Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 12:17 Sanna Magdalega Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fór fram á umræðuna í borgarstjórn. „Þó svo að Reykjavíkurborg fari ekki með málefni Útlendingastofnunar finnst mér mikilvægt að Reykjavíkborg, sem þá höfuðborg landsins og stærsta sveitarfélagið, láti heyra í sér varðandi þessi mál og þrýsti á að mannúð sé höfð að leiðarljósi í þessum málefnum.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku var rætt við Blessing Newton sem búið hefur á Íslandi í tvö ár. Hún segist hafa verið seld mansali til Ítalíu 2016 og síðan flúið hingað til lands. Hún stendur nú frammi fyrir brottvísun og hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð óttast að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. Sanna bendir á að sambærileg mál komi endurtekið upp. „Þarna er kona sem er að flýja þessar hörmulegu aðstæður og leitar hingað til lands. Það er svo ömurlegt að sjá að á landi sem kennir sig við jafnrétti sé síðan ekkert í boði. Við ættum að geta brugðist betur við í svona kringumstæðum.“ Hún leggur til að borgin taki upp viðræður við ríkið um mögulega aðstoð við fórnarlömb mansals í leit að alþjóðlegri vernd. Aðstoð sem væri þá veitt í samvinnu við ríkið og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg verið með verkefni þar sem hún er að taka á móti rithöfundum sem ekki geta verið í sínu heimalandi. Það er spurning hvort borgin geti tekið upp svipað verkefni. Þetta er náttúrulega alls ekki eins. Staða þeirra sem eru að koma frá frá öðrum löndum í leit af öryggi vegna mansals er ekki eins, en við eigum að geta boðið fólki upp á aðstoð og þann stuðning sem það þarf á að halda.“ Hún telur að Reykjavíkurborg eigi að geta haft áhrif í málaflokknum. „Ég tel að við getum alveg látið í okkur heyra, um hvort okkur finnist þetta vera mannúðleg stefna sem rekin er a vegum ríkisins, persónulega finnst mér það ekki.“ Flóttamenn Reykjavík Hælisleitendur Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fór fram á umræðuna í borgarstjórn. „Þó svo að Reykjavíkurborg fari ekki með málefni Útlendingastofnunar finnst mér mikilvægt að Reykjavíkborg, sem þá höfuðborg landsins og stærsta sveitarfélagið, láti heyra í sér varðandi þessi mál og þrýsti á að mannúð sé höfð að leiðarljósi í þessum málefnum.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku var rætt við Blessing Newton sem búið hefur á Íslandi í tvö ár. Hún segist hafa verið seld mansali til Ítalíu 2016 og síðan flúið hingað til lands. Hún stendur nú frammi fyrir brottvísun og hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð óttast að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. Sanna bendir á að sambærileg mál komi endurtekið upp. „Þarna er kona sem er að flýja þessar hörmulegu aðstæður og leitar hingað til lands. Það er svo ömurlegt að sjá að á landi sem kennir sig við jafnrétti sé síðan ekkert í boði. Við ættum að geta brugðist betur við í svona kringumstæðum.“ Hún leggur til að borgin taki upp viðræður við ríkið um mögulega aðstoð við fórnarlömb mansals í leit að alþjóðlegri vernd. Aðstoð sem væri þá veitt í samvinnu við ríkið og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg verið með verkefni þar sem hún er að taka á móti rithöfundum sem ekki geta verið í sínu heimalandi. Það er spurning hvort borgin geti tekið upp svipað verkefni. Þetta er náttúrulega alls ekki eins. Staða þeirra sem eru að koma frá frá öðrum löndum í leit af öryggi vegna mansals er ekki eins, en við eigum að geta boðið fólki upp á aðstoð og þann stuðning sem það þarf á að halda.“ Hún telur að Reykjavíkurborg eigi að geta haft áhrif í málaflokknum. „Ég tel að við getum alveg látið í okkur heyra, um hvort okkur finnist þetta vera mannúðleg stefna sem rekin er a vegum ríkisins, persónulega finnst mér það ekki.“
Flóttamenn Reykjavík Hælisleitendur Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira