Of lítil þátttaka í leghálsskimunum stórt vandamál Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. janúar 2021 08:15 Kristján Oddsson er fyrrverandi yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu og leiðir nú þá vinnu að færa skimun yfir til heilsugæslunnar. visir / friðrik Helmingi fleiri konur deyja úr leghálskrabbameini árlega en fyrir tíu árum. Kvensjúkdómalæknir segir þátttöku kvenna í leghálsskimunum vera stórt vandamál. Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er æskileg þátttaka í reglulega skimun fyrir leghálskrabbameini 85 prósent. Þátttakan hér á landi árið 2019 var 67 prósent. „Það hefur í raun leitt af sér að nýgengi krabbameins, það er fjöldi krabbameina á hverju ári, það hefur nánast verið óbreytt síðustu þrjátíu árin en það sem er kannski alvarlegast í þessu síðustu 10-20 árin er að þá hefur dánartíðnin vaxið töluvert,“ segir kvensjúkdómalæknirinn Kristján Oddsson. Kristján segir að leghálskrabbamein sé orðið að lýðheilsuvandamáli hér á landi því nýgengi þess sé tæplega níu á hverjar hundrað þúsund konur. Fjöldi kvenna sem deyi úr leghálskrabbameini árlega hafi aukist um fimmtíu prósent síðustu tíu ár. Þátttaka í brjóstaskimun er einnig lág en hún var 60 prósent í fyrra þegar talið er æskilegt að minnsta kosti 75 prósent kvenna mæti í skimun. „Hún hefur verið undir öllum viðmiðunarmörkum frá því hún hófst 1987 eð 1988. Hún hefur aldrei náð viðunandi mörkum og töluvert fyrir neðan þau. Og ef maður ætlar að ná árangri með skimun og ef maður ætlar að vera með skimun eða bjóða upp á skimun yfir höfuð að þá er aðal þátturinn í því að þátttakan sé góð, að konur mæti og á því hefur verið mikill misbrestur. Af einhverjum orsökum,“ segir Kristján. Líkt og fréttastofa greindi frá í síðustu viku hafa tvö þúsund leghálssýni legið óhreyfð síðan í nóvember. Krabbameinsfélagið hélt þá utan um skimanir en hætti að greina sýnin áður en heilsugæsla tók formlega við boltanum um áramót. Kristján segir sýnin fari í greiningu í þessari viku. Hann segir að ýmislegt hefði betur mátt fara en að lítil árvekni sé helsta skýringin fyrir dræmri þátttöku. „En með árunum og með skimunum sem hefur lækkað dánartíðni um 80-90 prósent frá því hún hófst að þá hefur kannski orðið það að menn hafa kannski orðið fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Kristján. „Með því á ég frekar við að þegar sjúkdómurinn verður sjaldgæfur og sjaldgæfari að þá verður árveknin í kringum hann minni.“ Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Samkvæmt alþjóðlegum stöðlum er æskileg þátttaka í reglulega skimun fyrir leghálskrabbameini 85 prósent. Þátttakan hér á landi árið 2019 var 67 prósent. „Það hefur í raun leitt af sér að nýgengi krabbameins, það er fjöldi krabbameina á hverju ári, það hefur nánast verið óbreytt síðustu þrjátíu árin en það sem er kannski alvarlegast í þessu síðustu 10-20 árin er að þá hefur dánartíðnin vaxið töluvert,“ segir kvensjúkdómalæknirinn Kristján Oddsson. Kristján segir að leghálskrabbamein sé orðið að lýðheilsuvandamáli hér á landi því nýgengi þess sé tæplega níu á hverjar hundrað þúsund konur. Fjöldi kvenna sem deyi úr leghálskrabbameini árlega hafi aukist um fimmtíu prósent síðustu tíu ár. Þátttaka í brjóstaskimun er einnig lág en hún var 60 prósent í fyrra þegar talið er æskilegt að minnsta kosti 75 prósent kvenna mæti í skimun. „Hún hefur verið undir öllum viðmiðunarmörkum frá því hún hófst 1987 eð 1988. Hún hefur aldrei náð viðunandi mörkum og töluvert fyrir neðan þau. Og ef maður ætlar að ná árangri með skimun og ef maður ætlar að vera með skimun eða bjóða upp á skimun yfir höfuð að þá er aðal þátturinn í því að þátttakan sé góð, að konur mæti og á því hefur verið mikill misbrestur. Af einhverjum orsökum,“ segir Kristján. Líkt og fréttastofa greindi frá í síðustu viku hafa tvö þúsund leghálssýni legið óhreyfð síðan í nóvember. Krabbameinsfélagið hélt þá utan um skimanir en hætti að greina sýnin áður en heilsugæsla tók formlega við boltanum um áramót. Kristján segir sýnin fari í greiningu í þessari viku. Hann segir að ýmislegt hefði betur mátt fara en að lítil árvekni sé helsta skýringin fyrir dræmri þátttöku. „En með árunum og með skimunum sem hefur lækkað dánartíðni um 80-90 prósent frá því hún hófst að þá hefur kannski orðið það að menn hafa kannski orðið fórnarlömb eigin velgengni,“ segir Kristján. „Með því á ég frekar við að þegar sjúkdómurinn verður sjaldgæfur og sjaldgæfari að þá verður árveknin í kringum hann minni.“
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Skimun fyrir krabbameini Heilsugæsla Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira