Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 21:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Bernie Sanders, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, eru meðal þeirra sem hafa fordæmt handtökuna á rússneska stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní. Vísir/Getty Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. Fréttir um handtöku Navalní bárust á sjöunda tímanum í kvöld en Navalní hafði ákveðið að snúa aftur heim til Rússlands frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því í ágúst eftir að fyrir honum var eitrað. Rússnesk yfirvöld halda því fram að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands en hann hefur verið sakaður um fjársvik. Dismayed by the arrest & detention of #Russian opposition leader Alexei @navalny after arriving in #Moscow today. Urging #Russian authorities to release him without delay. Russia must come clear regarding the circumstances of his #Novichok poisoning as documented by the #OPCW— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) January 17, 2021 Guðlaugur skrifaði einnig að rússnesk yfirvöld verði að útskýra hvað hafi átt sér stað þegar eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu Novichok, eitur sem á rætur sínar að rekja til Sovét-tímans. Bernie Sanders hefur einnig lýst yfir vonbrigðum sínum vegna handtökunnar á Twitter. Hann segir að eftir að Navalní hafi lifað af eitrunina hafi hann verið handtekinn við komuna til Rússlands í dag og kallar eftir því að honum verði sleppt lausum. „Bandaríkin verða að standa með þeim sem berjast gegn spillingu og vinna í þágu lýðræðis um heim allan,“ skrifar Sanders. After surviving an attempt on his life, Russian activist Alexei Navalny has been detained after bravely returning to Russia today. I call for his release.The United States must stand with those fighting corruption and working for democracy around the world. https://t.co/eCMB4QeERL— Bernie Sanders (@SenSanders) January 17, 2021 Þá kallar Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins og fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, eftir því að Navalní verði sleppt. „Það að Navalní hafi verið handtekinn við komuna til Moskvu er óásættanlegt. Ég kalla eftir því að rússnesk yfirvöld leysi hann úr haldi tafarlaust,“ skrifar hann á Twitter. The detainment of Alexey #Navalny upon arrival in Moscow is unacceptable. I call on Russian authorities to immediately release him.— Charles Michel (@eucopresident) January 17, 2021 Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram til forseta í Hvíta-Rússlandi í haust, tekur í sömu strengi. Hún segir Hvít-Rússa þekkja það vel hverjar afleiðingar þess að stjórnarandstæðingar séu ofsóttir séu. „Þetta kemur sér hvorki vel fyrir Rússa né landið allt,“ skrifar hún á Twitter. Detention of Alexey @Navalny at a Moscow airport is a dangerous step to depriving Russians of political alternatives. Belarus has seen the outcome of such treatment of political opponents. This does not serve the interests of the Russian people and of the country.— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) January 17, 2021 Þá skrifar Ben Rhodes, sem starfaði sem ráðgjafi Baracks Obama í forsetatíð hans, að Navalní sé táknmynd samviskunnar sem alla einræðisherra vanti. Það sé ástæðan fyrir því að þeir hræðist hann svo. Navalny is like the conscience that all of these autocrats lack, which is why they are so terrified of him.— Ben Rhodes (@brhodes) January 17, 2021 Jake Sullivan, sem hefur verið tilnefndur sem þjóðaröryggisráðgjafi Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta, kallar eftir því að Navalní verði sleppt þegar í stað. Árásir rússneskra stjórnvalda á hann séu ekki aðeins mannréttindabrot heldur árás á rússnesku þjóðina sem vilji að stjórnvöld hlusti á sig. Mr. Navalny should be immediately released, and the perpetrators of the outrageous attack on his life must be held accountable. The Kremlin s attacks on Mr. Navalny are not just a violation of human rights, but an affront to the Russian people who want their voices heard.— Jake Sullivan (@jakejsullivan) January 17, 2021 Utanríkisráðherra Póllands, Zbigniew Rau, hefur einnig fordæmt handtökuna og hvetur Navalní til þess að gefast ekki upp. I strongly condemn the detainment of @navalny and hope for his immediate release. I express my solidarity with all Russian people who share the ideals of the detained Russian opposition leader. Alexey, don t give up! #Navalny— Zbigniew Rau (@RauZbigniew) January 17, 2021 Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21 Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Navalní snýr aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn. 13. janúar 2021 10:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Fréttir um handtöku Navalní bárust á sjöunda tímanum í kvöld en Navalní hafði ákveðið að snúa aftur heim til Rússlands frá Þýskalandi, þar