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar hjá ÖSE yfir kosningadeildinni og hafði með lýðræðismálin að gera og það er á því sviði sem þetta starf er. Ég verð aðallega með pólitísku málin og kosningar, þannig að þetta er skylt því sem ég hef verið að gera.,“ segir Ingibjörg. „En þetta er auðvitað alltaf til aðstoðar þeim, þau ráða för. Starfið felst líka í mannréttindamálum, þau koma þarna líka inn.“ „Eins lengi og maður getur lært eitthvað er það gaman“ Ingibjörg verður búsett í Bagdad, höfuðborg Írak, og flytur hún þangað í mars þegar hún hefur störf. Hún segist undirbúin fyrir það að flytja til Írak, en hún starfaði áður í Afganistan hjá UN Women. „Ég hef verið í Afganistan, ég veit hvernig það er að vera í landi þar sem átök hafa átt sér stað. Ég geri ráð fyrir, og mér sýnist Írak vera betra en Afganistan. Ég veit alveg hvað ég er að fara út í,“ segir Ingibjörg. „Mér finnst þetta mjög spennandi heimshluti. Ég hef alltaf haft mjög mikinn áhuga á Mið-Austurlöndum. Mér finnst heimshlutinn spennandi, mér finnst verkefnin spennandi og ég er viss um að þetta er tækifæri til þess að læra margt nýtt. Eins lengi og maður getur lært eitthvað er það gaman,“ segir Ingibjörg Sólrún.
Sameinuðu þjóðirnar Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. 14. júlí 2020 13:27 Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Þau vita það fullvel að það verður ekki auðvelt að finna eftirmann“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fráfarandi forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, segir að það felist í því ákveðin yfirlýsing að hafna áframhaldandi setu hennar í starfi. Lýðræðis- og mannréttindahluta ÖSE sé sett í ákveðið uppnám. 14. júlí 2020 13:27
Ingibjörg Sólrún verður ekki forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunarinnar áfram Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, mun láta af störfum sem forstjóri Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur gengt starfinu undanfarin þrjú ár. 13. júlí 2020 18:02