Navalní úrskurðaður í gæsluvarðhald Samúel Karl Ólason skrifar 18. janúar 2021 14:08 Stuðningsmenn Navalní mótmæltu fyrir utan lögreglustöðina þar sem úrskurðurinn var kveðinn upp. AP/Pavel Golovkin Alexei Navalní hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. febrúar. Það er í takt við kröfur saksóknara og verður hann í gæsluvarðhaldi á meðan ákveðið er fyrir öðrum dómstól hvort dæma eigi hann til fangelsisvistar fyrir að rjúfa skilorð. Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í gær. Hann var fluttur til Þýskalands í fyrra eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dóms sem hann fékk fyrir þjófnað árið 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Navalní segist saklaus af þessumásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Sameinuðu þjóðirnar og ráðamenn í Evrópu og Norður-Ameríku hafa fordæmt handtöku Navalní og krafist þess að honum verði sleppt. Rússar hafa gefið lítið fyrir þau áköll. Litháen, Lettland, og Eistland hafa farið fram á að utanríkisráðherra Evrópusambandsins komi saman í dag og ræði frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, samkvæmt frétt Reuters. ESB hefur þegar beitt þvingunum gegn nokkrum háttsettum embættismönnum í Rússlandi. Sjá einnig: ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hélt því fram í morgun að áköllum vesturveldanna vegna fangelsunar Navalní væri ætlað að draga athyglina frá vandræðum þessara ríkja. Í myndbandi sem birt var á Youtube í kjölfar úrskurðarins eru stuðningsmenn Navalní hvattir til þess að mótmæla niðurstöðunni og meðferðinni sem hann hefur fengið. Til stendur að skipuleggja stærri mótmæli víðsvegar um Rússland um næstu helgi, samkvæmt frétt Moscow Times. Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17. janúar 2021 21:00 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Navalní, sem hefur verið fyrirferðarmikill í stjórnarandstöðu Rússlands undanfarin ár, var handtekinn við komuna til landsins frá Þýskalandi í gær. Hann var fluttur til Þýskalands í fyrra eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í Rússlandi. Vísindamenn í Þýskalandi, Svíþjóð og Frakklandi, auk vísindamanna Efnavopnastofnunarinnar, hafa staðfest að eitrað var fyrir Navalní með novichok, eitrið sem þróað var í Sovétríkjunum. Sjá einnig: Meintur útsendari FSB ræddi við Navalní um eitrun hans Undir lok síðasta árs skipuðu fangelsismálayfirvöld Rússlands Navalní að snúa aftur til Rússlands þar sem hann væri á skilorði vegna dóms sem hann fékk fyrir þjófnað árið 2014. Var honum gert að mæta á fund í Rússlandi þann 29. desember, og sagt að annars ætti hann á hættu að vera gert að afplána dóm sinn næst þegar hann færi til Rússlands. Skilorðsdómur Navalní féll úr gildi þann 30. desember. Navalní segist saklaus af þessumásökunum og Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að yfirvöld í Rússlandi hafi brotið á Navalní en hann var handtekinn sjö sinnum á árunum 2012-2014. Sameinuðu þjóðirnar og ráðamenn í Evrópu og Norður-Ameríku hafa fordæmt handtöku Navalní og krafist þess að honum verði sleppt. Rússar hafa gefið lítið fyrir þau áköll. Litháen, Lettland, og Eistland hafa farið fram á að utanríkisráðherra Evrópusambandsins komi saman í dag og ræði frekari viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi, samkvæmt frétt Reuters. ESB hefur þegar beitt þvingunum gegn nokkrum háttsettum embættismönnum í Rússlandi. Sjá einnig: ESB beitir bandamenn Pútín þvingunum Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hélt því fram í morgun að áköllum vesturveldanna vegna fangelsunar Navalní væri ætlað að draga athyglina frá vandræðum þessara ríkja. Í myndbandi sem birt var á Youtube í kjölfar úrskurðarins eru stuðningsmenn Navalní hvattir til þess að mótmæla niðurstöðunni og meðferðinni sem hann hefur fengið. Til stendur að skipuleggja stærri mótmæli víðsvegar um Rússland um næstu helgi, samkvæmt frétt Moscow Times.
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17. janúar 2021 21:00 Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39 Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03 Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39 Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41 Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Kalla eftir því að Navalní verði sleppt úr haldi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir sér brugðið vegna handtöku stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní við komuna til Rússlands í dag. Hann hvetur rússnesk yfirvöld til að láta Navalní lausan án tafar. Þetta skrifar Guðlaugur á Twitter. 17. janúar 2021 21:00
Meint fjársvik Navalní til rannsóknar í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi opnuðu í gær rannsókn sem snýr að meintum fjársvikum stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní. Hann er sagður grunaður um að hafa notað persónulega um 600 milljónir króna sem hann safnaði meðal annars til and-spillingar stofnunar sinnar. 30. desember 2020 14:39
Útsendarar FSB sagðir hafa eitrað fyrir Navalní Sveit á vegum Leyniþjónustu Rússlands (FSB) eitraði fyrir Alexei Navalní. Útsendarar þessarar sveitar höfðu elt Navalní um árabil áður en eitrað var fyrir honum í Rússlandi í ágúst. Þrír útsendarar FSB flugu með Navalny til borgarinnar Tomsk, þar sem talið er að eitrað hafi verið fyrir honum.Tveir mannanna eru menntaðir sem læknar. 14. desember 2020 18:03
Segir Pútín hafa staðið að eiturárásinni Alexei Navalní, rússneski stjórnarandstæðingurinn, sakar Vladímír Pútín, forseta Rússlands, um að hafa staðið að baki því að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinu novichok í ágúst. 1. október 2020 12:39
Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hyggst snúa aftur til Rússlands og halda pólitískri baráttu sinni áfram um leið og hann hefur jafnað sig eftir að hafa verið byrlað eitur. 15. september 2020 08:41
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent