Hættulegur leikur fyrir Íslendinga: „Hann er þeirra Óli Stef“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2021 09:46 Andy Schmid er rosalegur leikmaður sem valinn hefur verið bestur í efstu deild Þýskalands fimm sinnum. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat „Þessi leikur verður hættulegur fyrir Íslendinga. Ef allir eru heilir og frískir hjá Svisslendingum eru þeir til alls líklegir,“ segir Aðalsteinn Eyjólfsson sem þekkir afskaplega vel til mótherja Íslands á HM í handbolta í dag. Ísland er komið í milliriðil á HM í Egyptalandi og fyrsti leikur þar er við Sviss, sem tapaði afar naumlega gegn Frakklandi á mánudaginn. „Mér finnst svissneska liðið virkilega sterkt en þeir eru með svolítið smáþjóðareinkenni. Þeir tala sig frekar mikið niður, alveg öfugt við Íslendinga. En ef að maður telur upp þessa leikmenn sem þeir hafa, og ímyndar sér að þeir væru íslenska liðið, þá yrðu gerðar kröfur á það um árangur,“ segir Aðalsteinn. Íslendingar þurfa meðal annars að kljást við snillinginn Andy Schmid sem Aðalsteinn lýsir sem Ólafi Stefánssyni Svisslendinga. Hér má sjá tilþrif hans í 25-24 tapinu gegn Frökkum, þegar hann rauf 900 marka múrinn með landsliði Sviss: Andy Schmid scored 10 goals and made four assists in a superb game for Switzerland yesterday and with his first goal of the game, passed 900 for the national team #Egypt2021 pic.twitter.com/U4c1WvY620— International Handball Federation (@ihf_info) January 19, 2021 Aðalsteinn þjálfar besta lið Sviss, Kadetten Schaffhausen, og á sjö leikmenn í 19 manna hópi Svisslendinga sem þurftu að hafa snör handtök í síðustu viku. Sviss var kallað inn í stað Bandaríkjanna sem urðu að hætta við HM vegna kórónuveirusmita, og Sviss vann svo grannaslag sinn við Austurríki sem dugði til að komast í milliriðlakeppninni. „Þeir eru með marga leikmenn sem eru eða hafa verið að spila í efstu deild Þýskalands. Þeir voru óheppnir að vinna ekki Frakkland og það skrifast bara á þeirra eigin klaufaskap,“ segir Aðalsteinn. Vandræði með hægri skyttustöðuna „Þeir eru í vandræðum með hægri skyttustöðuna en að öðru leyti vel skipaðir. Í hægra horninu er Cedrie Tynowski, sterkur leikmaður sem getur spilað bakvörð og er fjölhæfur. Í vinstra horninu eru þeir með Marvin Lier og Samuel Zehnder, sem eru snöggir og fínir hornamenn og gætu hæglega verið að spila á góðu stigi í bundesligunni. Í vinstri bakverði eru þeir með Lenny Rubin sem spilar í bundesligunni, með Wetzlar. Hann er svona klassísk skytta, með góðar hreyfingar inn á miðjuna, og hefur átt fína spretti en vantað stöðugleika. Með honum er Roman Sidorowicz sem var lengi í Melsungen skipti til baka í Pfadi fyrir þetta tímabil. Hann er hættulegur maður gegn manni og góður skotmaður í návígi,“ segir Aðalsteinn áður en talið berst að besta leikmanni Sviss. Óhræddir við að spila með sjö í sókn og Schmid tekur ákvarðanirnar Andy Schmid var valinn besti leikmaður bestu deildar heims, þeirrar þýsku, fimm tímabil í röð árin 2014-2018. Þessi 37 ára leikstjórnandi Rhein-Neckar Löwen er hjartað og sálin í liði Sviss: „Andy Schmid þarf lítið að kynna en hann er þeirra Óli Stef. Algjör heimsklassaleikmaður. Svo lengi sem að hans krafta nýtur við getur liðið gert ýmislegt. Þeir spila mikið upp á hann. Ef að 6 á 6 gengur ekki hjá þeim í sókninni þá eru þeir fljótir að skipta í 7 á móti 6, svipað og Portúgalar hafa gert, og hann sér þá um að taka ákvarðanirnar,“ segir Aðalsteinn. Línumaðurinn Alen Milosevic er burðarás í liði Sviss.EPA-EFE/URS FLUEELER „Varamaðurinn fyrir Schmid er ungur strákur sem er hjá mér, Mehdi Romdhane, sem er snöggur og virkilega hæfileikaríkur, ekkert ólíkur Gísla Kristjáns. Hægra megin eru mestu vandræðin en þar spilar Nicolas Raemy sem er ekki nægilega mikil skytta,“ segir Aðalsteinn. „Línumaðurinn Alen Milosevic er toppsóknarlínumaður og fyrirliði hjá Leipzig. Hann er virkilega góður og búinn að sýna það með Andy. Þeir náðu mjög vel saman gegn Austurríki og Frakklandi. Í markinu er svo Nikola Portner sem spilar með Chambery í Frakklandi og varð Evrópumeistari með Montpellier. Hann var lélegur í fyrsta leik en hefur farið upp á við og var frábær gegn Frökkunum. Svo eru þeir með Samuel Röthlisberger sem er aðalvarnarmaður Stuttgart og er hjartað í miðjublokkinni hjá þeim. Þetta eru leikmenn sem eru góðir og reyndir. Það er helst breiddin sem að háir Sviss. Andy Schmid og Milosevic hafa spilað nánast hverja einustu mínútu hjá þeim. Svipað eins og við Íslendingar lentum í oft áður fyrr, að hafa oft verið búnir að brenna alla orkuna í lokin á milliriðlunum, þá gætu Svisslendingar fundið fyrir þessu og orðið bensínlausir,“ segir Aðalsteinn. Ekkert landslið í Evrópu sem æfir eins mikið saman Aðalsteinn segir það ekki koma að sök fyrir Sviss að hafa komið óvænt inn á mótið vegna forfalla tveggja landsliða: „Það er ekkert lið í Evrópu sem að æfir jafnmikið saman og svissneska landsliðið. Ég er með 7-8 leikmenn í landsliðinu og þeir eru reglulega í svona þriggja daga æfingatörnum með landsliðinu. Það eru gerðar aukapásur í deildinni hérna til að landsliðið geti æft saman. Fyrir mig sem þjálfara toppliðsins þá kemur þetta sér mjög illa, en það er annað mál. Þeir voru búnir að vera í æfingatörn á milli jóla og nýárs, og aftur eftir áramót, svo undirbúningurinn var bara fullkominn fyrir mótið. Íþróttalega séð var ekki hægt að hafa þetta mikið betra.“ HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Fögnuðu ekki fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í næsta leik sínum á HM í handbolta í Egyptalandi en ein eftirminnilegasta uppákoman í sögu íslenska karlalandsliðsins var einmitt í leik á móti Svisslendingum. 19. janúar 2021 14:00 „Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 12:00 Strákarnir okkar fá að fara fyrr að sofa í þessari viku Riðill Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi kláraðist í gær og sjónvarpsstöðvarnar í Evrópu hafa nú náð samkomulagi um klukkan hvað leikir milliriðlanna fara fram. 19. janúar 2021 08:01 Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. 18. janúar 2021 22:05 Getur allt gerst í milliriðlinum „Þetta er stórhættuleg þjóð að eiga við á þessum tímapunkti móts, að mæta svona agressívu og blóðheitu liði, en við skiluðum þessu í hús,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson sem átti fínan leik í marki Íslands í sigrinum á Marokkó í kvöld. 18. janúar 2021 21:37 Portúgal hafði betur gegn Alsír, endurkomusigur Svía og Frakkar með fullt hús Portúgal mun taka með sér fjögur stig í milliriðla eftir að liðið tryggði sér toppsætið í F-riðlinum með 26-19 sigri á Alsír í dag. Portúgal leiddi 14-9 í hálfleik. 18. janúar 2021 18:30 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Ísland er komið í milliriðil á HM í Egyptalandi og fyrsti leikur þar er við Sviss, sem tapaði afar naumlega gegn Frakklandi á mánudaginn. „Mér finnst svissneska liðið virkilega sterkt en þeir eru með svolítið smáþjóðareinkenni. Þeir tala sig frekar mikið niður, alveg öfugt við Íslendinga. En ef að maður telur upp þessa leikmenn sem þeir hafa, og ímyndar sér að þeir væru íslenska liðið, þá yrðu gerðar kröfur á það um árangur,“ segir Aðalsteinn. Íslendingar þurfa meðal annars að kljást við snillinginn Andy Schmid sem Aðalsteinn lýsir sem Ólafi Stefánssyni Svisslendinga. Hér má sjá tilþrif hans í 25-24 tapinu gegn Frökkum, þegar hann rauf 900 marka múrinn með landsliði Sviss: Andy Schmid scored 10 goals and made four assists in a superb game for Switzerland yesterday and with his first goal of the game, passed 900 for the national team #Egypt2021 pic.twitter.com/U4c1WvY620— International Handball Federation (@ihf_info) January 19, 2021 Aðalsteinn þjálfar besta lið Sviss, Kadetten Schaffhausen, og á sjö leikmenn í 19 manna hópi Svisslendinga sem þurftu að hafa snör handtök í síðustu viku. Sviss var kallað inn í stað Bandaríkjanna sem urðu að hætta við HM vegna kórónuveirusmita, og Sviss vann svo grannaslag sinn við Austurríki sem dugði til að komast í milliriðlakeppninni. „Þeir eru með marga leikmenn sem eru eða hafa verið að spila í efstu deild Þýskalands. Þeir voru óheppnir að vinna ekki Frakkland og það skrifast bara á þeirra eigin klaufaskap,“ segir Aðalsteinn. Vandræði með hægri skyttustöðuna „Þeir eru í vandræðum með hægri skyttustöðuna en að öðru leyti vel skipaðir. Í hægra horninu er Cedrie Tynowski, sterkur leikmaður sem getur spilað bakvörð og er fjölhæfur. Í vinstra horninu eru þeir með Marvin Lier og Samuel Zehnder, sem eru snöggir og fínir hornamenn og gætu hæglega verið að spila á góðu stigi í bundesligunni. Í vinstri bakverði eru þeir með Lenny Rubin sem spilar í bundesligunni, með Wetzlar. Hann er svona klassísk skytta, með góðar hreyfingar inn á miðjuna, og hefur átt fína spretti en vantað stöðugleika. Með honum er Roman Sidorowicz sem var lengi í Melsungen skipti til baka í Pfadi fyrir þetta tímabil. Hann er hættulegur maður gegn manni og góður skotmaður í návígi,“ segir Aðalsteinn áður en talið berst að besta leikmanni Sviss. Óhræddir við að spila með sjö í sókn og Schmid tekur ákvarðanirnar Andy Schmid var valinn besti leikmaður bestu deildar heims, þeirrar þýsku, fimm tímabil í röð árin 2014-2018. Þessi 37 ára leikstjórnandi Rhein-Neckar Löwen er hjartað og sálin í liði Sviss: „Andy Schmid þarf lítið að kynna en hann er þeirra Óli Stef. Algjör heimsklassaleikmaður. Svo lengi sem að hans krafta nýtur við getur liðið gert ýmislegt. Þeir spila mikið upp á hann. Ef að 6 á 6 gengur ekki hjá þeim í sókninni þá eru þeir fljótir að skipta í 7 á móti 6, svipað og Portúgalar hafa gert, og hann sér þá um að taka ákvarðanirnar,“ segir Aðalsteinn. Línumaðurinn Alen Milosevic er burðarás í liði Sviss.EPA-EFE/URS FLUEELER „Varamaðurinn fyrir Schmid er ungur strákur sem er hjá mér, Mehdi Romdhane, sem er snöggur og virkilega hæfileikaríkur, ekkert ólíkur Gísla Kristjáns. Hægra megin eru mestu vandræðin en þar spilar Nicolas Raemy sem er ekki nægilega mikil skytta,“ segir Aðalsteinn. „Línumaðurinn Alen Milosevic er toppsóknarlínumaður og fyrirliði hjá Leipzig. Hann er virkilega góður og búinn að sýna það með Andy. Þeir náðu mjög vel saman gegn Austurríki og Frakklandi. Í markinu er svo Nikola Portner sem spilar með Chambery í Frakklandi og varð Evrópumeistari með Montpellier. Hann var lélegur í fyrsta leik en hefur farið upp á við og var frábær gegn Frökkunum. Svo eru þeir með Samuel Röthlisberger sem er aðalvarnarmaður Stuttgart og er hjartað í miðjublokkinni hjá þeim. Þetta eru leikmenn sem eru góðir og reyndir. Það er helst breiddin sem að háir Sviss. Andy Schmid og Milosevic hafa spilað nánast hverja einustu mínútu hjá þeim. Svipað eins og við Íslendingar lentum í oft áður fyrr, að hafa oft verið búnir að brenna alla orkuna í lokin á milliriðlunum, þá gætu Svisslendingar fundið fyrir þessu og orðið bensínlausir,“ segir Aðalsteinn. Ekkert landslið í Evrópu sem æfir eins mikið saman Aðalsteinn segir það ekki koma