Messi virtist athuga púls mótherja eftir að hann „sló“ hann niður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 09:31 Lionel Messi í leiknum sögulega á milli Barcelona og Athletic Bilbao á sunnudagskvöldið. AP/Miguel Morenatti Lionel Messi fékk sitt fyrsta rauða spjald á ferlinum á sunnudagskvöldið en eftirtektarsamir fóboltaáhugamenn tóku eftir einu hjá Argentínumanninum. Messi var búinn að spila yfir 750 leiki fyrir Barcelona á ferlinum án þess að fá rautt spjald þegar hann var rekinn af velli í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins á sunnudagskvöldið. Messi á að hættu að fá margra leikja bann fyrir brotið en hann „sló“ þá niður Asier Villalibre hjá Athletic Bilbao þegar boltinn var víðs fjarri. Eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið frá dómara leiksins þá virtist Messi gera svolítið sem vakti athygli netverja. Elite levels of sh*thousery from Lionel Messi... After 'punching' his opponent, the Barcelona man at least went to check if he was okay... https://t.co/DvNzCCywzu— SPORTbible (@sportbible) January 18, 2021 Það leit út fyrir að Lionel Messi væri að athuga hvort allt væri í lagi með Asier Villalibre hjá Athletic Bilbao en myndirnar að atvikinu sýndu annað. Messi virtist nefnilega athuga púlsinn hjá Asier Villalibre sem lá þarna sárþjáður í grasinu. Messi setti tvo fingur á hálsinn á Villalibre sem er venjan þegar menn mæla hjartsláttinn. Argentínumaðurinn var augljóslega að ýja að því að Asier Villalibre væri þarna að ýkja mjög atvikið. Messi checking that player's pulse to check if he's still alive or it was a real Knock Out pic.twitter.com/6k2ZKKNYbb— Beloved_ (@Rx_Beloved) January 17, 2021 Messi var orðinn mjög pirraður á þessum tímapunkti enda langt liðið á framlenginguna og Barcelona að tapa leiknum. Höggið hans var þó ekki mikið en Villalibre gerði sitt í að tryggja það að fá rauða spjaldið á Messi. Dómarinn skoðaði myndband af atvikinu áður en hann sendi Messi í sturtu. Messi sees red for an off-the-ball swing. pic.twitter.com/PAW8cm95OR— ESPN FC (@ESPNFC) January 17, 2021 Spænski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Messi var búinn að spila yfir 750 leiki fyrir Barcelona á ferlinum án þess að fá rautt spjald þegar hann var rekinn af velli í úrslitaleik spænska Ofurbikarsins á sunnudagskvöldið. Messi á að hættu að fá margra leikja bann fyrir brotið en hann „sló“ þá niður Asier Villalibre hjá Athletic Bilbao þegar boltinn var víðs fjarri. Eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið frá dómara leiksins þá virtist Messi gera svolítið sem vakti athygli netverja. Elite levels of sh*thousery from Lionel Messi... After 'punching' his opponent, the Barcelona man at least went to check if he was okay... https://t.co/DvNzCCywzu— SPORTbible (@sportbible) January 18, 2021 Það leit út fyrir að Lionel Messi væri að athuga hvort allt væri í lagi með Asier Villalibre hjá Athletic Bilbao en myndirnar að atvikinu sýndu annað. Messi virtist nefnilega athuga púlsinn hjá Asier Villalibre sem lá þarna sárþjáður í grasinu. Messi setti tvo fingur á hálsinn á Villalibre sem er venjan þegar menn mæla hjartsláttinn. Argentínumaðurinn var augljóslega að ýja að því að Asier Villalibre væri þarna að ýkja mjög atvikið. Messi checking that player's pulse to check if he's still alive or it was a real Knock Out pic.twitter.com/6k2ZKKNYbb— Beloved_ (@Rx_Beloved) January 17, 2021 Messi var orðinn mjög pirraður á þessum tímapunkti enda langt liðið á framlenginguna og Barcelona að tapa leiknum. Höggið hans var þó ekki mikið en Villalibre gerði sitt í að tryggja það að fá rauða spjaldið á Messi. Dómarinn skoðaði myndband af atvikinu áður en hann sendi Messi í sturtu. Messi sees red for an off-the-ball swing. pic.twitter.com/PAW8cm95OR— ESPN FC (@ESPNFC) January 17, 2021
Spænski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira