Fögnuðu ekki fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2021 14:00 Opna sportblaðs DV eftir sigurinn á Sviss 1999. Skjámynd/timarit.is/DV Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í næsta leik sínum á HM í handbolta í Egyptalandi en ein eftirminnilegasta uppákoman í sögu íslenska karlalandsliðsins var einmitt í leik á móti Svisslendingum. Ísland hefur margoft mætt Sviss í gegnum tíðina hvort sem það var á stórmótum, í b-keppnum, í undankeppnum eða í vináttulandsleikjum. Leikurinn í Kaplakrika 30. maí 1999 stendur þó örugglega upp úr. Íslenska landsliðið hafði á þessum tíma aldrei komist á Evrópumótið sem hafði verið haldið á tveggja ára fresti frá árinu 1994. Ísland var í riðli með Sviss og Kýpur þar sem var barist um eitt sæti í umspilinu um laust sæti á EM. Vonin virtist vera úti eftir níu marka skell út í Sviss aðeins þremur dögum fyrr, 29-20.Íslensku strákunum tókst hins vegar hið ótrúlega sem var að vinna níu marka sigur í þessum leik í Kaplakrikanum en leikurinn vannst 32-23. Róbert Julian Duranona skoraði 10 mörk í leiknum og Bjarki Sigurðsson var með sjö mörk. Tíunda mark Duranona skoraði hann um rétt áður en lokaflautan gall og það mark átti eftir að skipta miklu máli. Það vissi það enginn þó strax. Eftir leik þorði nefnilega hvorugt liðið að fagna sigri því reglurnar voru ekki á hreinu.Voru það mörk á útivelli sem réðu eða heildarmarkatalan? Þar sem að þetta var riðill en ekki umspil þá kom það á endanum í ljós að stórsigrar Íslands á Kýpur komu íslenska liðinu áfram.Íslensku strákarnir óttuðust að útivallarmörkin í leikjunum við Sviss myndu tryggja Svisslendingum sætið í umspilinu og gengu því súrir af velli. Staðfesting um að Ísland væri komið áfram fékkst ekki fyrr en klukkan 22.30 eftir að Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, náði sambandi við Kjartan Steinbach, þáverandi formann dómaranefndar Alþjóða handboltasambandsins. Á þessum tíma stóð einmitt yfir heimsmeistaramót í Egyptalandi eins og ný. Kjartan var staddur á HM og var með Manfred Brause sem var með honum dómaranefnd IHF. Þeir lögðust yfir reglugerðir IHF og komust að því að þar kæmi ekki annað fram en að Ísland væri komið áfram. Íslensku strákarnir fögnuðu því ekki sigri fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik. Opnumynd íþróttablaðs DV var af þeim fagna sigri í sturtunni eins og sjá má hér fyrir ofan. Þetta var líka sögulegur leikur fyrir þær sakir að þetta var síðasti landsleikur Geirs Sveinssonar sem skoraði níu mörk í leiknum. Geir lék þarna sinn 328. og síðasta landsleik en hann átti landsleikjametið þar til að Guðmundur Hrafnkelsson sló það í janúar 2002. Íslenska landsliðið hafði síðan betur á móti Makedóníu í umspili um sæti á EM 2000. Íslenska liðið komst því á sitt fyrsta Evrópumót og hefur ekki misst af móti síðan. EM i fyrra var ellefta Evrópumót Íslands í röð. HM 2021 í handbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Ísland hefur margoft mætt Sviss í gegnum tíðina hvort sem það var á stórmótum, í b-keppnum, í undankeppnum eða í vináttulandsleikjum. Leikurinn í Kaplakrika 30. maí 1999 stendur þó örugglega upp úr. Íslenska landsliðið hafði á þessum tíma aldrei komist á Evrópumótið sem hafði verið haldið á tveggja ára fresti frá árinu 1994. Ísland var í riðli með Sviss og Kýpur þar sem var barist um eitt sæti í umspilinu um laust sæti á EM. Vonin virtist vera úti eftir níu marka skell út í Sviss aðeins þremur dögum fyrr, 29-20.Íslensku strákunum tókst hins vegar hið ótrúlega sem var að vinna níu marka sigur í þessum leik í Kaplakrikanum en leikurinn vannst 32-23. Róbert Julian Duranona skoraði 10 mörk í leiknum og Bjarki Sigurðsson var með sjö mörk. Tíunda mark Duranona skoraði hann um rétt áður en lokaflautan gall og það mark átti eftir að skipta miklu máli. Það vissi það enginn þó strax. Eftir leik þorði nefnilega hvorugt liðið að fagna sigri því reglurnar voru ekki á hreinu.Voru það mörk á útivelli sem réðu eða heildarmarkatalan? Þar sem að þetta var riðill en ekki umspil þá kom það á endanum í ljós að stórsigrar Íslands á Kýpur komu íslenska liðinu áfram.Íslensku strákarnir óttuðust að útivallarmörkin í leikjunum við Sviss myndu tryggja Svisslendingum sætið í umspilinu og gengu því súrir af velli. Staðfesting um að Ísland væri komið áfram fékkst ekki fyrr en klukkan 22.30 eftir að Örn Magnússon, framkvæmdastjóri HSÍ, náði sambandi við Kjartan Steinbach, þáverandi formann dómaranefndar Alþjóða handboltasambandsins. Á þessum tíma stóð einmitt yfir heimsmeistaramót í Egyptalandi eins og ný. Kjartan var staddur á HM og var með Manfred Brause sem var með honum dómaranefnd IHF. Þeir lögðust yfir reglugerðir IHF og komust að því að þar kæmi ekki annað fram en að Ísland væri komið áfram. Íslensku strákarnir fögnuðu því ekki sigri fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik. Opnumynd íþróttablaðs DV var af þeim fagna sigri í sturtunni eins og sjá má hér fyrir ofan. Þetta var líka sögulegur leikur fyrir þær sakir að þetta var síðasti landsleikur Geirs Sveinssonar sem skoraði níu mörk í leiknum. Geir lék þarna sinn 328. og síðasta landsleik en hann átti landsleikjametið þar til að Guðmundur Hrafnkelsson sló það í janúar 2002. Íslenska landsliðið hafði síðan betur á móti Makedóníu í umspili um sæti á EM 2000. Íslenska liðið komst því á sitt fyrsta Evrópumót og hefur ekki misst af móti síðan. EM i fyrra var ellefta Evrópumót Íslands í röð.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni