Segir mikilvægt að kanna einnig hvort loðna sé fyrir Norðurlandi Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2021 13:52 Rannsóknaskipið Árni Friðriksson að leggja upp í loðnuleit í byrjun mánaðarins frá Hafnarfirði. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar eru í litskrúðuga húsinu vinstra megin. Egill Aðalsteinsson Loðnuleitin á Austfjarðamiðum hefur haldið áfram í dag. Uppsjávarveiðiskipin þrjú, Ásgrímur Halldórsson, Polar Amaroq og Bjarni Ólafsson, með starfsmenn Hafrannsóknastofnunar um borð í tveimur fyrrnefndu, hafa verið að skanna hafsvæðið norður með landgrunnskantinum út af Austfjörðum. „Líkur eru til að þau nái að ljúka mælingu á því sem þar er á ferðinni í dag og á morgun. Upp úr því ætti að liggja fyrir hvað er mikið á ferðinni þar,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Spurningin er þá hvað er af loðnu fyrir norðan og vestan. Það er bræla í kortunum á næstunni.“ Hafrannsóknastofnun er í biðstöðu með að senda eigin rannsóknaskip af stað en stefnt er á annan stóran loðnuleitarleiðangur. „Við stefnum að mælingu fyrir norðan og vestan í næstu viku, þegar vindur gengur niður, á nokkrum skipum. Vonandi verður lagt í hann á mánudaginn. Þá verður hafsvæðið fyrir norðan kortlagt og vonandi líka fyrir vestan í Grænlandssundi. Ísinn er eitthvað að gefa sig og líkur til að hann hörfi meira í þessari stífu norðaustanátt sem er í kortunum næstu daga,“ segir Sigurður. Staðsetning leitarskipanna á öðrum tímanum í dag. Ásgrímur Halldórsson var syðst, austur af Seyðisfirði, Polar Amaroq var austur af Glettingi en Bjarni Ólafsson austur af Héraðsflóa.Hafrannsóknastofnun En hvenær má búast við að Hafrannsóknastofnun geti gefið út nýja ráðgjöf um veiðar úr loðnustofninum? Gæti það gerst strax í þessari viku, á grundvelli þess sem er að sjást á Austfjarðamiðum? „Það fer allt eftir því hvað mikið mælist fyrir austan. Spurningin er líka: Er þetta loðnan að hluta eða öllu sem var fyrir norðan í fyrri mælingum? Því er mjög mikilvægt að mæla þar líka aftur,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Staðsetningu leitarskipanna á Austfjarðamiðum má sjá hér á rauntíma. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
„Líkur eru til að þau nái að ljúka mælingu á því sem þar er á ferðinni í dag og á morgun. Upp úr því ætti að liggja fyrir hvað er mikið á ferðinni þar,“ segir Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar.Egill Aðalsteinsson „Spurningin er þá hvað er af loðnu fyrir norðan og vestan. Það er bræla í kortunum á næstunni.“ Hafrannsóknastofnun er í biðstöðu með að senda eigin rannsóknaskip af stað en stefnt er á annan stóran loðnuleitarleiðangur. „Við stefnum að mælingu fyrir norðan og vestan í næstu viku, þegar vindur gengur niður, á nokkrum skipum. Vonandi verður lagt í hann á mánudaginn. Þá verður hafsvæðið fyrir norðan kortlagt og vonandi líka fyrir vestan í Grænlandssundi. Ísinn er eitthvað að gefa sig og líkur til að hann hörfi meira í þessari stífu norðaustanátt sem er í kortunum næstu daga,“ segir Sigurður. Staðsetning leitarskipanna á öðrum tímanum í dag. Ásgrímur Halldórsson var syðst, austur af Seyðisfirði, Polar Amaroq var austur af Glettingi en Bjarni Ólafsson austur af Héraðsflóa.Hafrannsóknastofnun En hvenær má búast við að Hafrannsóknastofnun geti gefið út nýja ráðgjöf um veiðar úr loðnustofninum? Gæti það gerst strax í þessari viku, á grundvelli þess sem er að sjást á Austfjarðamiðum? „Það fer allt eftir því hvað mikið mælist fyrir austan. Spurningin er líka: Er þetta loðnan að hluta eða öllu sem var fyrir norðan í fyrri mælingum? Því er mjög mikilvægt að mæla þar líka aftur,“ svarar forstjóri Hafrannsóknastofnunar. Staðsetningu leitarskipanna á Austfjarðamiðum má sjá hér á rauntíma.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Hornafjörður Vopnafjörður Langanesbyggð Tengdar fréttir Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06 Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21 Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Skipstjórinn segir töluvert af loðnu út af Austfjörðum Albert Sveinsson, skipstjóri Víkings AK-100, uppsjávarveiðiskips Brims, kveðst ekki í vafa um að mikið sé núna af loðnu á Austfjarðamiðum. Eftir að togarar urðu varir við loðnu þar á laugardag var Albert fenginn til að fara yfir svæðið á Víkingi. 18. janúar 2021 15:06
Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. 18. janúar 2021 12:21
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38