„Ekkert gruggugt í gangi“ Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2021 16:47 Aron Pálmarsson lék með Barcelona í undanúrslitum og úrslitum Meistaradeildar Evrópu en glímir við hnémeiðsli sem urðu til þess að hann fór ekki á HM. Getty/Frank Molter „Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ segir Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem hefur nú tjáð sig eftir að Tomas Svensson gaf í skyn að eitthvað annað en meiðsli hefði ráðið því að hann færi ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi. Svensson, sem er markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Staffan Olsson og Amöndu Alm á sunnudag að læknir íslenska landsliðsins hefði ekki fengið að skoða Aron áður en útilokað var að hann gæti spilað á HM. Svensson sagði allt mjög sérstakt varðandi meiðslin því Aron hefði getað spilað með Barcelona í Meistaradeild Evrópu á milli jóla og nýárs, og að „eitthvað passaði ekki“ í þessu máli. Svensson baðst svo afsökunar á ummælum sínum í yfirlýsingu sem HSÍ sendi frá sér þar sem áréttað var að læknir íslenska landsliðsins hefði svo sannarlega fengið að kanna meiðsli Arons. Hann hefði reynst meiddur á hné og óleikfær. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja að vakna við þetta í gær. Hann [Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til. Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ sagði Aron við RÚV í dag. „Mjög erfitt að sitja undir slíku“ Aron sagði Brynjólf Jónsson, lækni landsliðsins, hafa séð um skoðunina: „Binni læknir er búinn að vera inn í þessu síðan þetta gerðist. Hann er búinn að vera í samskiptum við læknana úti [hjá Barcelona], við mig. Svo flýg ég heim daginn eftir „Final Four“ og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta var í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron við RÚV. Aron lýsti því yfir í nóvember að hann teldi réttast að aflýsa HM vegna heimsfaraldursins. Aðspurður hvernig væri að sitja undir sögusögnum þess efnis að hann hefði hreinlega ekki nennt á mótið, eða eitthvað slíkt, svaraði Aron: „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg. Þannig auðvitað er það leiðinlegt. Ég reyni nú lítið að pæla í því en svo fyllist mælirinn og maður þarf að láta í sér heyra, og bara í rauninni taka burt allan misskilning og segja þetta bara eins og það er,“ sagði Aron. HM 2021 í handbolta Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Svensson, sem er markvarðaþjálfari íslenska landsliðsins, sagði í viðtali við Staffan Olsson og Amöndu Alm á sunnudag að læknir íslenska landsliðsins hefði ekki fengið að skoða Aron áður en útilokað var að hann gæti spilað á HM. Svensson sagði allt mjög sérstakt varðandi meiðslin því Aron hefði getað spilað með Barcelona í Meistaradeild Evrópu á milli jóla og nýárs, og að „eitthvað passaði ekki“ í þessu máli. Svensson baðst svo afsökunar á ummælum sínum í yfirlýsingu sem HSÍ sendi frá sér þar sem áréttað var að læknir íslenska landsliðsins hefði svo sannarlega fengið að kanna meiðsli Arons. Hann hefði reynst meiddur á hné og óleikfær. „Þetta var náttúrulega mjög skrítið verð ég að segja að vakna við þetta í gær. Hann [Svensson] hringdi náttúrulega í mig um leið og baðst afsökunar. En ég auðvitað gekk á hann og spurði hann hvað honum gengi til. Í rauninni er það sem kemur út úr þessu að það var bara samskiptaleysi hjá þeim, þjálfurunum og innan HSÍ. Það er í rauninni ekkert gruggugt í gangi,“ sagði Aron við RÚV í dag. „Mjög erfitt að sitja undir slíku“ Aron sagði Brynjólf Jónsson, lækni landsliðsins, hafa séð um skoðunina: „Binni læknir er búinn að vera inn í þessu síðan þetta gerðist. Hann er búinn að vera í samskiptum við læknana úti [hjá Barcelona], við mig. Svo flýg ég heim daginn eftir „Final Four“ og hitti Binna síðan daginn eftir það. Þetta var í rauninni bara í meira lagi óheppilegt og skrítið. Það er enginn misskilningur í gangi. Þetta í rauninni bara samskiptaleysi,“ sagði Aron við RÚV. Aron lýsti því yfir í nóvember að hann teldi réttast að aflýsa HM vegna heimsfaraldursins. Aðspurður hvernig væri að sitja undir sögusögnum þess efnis að hann hefði hreinlega ekki nennt á mótið, eða eitthvað slíkt, svaraði Aron: „Það er mjög erfitt að sitja undir slíku. Maður er fyrirliði og prímus mótór í þessu liði, þannig það er alltaf smjattað á öllu og maður er orðinn vanur því. En það er náttúrulega nógu erfitt að sitja heima og þurfa að horfa á þetta í staðinn fyrir að vera að spila. Og erfitt að vera í þessum meiðslum. Sérstaklega svona meiðslum, sem eru alvarleg. Þannig auðvitað er það leiðinlegt. Ég reyni nú lítið að pæla í því en svo fyllist mælirinn og maður þarf að láta í sér heyra, og bara í rauninni taka burt allan misskilning og segja þetta bara eins og það er,“ sagði Aron.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Fannst látinn inn á leikvanginum Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira