Antoine Griezmann kom Börsungum yfir á 40. mínútu en einungis tveimur mínútum síðar jafnaði Oscar de Marcos og staðan jöfn í leikhléi.
Raul Garcia virtist vera koma Bilbao yfir á 57. mínútu en markið var dæmt af eftir VARsjá skoðun.
Þess í stað skoraði Griezmann annað mark sitt og Börsunga tuttugu mínútum síðar en í uppbótartíma tryggði Asier Villalibre Bilbao framlengingu með jöfnunarmarki.
Það var á fjórðu mínútu framlengingarinnar sem sigurmarkið var skorað. Það gerði Inaki Williams en hann hafði lagt upp fyrsta markið.
Lionel Messi fékk rautt spjald á 120. mínútu fyrir brot langt frá boltanum en lokatölur 3-2 og Bilbao Ofurbikarmeistari.
1 - After 753 appearances in all competitions, Lionel Messi has been sent off in a game for Barcelona for the first time. Red.
— OptaJose (@OptaJose) January 17, 2021