Aðgerðir stjórnvalda kostuðu ríkissjóð 60 milljarða á síðasta ári Heimir Már Pétursson skrifar 18. janúar 2021 09:48 Stórar fjárhæðir hafa farið til stuðnings fyrirtækjum og til greiðslu hluta launa um þrjátíu og sjö þúsund manns á síðasta ári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í Víglínunni á Stöð 2 á sunnudag að hún reiknaði með að aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins yrðu áfram aðalverkefni ríkisstjórnarinnar fram að kosningum í lok september. Vísir/Vilhelm Útgjöld ríkisins með ýmsum aðgerðum vegna kórónuveirufaraldurins á síðasta ári námu sextíu milljörðum króna samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands. Stærsti hlutinn fór í hlutabótaleiðina eða rúmir tuttugu og fjórir milljaðar króna. Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um helstu efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins frá mars í fyrra og fram í desember. Heildarfjárhæð aðgerðanna var tæpir sextíu milljarðar króna og þar af nam beinn fjárhagsstuðningur 38,4 milljörðum, frestun skattgreiðslna 9,7 milljörðum og veittar lánaábyrgðir 11,8 milljörðum. Hér má sjá hvernig útgjöld ríkissjóðs vegna aðgerða stjórnvalda frá mars 2020 fram í desember skiptast eftir aðgerðum.Grafík/Hagstofa Íslands Hlutabótaleiðin, það er styrkur til greiðslu hluta launa starfsfólks sem fór í lægra starfshlutfall en hélt ráðningarsambandi við fyrirtæki sitt, er lang stærsta aðgerðin og námu útgjöld ríkisins vegna hennar 24,5 millörðum. Til greiðslu launa á uppsagnarfresti fóru 11,9 milljarðar og kostnaður ríkissjóðs vegna frestunar skattgreiðslna var 9,7 milljarðar. Þar á eftir koma stuðningslán upp á níu milljarða, viðbótarlán upp á 2,7 milljaðra, lokunarstyrkir upp á tæpa 1,9 milljarða og laun í sóttkví námu 357 milljónum. Þrjú þúsund og eitt hundrað rekstraraðilar nýttu sér stuðning stjórnvalda á þessu tímabili hvort sem er í formi frestunar skattgreiðslna, beinna styrkja eða veittra lánaábyrgða og nam heildarfjárhæðin tæplega 35,5 milljörðum króna. Þar af nýttu rúmlega sjö hundruð rekstraraðilar fleiri en eitt úrræði. Tuttugu og þrír rekstraraðilar hafa sótt um greiðsluskjól frá því það úrræði kom til framkvæmda og ellefu þeirra sem nýtt hafa einhver úrræðann hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Viðtakendur hlutabóta voru langflestir á höfuðborgarsvæðinu.Grafík/Hagstofa Íslands Þrjátíu og sjö þúsund manns hafa fengið hluta launa sinna með atvinnuleysisbótum á móti lækkuðu starfshlutfalli. Rúmlega 65% þeirra sem hafa fengið hlutabætur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og um 10% á Suðurnesjum. Um 42% viðtakenda eru á aldrinum 25-39, og um 37% á aldrinum 40-59. Um 56% viðtakenda hlutabóta eru karlar og 44% konur. Af þeim sem hafa fengið greiddar hlutabætur störfuðu um 37% í einkennandi greinum ferðaþjónustu, samkvæmt samantekt Hagstofunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Hagstofa Íslands hefur tekið saman upplýsingar um helstu efnahagsaðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins frá mars í fyrra og fram í desember. Heildarfjárhæð aðgerðanna var tæpir sextíu milljarðar króna og þar af nam beinn fjárhagsstuðningur 38,4 milljörðum, frestun skattgreiðslna 9,7 milljörðum og veittar lánaábyrgðir 11,8 milljörðum. Hér má sjá hvernig útgjöld ríkissjóðs vegna aðgerða stjórnvalda frá mars 2020 fram í desember skiptast eftir aðgerðum.Grafík/Hagstofa Íslands Hlutabótaleiðin, það er styrkur til greiðslu hluta launa starfsfólks sem fór í lægra starfshlutfall en hélt ráðningarsambandi við fyrirtæki sitt, er lang stærsta aðgerðin og námu útgjöld ríkisins vegna hennar 24,5 millörðum. Til greiðslu launa á uppsagnarfresti fóru 11,9 milljarðar og kostnaður ríkissjóðs vegna frestunar skattgreiðslna var 9,7 milljarðar. Þar á eftir koma stuðningslán upp á níu milljarða, viðbótarlán upp á 2,7 milljaðra, lokunarstyrkir upp á tæpa 1,9 milljarða og laun í sóttkví námu 357 milljónum. Þrjú þúsund og eitt hundrað rekstraraðilar nýttu sér stuðning stjórnvalda á þessu tímabili hvort sem er í formi frestunar skattgreiðslna, beinna styrkja eða veittra lánaábyrgða og nam heildarfjárhæðin tæplega 35,5 milljörðum króna. Þar af nýttu rúmlega sjö hundruð rekstraraðilar fleiri en eitt úrræði. Tuttugu og þrír rekstraraðilar hafa sótt um greiðsluskjól frá því það úrræði kom til framkvæmda og ellefu þeirra sem nýtt hafa einhver úrræðann hafa óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Viðtakendur hlutabóta voru langflestir á höfuðborgarsvæðinu.Grafík/Hagstofa Íslands Þrjátíu og sjö þúsund manns hafa fengið hluta launa sinna með atvinnuleysisbótum á móti lækkuðu starfshlutfalli. Rúmlega 65% þeirra sem hafa fengið hlutabætur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og um 10% á Suðurnesjum. Um 42% viðtakenda eru á aldrinum 25-39, og um 37% á aldrinum 40-59. Um 56% viðtakenda hlutabóta eru karlar og 44% konur. Af þeim sem hafa fengið greiddar hlutabætur störfuðu um 37% í einkennandi greinum ferðaþjónustu, samkvæmt samantekt Hagstofunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Fleiri fréttir Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Sjá meira