sem hann hafði haldið til frá því í ágúst eftir að fyrir honum var eitrað. Rússnesk yfirvöld halda því fram að hann hafi brotið skilorð með því að fara til Þýskalands en hann hefur verið sakaður um fjársvik. Dismayed by the arrest & detention of #Russian opposition leader Alexei @navalny after arriving in #Moscow today. Urging #Russian authorities to release him without delay. Russia must come clear regarding the circumstances of his #Novichok poisoning as documented by the #OPCW— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) January 17, 2021 Guðlaugur skrifaði einnig að rússnesk yfirvöld verði að útskýra hvað hafi átt sér stað þegar eitrað var fyrir Navalní með taugaeitrinu Novichok, eitur sem á rætur sínar að rekja til Sovét-tímans. Bernie Sanders hefur einnig lýst yfir vonbrigðum sínum vegna handtökunnar á Twitter. Hann segir að eftir að Navalní hafi lifað af eitrunina hafi hann verið handtekinn við komuna til Rússlands í dag og kallar eftir því að honum verði sleppt lausum. „Bandaríkin verða að standa með þeim sem berjast gegn spillingu og vinna í þágu lýðræðis um heim allan,“ skrifar Sanders. After surviving an attempt on his life, Russian activist Alexei Navalny has been detained after bravely returning to Russia today. I call for his release.The United States must stand with those fighting corruption and working for democracy around the world. https://t.co/eCMB4QeERL— Bernie Sanders (@SenSanders) January 17, 2021 Þá kallar Charles Michel, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins og fyrrverandi forsætisráðherra Belgíu, eftir því að Navalní verði sleppt. „Það að Navalní hafi verið handtekinn við komuna til Moskvu er óásættanlegt. Ég kalla eftir því að rússnesk yfirvöld leysi hann úr haldi tafarlaust,“ skrifar hann á Twitter. The detainment of Alexey #Navalny upon arrival in Moscow is unacceptable. I call on Russian authorities to immediately release him.— Charles Michel (@eucopresident) January 17, 2021 Svetlana Tikhanovskaya, sem bauð sig fram til forseta í Hvíta-Rússlandi í haust, tekur í sömu strengi. Hún segir Hvít-Rússa þekkja það vel hverjar afleiðingar þess að stjórnarandstæðingar séu ofsóttir séu. „Þetta kemur sér hvorki vel fyrir Rússa né landið allt,“ skrifar hún á Twitter. Detention of Alexey @Navalny at a Moscow airport is a dangerous step to depriving Russians of political alternatives. Belarus has seen the outcome of such treatment of political opponents. This does not serve the interests of the Russian people and of the country.— Sviatlana Tsikhanouskaya (@Tsihanouskaya) January 17, 2021 Þá skrifar Ben Rhodes, sem starfaði sem ráðgjafi Baracks Obama í forsetatíð hans, að Navalní sé táknmynd samviskunnar sem alla einræðisherra vanti. Það sé ástæðan fyrir því að þeir hræðist hann svo. Navalny is like the conscience that all of these autocrats lack, which is why they are so terrified of him.— Ben Rhodes (@brhodes) January 17, 2021 Jake Sullivan, sem hefur verið tilnefndur sem þjóðaröryggisráðgjafi Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta, kallar eftir því að Navalní verði sleppt þegar í stað. Árásir rússneskra stjórnvalda á hann séu ekki aðeins mannréttindabrot heldur árás á rússnesku þjóðina sem vilji að stjórnvöld hlusti á sig. Mr. Navalny should be immediately released, and the perpetrators of the outrageous attack on his life must be held accountable. The Kremlin s attacks on Mr. Navalny are not just a violation of human rights, but an affront to the Russian people who want their voices heard.— Jake Sullivan (@jakejsullivan) January 17, 2021 Utanríkisráðherra Póllands, Zbigniew Rau, hefur einnig fordæmt handtökuna og hvetur Navalní til þess að gefast ekki upp. I strongly condemn the detainment of @navalny and hope for his immediate release. I express my solidarity with all Russian people who share the ideals of the detained Russian opposition leader. Alexey, don t give up! #Navalny— Zbigniew Rau (@RauZbigniew) January 17, 2021
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21 Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35 Navalní snýr aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn. 13. janúar 2021 10:17 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Navalní handtekinn við komuna til Rússlands Alexei Navalní hefur verið handtekinn en hann sneri aftur til Rússlands í dag í fyrsta skipti eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 18:21
Navalní gæti beðið handtaka þegar hann snýr heim til Moskvu í dag Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur heim til Moskvu seinnipartinn í fyrsta sinn eftir að hann lét næstum lífið eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu Novichok. 17. janúar 2021 13:35
Navalní snýr aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní mun snúa aftur til Rússlands á sunnudaginn. 13. janúar 2021 10:17
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent