Lést á gjörgæsludeild eftir slysið í Skötufirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2021 10:37 Konan var á þrítugsaldri. Kona sem lenti í alvarlegu umferðarslysi í Skötufirði í gær lést á gjörgæsludeild Landspítalans í gærkvöldi. Hún hét Kamila Majewska og var á þrítugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu á Vestfjörðum. Eiginmaður Kamilu og ungt barn sem einnig lentu í slysinu njóta nú læknisaðstoðar í Reykjavík. Lögregla segir ekki tímabært að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra. Kamila og fjölskylda voru búsett á Flateyri og voru að koma frá Póllandi skömmu áður en slysið varð í gærmorgun. Vegfarendur komu að bíl fjölskyldunnar úti í sjó og náðu Kamilu og barni hennar út úr bílnum. Klukkutíma eftir útkallið komu viðbragðsaðilar á vettvang. Björgunarbátar mættu frá Bolungarvík og Ísafirði og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem fluttu fjölskylduna á sjúkrahús í Reykjavík. Stór hluti viðbragðsaðila fór í úrvinnslusóttkví vegna aðkomu sinnar að björgunaraðgerðunum. Vonir standa til að niðurstaða fáist um það síðar í dag hvort hægt verði að aflétta sóttkvínni. Á annan tug viðbragðsaðila hafa dvalið í sóttvarnahúsi sem opnað var í Önundarfirði vegna þessa í gær. Umferðarslys í Skötufirði, framhaldstilkynning. Áður hefur verið upplýst um alvarlegt umferðarslys sem varð í gærmorgun...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Sunnudagur, 17. janúar 2021 Samgönguslys Lögreglumál Banaslys í Skötufirði Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Vegfarendur björguðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18 Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Eiginmaður Kamilu og ungt barn sem einnig lentu í slysinu njóta nú læknisaðstoðar í Reykjavík. Lögregla segir ekki tímabært að veita frekari upplýsingar um líðan þeirra. Kamila og fjölskylda voru búsett á Flateyri og voru að koma frá Póllandi skömmu áður en slysið varð í gærmorgun. Vegfarendur komu að bíl fjölskyldunnar úti í sjó og náðu Kamilu og barni hennar út úr bílnum. Klukkutíma eftir útkallið komu viðbragðsaðilar á vettvang. Björgunarbátar mættu frá Bolungarvík og Ísafirði og tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, sem fluttu fjölskylduna á sjúkrahús í Reykjavík. Stór hluti viðbragðsaðila fór í úrvinnslusóttkví vegna aðkomu sinnar að björgunaraðgerðunum. Vonir standa til að niðurstaða fáist um það síðar í dag hvort hægt verði að aflétta sóttkvínni. Á annan tug viðbragðsaðila hafa dvalið í sóttvarnahúsi sem opnað var í Önundarfirði vegna þessa í gær. Umferðarslys í Skötufirði, framhaldstilkynning. Áður hefur verið upplýst um alvarlegt umferðarslys sem varð í gærmorgun...Posted by Lögreglan á Vestfjörðum on Sunnudagur, 17. janúar 2021
Samgönguslys Lögreglumál Banaslys í Skötufirði Ísafjarðarbær Súðavíkurhreppur Tengdar fréttir Vegfarendur björguðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30 Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18 Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Vegfarendur björguðu konu og barni úr bílnum Neyðarlínu barst tilkynning um slysið í Skötufirði 16 mínútur yfir tíu í morgun. Vegfarendur höfðu komið að bíl fjölskyldunnar úti í sjó en þurftu að fara af slysstað til þess að hringja í Neyðarlínuna. 16. janúar 2021 18:30
Fjölskyldan fer í aðra sýnatöku á morgun Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum. 16. janúar 2021 17:18
Fólk sem aðstoðaði við björgunina í úrvinnslusóttkví Fólkið sem kom að beinni björgun eftir að bíll fór í sjóinn í Skötufirði er nú í úrvinnslusóttkví. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 16. janúar 2021 14:16