að sök fyrir Sviss að hafa komið óvænt inn á mótið vegna forfalla tveggja landsliða: „Það er ekkert lið í Evrópu sem að æfir jafnmikið saman og svissneska landsliðið. Ég er með 7-8 leikmenn í landsliðinu og þeir eru reglulega í svona þriggja daga æfingatörnum með landsliðinu. Það eru gerðar aukapásur í deildinni hérna til að landsliðið geti æft saman. Fyrir mig sem þjálfara toppliðsins þá kemur þetta sér mjög illa, en það er annað mál. Þeir voru búnir að vera í æfingatörn á milli jóla og nýárs, og aftur eftir áramót, svo undirbúningurinn var bara fullkominn fyrir mótið. Íþróttalega séð var ekki hægt að hafa þetta mikið betra.“
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Fögnuðu ekki fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í næsta leik sínum á HM í handbolta í Egyptalandi en ein eftirminnilegasta uppákoman í sögu íslenska karlalandsliðsins var einmitt í leik á móti Svisslendingum. 19. janúar 2021 14:00 „Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 12:00 Strákarnir okkar fá að fara fyrr að sofa í þessari viku Riðill Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi kláraðist í gær og sjónvarpsstöðvarnar í Evrópu hafa nú náð samkomulagi um klukkan hvað leikir milliriðlanna fara fram. 19. janúar 2021 08:01 Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. 18. janúar 2021 22:05 Getur allt gerst í milliriðlinum „Þetta er stórhættuleg þjóð að eiga við á þessum tímapunkti móts, að mæta svona agressívu og blóðheitu liði, en við skiluðum þessu í hús,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson sem átti fínan leik í marki Íslands í sigrinum á Marokkó í kvöld. 18. janúar 2021 21:37 Portúgal hafði betur gegn Alsír, endurkomusigur Svía og Frakkar með fullt hús Portúgal mun taka með sér fjögur stig í milliriðla eftir að liðið tryggði sér toppsætið í F-riðlinum með 26-19 sigri á Alsír í dag. Portúgal leiddi 14-9 í hálfleik. 18. janúar 2021 18:30 Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Fögnuðu ekki fyrr en í búningsklefanum hálftíma eftir leik Íslenska karlalandsliðið mætir Sviss í næsta leik sínum á HM í handbolta í Egyptalandi en ein eftirminnilegasta uppákoman í sögu íslenska karlalandsliðsins var einmitt í leik á móti Svisslendingum. 19. janúar 2021 14:00
„Trúnaðarbrestur hjá Tomasi Svensson“ Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson furða sig á ummælum Tomasar Svensson, markvarðaþjálfara íslenska handboltalandsliðsins, um meiðsli Arons Pálmarssonar sem er ekki með á HM í Egyptalandi. 19. janúar 2021 12:00
Strákarnir okkar fá að fara fyrr að sofa í þessari viku Riðill Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi kláraðist í gær og sjónvarpsstöðvarnar í Evrópu hafa nú náð samkomulagi um klukkan hvað leikir milliriðlanna fara fram. 19. janúar 2021 08:01
Einkunnir strákanna okkar á móti Marokkó: Viggó og Ólafur bestir Bestu menn íslenska liðsins í kvöld eiga það sameiginlegt að hafa unnið sér inn meiri spilatíma með flotti frammistöðu á HM í handbolta í leikjum íslenska liðsins í riðlakeppninni. 18. janúar 2021 22:05
Getur allt gerst í milliriðlinum „Þetta er stórhættuleg þjóð að eiga við á þessum tímapunkti móts, að mæta svona agressívu og blóðheitu liði, en við skiluðum þessu í hús,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson sem átti fínan leik í marki Íslands í sigrinum á Marokkó í kvöld. 18. janúar 2021 21:37
Portúgal hafði betur gegn Alsír, endurkomusigur Svía og Frakkar með fullt hús Portúgal mun taka með sér fjögur stig í milliriðla eftir að liðið tryggði sér toppsætið í F-riðlinum með 26-19 sigri á Alsír í dag. Portúgal leiddi 14-9 í hálfleik. 18. janúar 2021 18:30