„Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2021 08:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, óttast það helst að fólk fari nú að sleppa fram af sér beislinu og að það komi bakslag í faraldurinn. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. Núverandi reglugerð gildir til 17. febrúar og vonar Þórólfur að ekki þurfi að herða neitt á aðgerðum fyrir þann tíma. „Við getum ekki farið að slaka á meira núna. Nú þurfum við aðeins að halda út, við þurfum að halda áfram að bólusetja, við erum byrjaðir og erum að halda áfram núna í vikunni,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Tæplega 5000 manns, framlínustarfsmenn í heilbrigðiskerfinu og íbúar á hjúkrunarheimilum, fá seinni bólusetningu í þessari viku. Þá kemur ný sending af bóluefni Pfizer í vikunni og þá verður byrjað að bólusetja aðra eldri borgara. Þórólfur vildi ekki tjá sig um það hvað við þyrftum að halda núverandi reglur lengi út heldur vísaði í gildistíma reglugerðarinnar. „Vonandi helst það. Það sem að ég er kannski hræddastur við er að menn fari að sleppa fram af sér beislinu, við förum að fá bakslag og þurfum að fara að herða. Það er það skelfilegasta sem gæti gerst. Þess vegna erum við alltaf að brýna fólk að passa sig áfram jafnvel þótt staðan sé svona góð. Við erum ennþá með smit úti í samfélaginu og veiran er bara að lúra og bíða eftir rétta tækifærinu til að geta sprottið fram. Hún hefur ekki gert það ennþá og vonandi gerir hún það ekki en það er það sem við erum hræddari við þangað til við fáum útbreiddari bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Núverandi reglugerð gildir til 17. febrúar og vonar Þórólfur að ekki þurfi að herða neitt á aðgerðum fyrir þann tíma. „Við getum ekki farið að slaka á meira núna. Nú þurfum við aðeins að halda út, við þurfum að halda áfram að bólusetja, við erum byrjaðir og erum að halda áfram núna í vikunni,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Tæplega 5000 manns, framlínustarfsmenn í heilbrigðiskerfinu og íbúar á hjúkrunarheimilum, fá seinni bólusetningu í þessari viku. Þá kemur ný sending af bóluefni Pfizer í vikunni og þá verður byrjað að bólusetja aðra eldri borgara. Þórólfur vildi ekki tjá sig um það hvað við þyrftum að halda núverandi reglur lengi út heldur vísaði í gildistíma reglugerðarinnar. „Vonandi helst það. Það sem að ég er kannski hræddastur við er að menn fari að sleppa fram af sér beislinu, við förum að fá bakslag og þurfum að fara að herða. Það er það skelfilegasta sem gæti gerst. Þess vegna erum við alltaf að brýna fólk að passa sig áfram jafnvel þótt staðan sé svona góð. Við erum ennþá með smit úti í samfélaginu og veiran er bara að lúra og bíða eftir rétta tækifærinu til að geta sprottið fram. Hún hefur ekki gert það ennþá og vonandi gerir hún það ekki en það er það sem við erum hræddari við þangað til við fáum útbreiddari bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Fleiri fréttir Ekki vika liðin frá grjóthruninu þegar annar bíll sveitarstjórans stórskemmdist „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira